„Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2023 23:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik sigraði Shamrock Rovers með einu marki gegn engu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og halda heim á Kópavogsvöll með forystuna fyrir seinni leikinn í einvíginu. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með þennan sterka útisigur. Hann segir góða byrjun á leiknum hafa lagt grunninn að sigrinum í kvöld. „Ég er bara mjög sáttur með úrslitin, sáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik, hún var frábær og lagði grunninn að sigrinum. Svo þurftum við aðeins að þjást og verjast í seinni hálfleik, sem var viðbúið á móti jafn öflugu liði og vel spilandi eins og Shamrock er,“ segir Óskar. Shamrock er sigursælasta lið Írlands og komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið spilaði sjö heimaleiki í Evrópukeppnum á síðasta tímabili og tapaði aðeins einum. „Við höfum oft spilað vel í Evrópuleikjum á móti sterkum liðum en úrslitin hafa ekki alltaf fylgt frammistöðunni, í dag gerðist það og það er auðvitað bara gleðilegt. Þetta er erfiður útivöllur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað í Evrópuleikjum og sækja sigur,“ segir Óskar. Liðið spilar ólíkan fótbolta frá því sem þekkist af Írlandi, beita mikilli hápressu, með fimm manna varnarlínu og reyna oftar en ekki að spila sig út frá aftasta manni. Óskar segir mikilvægt að vera sjálfum sér trúr, sama hver andstæðingurinn er. „Við reyndum bara að vera trúir því sem við erum, halda í okkar sjálfsmynd sem fótboltalið. Það er að pressa þegar við erum ekki með boltann og halda honum þegar við erum með hann, vera rólegir og reyna að hafa stjórn á leiknum. Mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik lentum við í smá eltingaleik og menn voru orðnir þreyttir í endann. Auðvitað bara gleðilegt og sennilega þroskamerki á liðinu að við lendum aðeins undir í seinni hálfleik en náum samt einhvern veginn að klára leikinn,“ segir Óskar. Blikarnir byrjuðu leikinn einmitt af gríðarlegum krafti og komst yfir í fyrri hálfleik eftir mörg hættuleg færi. Getur verið að það hafi komið Shamrock mönnum á óvart hversu vel spilandi Breiðabliks liðið er? „Ég efast um það, þeir eru búnir að sjá fullt af leikjum og undirbúa sig vel. Þeir taka áhættu á að spila einum sínum besta manni sem er búinn að vera meiddur, Jack Byrne, þeir hvíla engann og fara í þennan leik vitandi það að við erum ágætis lið. Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur en kannski bjuggust þeir ekki við okkur svona aggressívum,“ segir Óskar. Seinni leikur viðureignarinnar fer fram eftir slétta viku. Sigurvegari þessa einvígis mætir svo FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. „Við áttum okkur á því að við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur, þetta er bara fyrri hálfleikur og við eigum seinni leikinn eftir. Þó hann sé á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel þá þurfum við að eiga enn betri leik þar til að fara áfram,“ segir Óskar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Ég er bara mjög sáttur með úrslitin, sáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik, hún var frábær og lagði grunninn að sigrinum. Svo þurftum við aðeins að þjást og verjast í seinni hálfleik, sem var viðbúið á móti jafn öflugu liði og vel spilandi eins og Shamrock er,“ segir Óskar. Shamrock er sigursælasta lið Írlands og komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið spilaði sjö heimaleiki í Evrópukeppnum á síðasta tímabili og tapaði aðeins einum. „Við höfum oft spilað vel í Evrópuleikjum á móti sterkum liðum en úrslitin hafa ekki alltaf fylgt frammistöðunni, í dag gerðist það og það er auðvitað bara gleðilegt. Þetta er erfiður útivöllur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað í Evrópuleikjum og sækja sigur,“ segir Óskar. Liðið spilar ólíkan fótbolta frá því sem þekkist af Írlandi, beita mikilli hápressu, með fimm manna varnarlínu og reyna oftar en ekki að spila sig út frá aftasta manni. Óskar segir mikilvægt að vera sjálfum sér trúr, sama hver andstæðingurinn er. „Við reyndum bara að vera trúir því sem við erum, halda í okkar sjálfsmynd sem fótboltalið. Það er að pressa þegar við erum ekki með boltann og halda honum þegar við erum með hann, vera rólegir og reyna að hafa stjórn á leiknum. Mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik lentum við í smá eltingaleik og menn voru orðnir þreyttir í endann. Auðvitað bara gleðilegt og sennilega þroskamerki á liðinu að við lendum aðeins undir í seinni hálfleik en náum samt einhvern veginn að klára leikinn,“ segir Óskar. Blikarnir byrjuðu leikinn einmitt af gríðarlegum krafti og komst yfir í fyrri hálfleik eftir mörg hættuleg færi. Getur verið að það hafi komið Shamrock mönnum á óvart hversu vel spilandi Breiðabliks liðið er? „Ég efast um það, þeir eru búnir að sjá fullt af leikjum og undirbúa sig vel. Þeir taka áhættu á að spila einum sínum besta manni sem er búinn að vera meiddur, Jack Byrne, þeir hvíla engann og fara í þennan leik vitandi það að við erum ágætis lið. Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur en kannski bjuggust þeir ekki við okkur svona aggressívum,“ segir Óskar. Seinni leikur viðureignarinnar fer fram eftir slétta viku. Sigurvegari þessa einvígis mætir svo FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. „Við áttum okkur á því að við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur, þetta er bara fyrri hálfleikur og við eigum seinni leikinn eftir. Þó hann sé á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel þá þurfum við að eiga enn betri leik þar til að fara áfram,“ segir Óskar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti