Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2023 23:07 Magnús Tumi segir sennilegt að kvikan komi hraðar upp en áður og sé gasríkari en áður. Vísir/Vilhelm Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna greindi frá því á fundinum að ákveðið hafi verið að loka fyrir aðgengi fólks að gossvæðinu, hættulegt sé að vera þar vegna gasmengunar. Þá biðlaði hún til fólks sem þegar hafði gert sér leið þangað að snúa aftur. Minnir á gosið í Holuhrauni en er þó stærra Magnús Tumi , prófessor í jarðeðlisfræði, sagði um að ræða mikið stærra gos en árin 2021 og 2022 enn sem komið er. Gæti það verið tíu sinnum stærra en upphaf fyrsta gossins árið 2021 og þrisvar til fjórum sinnum stærra en gosið í Meradölum í fyrra. Magnús segir gasmökkinn frá gosinu minna sig á eldgosið í Holuhrauni árið 2014.Skjáskot Magnús sagði greinilegt að gosið væri að þróast mjög mikið. Til að mynda leggi mikinn gasmökk frá gosinu og sé hann margfaldur á við hin gosin. Þar komi líklega tvennt til, Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp og sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp. Magnús segir að gasmökkurinn minni töluvert á það sem hann sá í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þá sagði Magnús það geta verið mjög hættulegt að nálgast gosið. Þess vegna eigi enginn erindi þarna nema með fullkominn búnað til að verjast gasi, sem ferðamenn hafi ekki. Hann sagðu lögregluna hafa tekið hárrétta ákvörðun á þessum tímapunkti um að loka svæðinu. Kristín sagði hættusvæðið vera stórt.Skjáskot Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur og deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta hjá Veðurstofunni, sagði hættusvæðið vera töluvert stórt og stærra en hraunsprungan því taka þurfi inn í myndina hvar hraunið komi til með að flæða og að kvikugangurinn sé lengri en gossprungan. Talið sé að hann nái að Keili og líklega undir Keili. Elín sagði veðuraðstæður hvað gasið varðar muni batna síðdegis á morgun og annað kvöld.Skjáskot Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, árétti að mjög mikil gasmengun komi frá þessu gosi og ítrekaði að fólk eigi að fylgja lokunum og viðvörunum almannavarna. Þá sagði hún að veðrið á morgun verði svipað fram á síðdegi og annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Þá verði því mikið betri aðstæður hvað gasið varðar.
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna greindi frá því á fundinum að ákveðið hafi verið að loka fyrir aðgengi fólks að gossvæðinu, hættulegt sé að vera þar vegna gasmengunar. Þá biðlaði hún til fólks sem þegar hafði gert sér leið þangað að snúa aftur. Minnir á gosið í Holuhrauni en er þó stærra Magnús Tumi , prófessor í jarðeðlisfræði, sagði um að ræða mikið stærra gos en árin 2021 og 2022 enn sem komið er. Gæti það verið tíu sinnum stærra en upphaf fyrsta gossins árið 2021 og þrisvar til fjórum sinnum stærra en gosið í Meradölum í fyrra. Magnús segir gasmökkinn frá gosinu minna sig á eldgosið í Holuhrauni árið 2014.Skjáskot Magnús sagði greinilegt að gosið væri að þróast mjög mikið. Til að mynda leggi mikinn gasmökk frá gosinu og sé hann margfaldur á við hin gosin. Þar komi líklega tvennt til, Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp og sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp. Magnús segir að gasmökkurinn minni töluvert á það sem hann sá í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þá sagði Magnús það geta verið mjög hættulegt að nálgast gosið. Þess vegna eigi enginn erindi þarna nema með fullkominn búnað til að verjast gasi, sem ferðamenn hafi ekki. Hann sagðu lögregluna hafa tekið hárrétta ákvörðun á þessum tímapunkti um að loka svæðinu. Kristín sagði hættusvæðið vera stórt.Skjáskot Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur og deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta hjá Veðurstofunni, sagði hættusvæðið vera töluvert stórt og stærra en hraunsprungan því taka þurfi inn í myndina hvar hraunið komi til með að flæða og að kvikugangurinn sé lengri en gossprungan. Talið sé að hann nái að Keili og líklega undir Keili. Elín sagði veðuraðstæður hvað gasið varðar muni batna síðdegis á morgun og annað kvöld.Skjáskot Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, árétti að mjög mikil gasmengun komi frá þessu gosi og ítrekaði að fólk eigi að fylgja lokunum og viðvörunum almannavarna. Þá sagði hún að veðrið á morgun verði svipað fram á síðdegi og annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Þá verði því mikið betri aðstæður hvað gasið varðar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira