„Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2023 07:00 Óskar Sævarsson er landvörður Reykjanesfólkvangs. Vísir/Arnar Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. „Þessir gikkskjálftar svokallaðir, sem eru þá ekki tengdir óróasvæðinu, eru margir hverjir að koma hérna, ekki kílómetra frá okkur, frá suðurenda Kleifarvatns. Mjög stórir,“ sagði Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, þegar fréttastofa ræddi við hann um miðjan dag í gær. Það var vel að merkja áður en eldgos hófst í Litla-Hrúti síðdegis í gær. Fyrir hálfum mánuði hafi skjálfti í kringum 4,5 að stærð riðið yfir. „Þá hrukku allar frárennslislagnir hér í sambandi við þessi klósett hér í Seltúni. Það fór allt í sundur og skemmdist. Þetta er reyndar í fjórða skipti sem við gerum þetta á fimmtán árum, að laga til eftir jarðskjálfta.“ Viðgerðir hafi þó gengið vel. Sem sé eins gott, því um sé að ræða eina af fáum salernisaðstöðum fyrir ferðamenn á stóru svæði. „En jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó. Þetta er bara leir hérna undir. Þetta eru svona tvö, þrjú fet af gróðurþekju, og svo er bara leir, mjög þéttur leir, sem er eiginlega bara eins og steypa. Ferðamenn forðast svæðið Minna sé af ferðamönnum á svæðinu en áður. Á venjulegum degi í júlí megi búast við allt að 300 manns á klukkutíma. „Núna er bara brotabrot af því sem ætti að vera. Ég er svona að tengja það þessu kerfi Almannavarna og lögreglustjóra, að senda aðvaranir og upplýsa fólk. Því það er ekkert gáfulegt að vera á hér á ferðinni í þessum látum. Fólk hefur verið alveg felmtri slegið, komið hlaupandi niður úr fjöllunum. Það segir sig sjálft að það er bara hættulegt að vera þarna uppi,“ segir Óskar. Það voru fáir á ferð í Seltúni í Krýsuvík þegar fréttastofa mætti þangað um miðjan dag í dag. Landvörður tjáði fréttamanni að á venjulegum júlídegi væri vinstra bílastæðið alla jafna stútfullt af fólksbílum, og malarstæðið til hægri krökkt af rútum. Viðvaranir vegna skjálfta og eldgosahættu virtust bera árangur.Vísir/Arnar Mikið hafi verið um grjóthrun upp á síðkastið. Jarðskjálftinn sem reið yfir á sunnudagskvöld, sem var 5,2 að stærð, virðist þó hafa haft takmörkuð áhrif. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hérna í dag var að athuga hvort lagnirnar hefðu enn einu sinni hrokkið í sundur, því það er kvöð margra landvarða að hafa salernismálin í lagi, svona fjarri þéttbýlissvæðum.“ Og þær hafa sloppið núna? „Þær hafa sloppið, já. Í þetta sinn.“ Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
„Þessir gikkskjálftar svokallaðir, sem eru þá ekki tengdir óróasvæðinu, eru margir hverjir að koma hérna, ekki kílómetra frá okkur, frá suðurenda Kleifarvatns. Mjög stórir,“ sagði Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, þegar fréttastofa ræddi við hann um miðjan dag í gær. Það var vel að merkja áður en eldgos hófst í Litla-Hrúti síðdegis í gær. Fyrir hálfum mánuði hafi skjálfti í kringum 4,5 að stærð riðið yfir. „Þá hrukku allar frárennslislagnir hér í sambandi við þessi klósett hér í Seltúni. Það fór allt í sundur og skemmdist. Þetta er reyndar í fjórða skipti sem við gerum þetta á fimmtán árum, að laga til eftir jarðskjálfta.“ Viðgerðir hafi þó gengið vel. Sem sé eins gott, því um sé að ræða eina af fáum salernisaðstöðum fyrir ferðamenn á stóru svæði. „En jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó. Þetta er bara leir hérna undir. Þetta eru svona tvö, þrjú fet af gróðurþekju, og svo er bara leir, mjög þéttur leir, sem er eiginlega bara eins og steypa. Ferðamenn forðast svæðið Minna sé af ferðamönnum á svæðinu en áður. Á venjulegum degi í júlí megi búast við allt að 300 manns á klukkutíma. „Núna er bara brotabrot af því sem ætti að vera. Ég er svona að tengja það þessu kerfi Almannavarna og lögreglustjóra, að senda aðvaranir og upplýsa fólk. Því það er ekkert gáfulegt að vera á hér á ferðinni í þessum látum. Fólk hefur verið alveg felmtri slegið, komið hlaupandi niður úr fjöllunum. Það segir sig sjálft að það er bara hættulegt að vera þarna uppi,“ segir Óskar. Það voru fáir á ferð í Seltúni í Krýsuvík þegar fréttastofa mætti þangað um miðjan dag í dag. Landvörður tjáði fréttamanni að á venjulegum júlídegi væri vinstra bílastæðið alla jafna stútfullt af fólksbílum, og malarstæðið til hægri krökkt af rútum. Viðvaranir vegna skjálfta og eldgosahættu virtust bera árangur.Vísir/Arnar Mikið hafi verið um grjóthrun upp á síðkastið. Jarðskjálftinn sem reið yfir á sunnudagskvöld, sem var 5,2 að stærð, virðist þó hafa haft takmörkuð áhrif. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hérna í dag var að athuga hvort lagnirnar hefðu enn einu sinni hrokkið í sundur, því það er kvöð margra landvarða að hafa salernismálin í lagi, svona fjarri þéttbýlissvæðum.“ Og þær hafa sloppið núna? „Þær hafa sloppið, já. Í þetta sinn.“
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira