Kópavogsbæ gert að greiða syni Þorsteins Hjaltested 1,4 milljarða Atli Ísleifsson og Árni Sæberg skrifa 7. júlí 2023 13:03 Hinn 28. maí 2018 var Kópavogsbæ birt stefna af hálfu Þorsteins heitins Hjaltested, þáverandi ábúanda jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Kópavogsbæ til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, syni Þorsteins Hjaltested heitins 1,4 milljarða króna ásamt vöxtum í deilum um Vatnsendaland. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag en Kópavogsbær greinir frá þessu í tilkynningu. Í dómi var einnig viðurkennd skylda Kópavogsbæjar til að greiða skaðabætur vegna tapaðra árlegra leigutekna af þrjú hundruð lóðum undir sérbýli í landi Vatnsenda. Í tilkynningunni segir að hinn 28. maí 2018 hafi Kópavogsbæ verið birt stefna af hálfu Þorsteins heitins Hjaltested, þáverandi ábúanda jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi. „Í málinu gerði stefnandi þær dómkröfur að Kópavogsbær greiddi honum frekari eignarnámsbætur vegna eignarnáms bæjarins á landi úr Vatnsenda árið 2007. Aðalkrafa stefnanda var að fjárhæð kr. 5.631.000.000 og til viðbótar var gerð krafa um viðurkenningu á tilteknum réttindum sem byggt er á að leiði af eignarnámssátt frá 30. janúar 2007. Málið var þingfest 30. maí 2018. Undir rekstri málsins tók tók sonur Þorsteins, Magnús Pétur Hjaltested, við aðild málsins til sóknar ásamt dánarbúi Þorsteins. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Samkvæmt dóminum ber Kópavogsbæ að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, 1.400.000.000 króna ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. janúar 2013 til 7. júlí 2023 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá var viðurkennd skylda Kópavogsbæjar til að greiða skaðabætur vegna tapaðra árlegra leigutekna af 300 lóðum undir sérbýli í landi Vatnsenda. Loks var viðurkennt að Kópavogsbæ bæri að inna af hendi eftirfarandi skyldur: Skipuleggja byggingarreit undir fjögur einbýlishús ásamt byggingarreit fyrir skemmu og hesthús í heimalandi Vatnsendabýli Skipuleggja fjórar lóðir sem komi í stað lóðarinnar Vatnsendablettur 134. Skipuleggja tvær lóðir sem komi í stað lóðarinnar Vatnsendablettur 241a. Að veita Magnúsi Pétri einkaafnotarétt til haustbeitar fyrir sauðfé innan Lækjarbotnalands frá Fossvallarétt og ofan hennar. Greiða kostnað við stofnun lóða í heimalandi Vatnsendabýlis, á Vatnsendabletti 134 og á Vatnsendabletti 241,“ segir í tilkynningunni. Málið eitt það umfangsmesta í íslenskri réttarsögu Óhætt er að fullyrða að deilur um jörðina Vatnsenda hafi leitt af sér eitt umfangsmesta dómsmál íslenskrar réttarsögu. Jörðin náði upphaflega yfir gríðarlegt landflæmi á höfuðborgarsvæðinu, eða allt frá Seltjarnarnesi upp að Bláfjöllum. Deilurnar hafa staðið yfir í rúmlega fimmtíu ár og hafa leitt af sér fjöldan allan af dómum, þar af marga sem taldir eru meðal þeirra mikilvægustu í íslenskum eignarrétti. Óhefðbundin erfðaskrá hefur valdið usla Réttarstaða handhafa eignarréttinda að jörðinni, beinum sem óbeinum er mjög flókin. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingalands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Ættingjar vildu 75 milljarða Sem áður segir hefur því verið slegið föstu að dánarbú Sigurðar Hjaltested er raunverulegur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Þess vegna hafa erfingjar Sigurðar reynt að sækja bætur frá Kópavogsbæ upp á heila 75 milljarða króna vegna eignarnáms árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Í maí síðastliðnum komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að kröfur vegna áranna 1992, 1998, 2000 væru fyrndar og að krafa vegna ársins 2007 bakaði Kópavogsbæ enga bótaskyldu. Í dómi Hæstaréttar segir að beinn eignarréttur Vatnsenda, sem Sigurður hefði hlotið með erfðaskránni frá 1938, hefði verið formlegs eðlis án fjárgildis og því verðlaus í höndum rétthafans frá upphafi. Rétturinn sem nú væri á höndum dánarbúsins yrði því ekki metinn til fjár á peningalegan mælikvarða og hefðu áfrýjendur því ekki orðið fyrir fjártjóni við eignarnámið 2007. Var Kópavogsbær því sýknaður af kröfum áfrýjenda. Varð tvisvar skattakóngur Til marks um það hversu miklir fjármunir eru í húfi vegna jarðarinnar má benda á það að Þorsteinn Hjaltested, sem lést árið 2018 aðeins 58 ára ára gmall, varð tvisvar skattakóngur Íslands vegna greiðslna sem hann fékk eftir eignarnám. Áður en Þorsteinn lést tók Kópavogsbær hundruð hektara af jörðinni eignarnámi og greiddi Þorsteini 2,25 milljarða í eignarnámsbætur. Í kjölfar eignarnámsins var hann skattakóngur Íslands árin 2010 og 2011. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Dómsmál Tengdar fréttir Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3. júní 2022 14:05 Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í héraði í dag en Kópavogsbær greinir frá þessu í tilkynningu. Í dómi var einnig viðurkennd skylda Kópavogsbæjar til að greiða skaðabætur vegna tapaðra árlegra leigutekna af þrjú hundruð lóðum undir sérbýli í landi Vatnsenda. Í tilkynningunni segir að hinn 28. maí 2018 hafi Kópavogsbæ verið birt stefna af hálfu Þorsteins heitins Hjaltested, þáverandi ábúanda jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi. „Í málinu gerði stefnandi þær dómkröfur að Kópavogsbær greiddi honum frekari eignarnámsbætur vegna eignarnáms bæjarins á landi úr Vatnsenda árið 2007. Aðalkrafa stefnanda var að fjárhæð kr. 5.631.000.000 og til viðbótar var gerð krafa um viðurkenningu á tilteknum réttindum sem byggt er á að leiði af eignarnámssátt frá 30. janúar 2007. Málið var þingfest 30. maí 2018. Undir rekstri málsins tók tók sonur Þorsteins, Magnús Pétur Hjaltested, við aðild málsins til sóknar ásamt dánarbúi Þorsteins. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Samkvæmt dóminum ber Kópavogsbæ að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, 1.400.000.000 króna ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. janúar 2013 til 7. júlí 2023 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá var viðurkennd skylda Kópavogsbæjar til að greiða skaðabætur vegna tapaðra árlegra leigutekna af 300 lóðum undir sérbýli í landi Vatnsenda. Loks var viðurkennt að Kópavogsbæ bæri að inna af hendi eftirfarandi skyldur: Skipuleggja byggingarreit undir fjögur einbýlishús ásamt byggingarreit fyrir skemmu og hesthús í heimalandi Vatnsendabýli Skipuleggja fjórar lóðir sem komi í stað lóðarinnar Vatnsendablettur 134. Skipuleggja tvær lóðir sem komi í stað lóðarinnar Vatnsendablettur 241a. Að veita Magnúsi Pétri einkaafnotarétt til haustbeitar fyrir sauðfé innan Lækjarbotnalands frá Fossvallarétt og ofan hennar. Greiða kostnað við stofnun lóða í heimalandi Vatnsendabýlis, á Vatnsendabletti 134 og á Vatnsendabletti 241,“ segir í tilkynningunni. Málið eitt það umfangsmesta í íslenskri réttarsögu Óhætt er að fullyrða að deilur um jörðina Vatnsenda hafi leitt af sér eitt umfangsmesta dómsmál íslenskrar réttarsögu. Jörðin náði upphaflega yfir gríðarlegt landflæmi á höfuðborgarsvæðinu, eða allt frá Seltjarnarnesi upp að Bláfjöllum. Deilurnar hafa staðið yfir í rúmlega fimmtíu ár og hafa leitt af sér fjöldan allan af dómum, þar af marga sem taldir eru meðal þeirra mikilvægustu í íslenskum eignarrétti. Óhefðbundin erfðaskrá hefur valdið usla Réttarstaða handhafa eignarréttinda að jörðinni, beinum sem óbeinum er mjög flókin. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingalands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Ættingjar vildu 75 milljarða Sem áður segir hefur því verið slegið föstu að dánarbú Sigurðar Hjaltested er raunverulegur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Þess vegna hafa erfingjar Sigurðar reynt að sækja bætur frá Kópavogsbæ upp á heila 75 milljarða króna vegna eignarnáms árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Í maí síðastliðnum komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að kröfur vegna áranna 1992, 1998, 2000 væru fyrndar og að krafa vegna ársins 2007 bakaði Kópavogsbæ enga bótaskyldu. Í dómi Hæstaréttar segir að beinn eignarréttur Vatnsenda, sem Sigurður hefði hlotið með erfðaskránni frá 1938, hefði verið formlegs eðlis án fjárgildis og því verðlaus í höndum rétthafans frá upphafi. Rétturinn sem nú væri á höndum dánarbúsins yrði því ekki metinn til fjár á peningalegan mælikvarða og hefðu áfrýjendur því ekki orðið fyrir fjártjóni við eignarnámið 2007. Var Kópavogsbær því sýknaður af kröfum áfrýjenda. Varð tvisvar skattakóngur Til marks um það hversu miklir fjármunir eru í húfi vegna jarðarinnar má benda á það að Þorsteinn Hjaltested, sem lést árið 2018 aðeins 58 ára ára gmall, varð tvisvar skattakóngur Íslands vegna greiðslna sem hann fékk eftir eignarnám. Áður en Þorsteinn lést tók Kópavogsbær hundruð hektara af jörðinni eignarnámi og greiddi Þorsteini 2,25 milljarða í eignarnámsbætur. Í kjölfar eignarnámsins var hann skattakóngur Íslands árin 2010 og 2011. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Dómsmál Tengdar fréttir Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3. júní 2022 14:05 Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3. júní 2022 14:05
Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41