„Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2023 07:00 Óskar Sævarsson er landvörður Reykjanesfólkvangs. Vísir/Arnar Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. „Þessir gikkskjálftar svokallaðir, sem eru þá ekki tengdir óróasvæðinu, eru margir hverjir að koma hérna, ekki kílómetra frá okkur, frá suðurenda Kleifarvatns. Mjög stórir,“ sagði Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, þegar fréttastofa ræddi við hann um miðjan dag í gær. Það var vel að merkja áður en eldgos hófst í Litla-Hrúti síðdegis í gær. Fyrir hálfum mánuði hafi skjálfti í kringum 4,5 að stærð riðið yfir. „Þá hrukku allar frárennslislagnir hér í sambandi við þessi klósett hér í Seltúni. Það fór allt í sundur og skemmdist. Þetta er reyndar í fjórða skipti sem við gerum þetta á fimmtán árum, að laga til eftir jarðskjálfta.“ Viðgerðir hafi þó gengið vel. Sem sé eins gott, því um sé að ræða eina af fáum salernisaðstöðum fyrir ferðamenn á stóru svæði. „En jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó. Þetta er bara leir hérna undir. Þetta eru svona tvö, þrjú fet af gróðurþekju, og svo er bara leir, mjög þéttur leir, sem er eiginlega bara eins og steypa. Ferðamenn forðast svæðið Minna sé af ferðamönnum á svæðinu en áður. Á venjulegum degi í júlí megi búast við allt að 300 manns á klukkutíma. „Núna er bara brotabrot af því sem ætti að vera. Ég er svona að tengja það þessu kerfi Almannavarna og lögreglustjóra, að senda aðvaranir og upplýsa fólk. Því það er ekkert gáfulegt að vera á hér á ferðinni í þessum látum. Fólk hefur verið alveg felmtri slegið, komið hlaupandi niður úr fjöllunum. Það segir sig sjálft að það er bara hættulegt að vera þarna uppi,“ segir Óskar. Það voru fáir á ferð í Seltúni í Krýsuvík þegar fréttastofa mætti þangað um miðjan dag í dag. Landvörður tjáði fréttamanni að á venjulegum júlídegi væri vinstra bílastæðið alla jafna stútfullt af fólksbílum, og malarstæðið til hægri krökkt af rútum. Viðvaranir vegna skjálfta og eldgosahættu virtust bera árangur.Vísir/Arnar Mikið hafi verið um grjóthrun upp á síðkastið. Jarðskjálftinn sem reið yfir á sunnudagskvöld, sem var 5,2 að stærð, virðist þó hafa haft takmörkuð áhrif. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hérna í dag var að athuga hvort lagnirnar hefðu enn einu sinni hrokkið í sundur, því það er kvöð margra landvarða að hafa salernismálin í lagi, svona fjarri þéttbýlissvæðum.“ Og þær hafa sloppið núna? „Þær hafa sloppið, já. Í þetta sinn.“ Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
„Þessir gikkskjálftar svokallaðir, sem eru þá ekki tengdir óróasvæðinu, eru margir hverjir að koma hérna, ekki kílómetra frá okkur, frá suðurenda Kleifarvatns. Mjög stórir,“ sagði Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, þegar fréttastofa ræddi við hann um miðjan dag í gær. Það var vel að merkja áður en eldgos hófst í Litla-Hrúti síðdegis í gær. Fyrir hálfum mánuði hafi skjálfti í kringum 4,5 að stærð riðið yfir. „Þá hrukku allar frárennslislagnir hér í sambandi við þessi klósett hér í Seltúni. Það fór allt í sundur og skemmdist. Þetta er reyndar í fjórða skipti sem við gerum þetta á fimmtán árum, að laga til eftir jarðskjálfta.“ Viðgerðir hafi þó gengið vel. Sem sé eins gott, því um sé að ræða eina af fáum salernisaðstöðum fyrir ferðamenn á stóru svæði. „En jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó. Þetta er bara leir hérna undir. Þetta eru svona tvö, þrjú fet af gróðurþekju, og svo er bara leir, mjög þéttur leir, sem er eiginlega bara eins og steypa. Ferðamenn forðast svæðið Minna sé af ferðamönnum á svæðinu en áður. Á venjulegum degi í júlí megi búast við allt að 300 manns á klukkutíma. „Núna er bara brotabrot af því sem ætti að vera. Ég er svona að tengja það þessu kerfi Almannavarna og lögreglustjóra, að senda aðvaranir og upplýsa fólk. Því það er ekkert gáfulegt að vera á hér á ferðinni í þessum látum. Fólk hefur verið alveg felmtri slegið, komið hlaupandi niður úr fjöllunum. Það segir sig sjálft að það er bara hættulegt að vera þarna uppi,“ segir Óskar. Það voru fáir á ferð í Seltúni í Krýsuvík þegar fréttastofa mætti þangað um miðjan dag í dag. Landvörður tjáði fréttamanni að á venjulegum júlídegi væri vinstra bílastæðið alla jafna stútfullt af fólksbílum, og malarstæðið til hægri krökkt af rútum. Viðvaranir vegna skjálfta og eldgosahættu virtust bera árangur.Vísir/Arnar Mikið hafi verið um grjóthrun upp á síðkastið. Jarðskjálftinn sem reið yfir á sunnudagskvöld, sem var 5,2 að stærð, virðist þó hafa haft takmörkuð áhrif. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hérna í dag var að athuga hvort lagnirnar hefðu enn einu sinni hrokkið í sundur, því það er kvöð margra landvarða að hafa salernismálin í lagi, svona fjarri þéttbýlissvæðum.“ Og þær hafa sloppið núna? „Þær hafa sloppið, já. Í þetta sinn.“
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira