Gulla Ólafsdóttir, eiginkona Jóns, greinir frá nafninu í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún minnist hans.
„Við fjölskyldan sitjum hér saman í sárum og skiljum ekki hversu ósanngjarnt lífið getur verið. Hann Jónbi var hvort í senn hvers manns hugljúfi og hrókur alls fagnaðar. Hans er sárt og innilega saknað.“
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins en tildrög þess eru í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi.