Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Lára Hrönn Hlynsdóttir og Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifa 7. júlí 2023 07:01 Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. Það er nokkuð algengur misskilningur að sjálfbærni snúist aðeins um náttúru og umhverfismál, þó þau séu vissulega ein af þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar. Hinar stoðirnar eru efnahagslíf og samfélagslegir þættir s.s. jafnrétti, heilsa, velferð og menning. Þessar þrjár stoðir tengjast innbyrðis og spila saman. Á síðustu árum hefur sjálfbærnihugtakið þróast enda er það óumflýjanleg staðreynd að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau mörk sem náttúra Jarðarinnar setur okkur. Það að vera sjálfbær snýst því um að búa til félagsleg og efnahagsleg kerfi sem eru ekki skaðleg náttúrunni og tryggja þannig lífsgæði okkar og framtíðarkynslóða. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru leiðarvísir fyrir ríki heims til að takast á við þær stóru áskoranir sem að okkur stafa, s.s. loftslagsvána, ójöfnuð, ófrið og fátækt. Þau leggja áherslu á að samþætta hinar þrjár meginstoðir sjálfbærni; náttúru og umhverfi, samfélag og efnahagslíf. Með heimsmarkmiðunum er einnig lögð áhersla á að engir hópar né einstaklingar verði skildir eftir þegar heimsmarkmiðin eru innleidd. Almennt gengur efnamestu ríkjum heims, Íslandi þar á meðal, vel að innleiða heimsmarkmiðin heima fyrir. Á Íslandi stöndum við nokkuð vel þegar kemur að jafnrétti, menntun og heilbrigðismálum, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar stöndum við okkur ekki eins vel þegar kemur að svokölluðum neikvæðum smitáhrifum (negative spillover effects) á önnur ríki eða svæði, en með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir landa hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra landa til að ná heimsmarkmiðunum. Smitáhrif verða t.d. þegar rík og neyslufrek samfélög eins og Ísland hafa neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi, efnahag og öryggi annarra landa með t.d. innflutningi okkar og neyslu. Ekki er nóg fyrir ríki að huga einungis að innleiðingu heimsmarkmiðanna innanlands heldur þarf einnig að vinna markvisst að því að minnka neikvæð smitáhrif svo þau skerði ekki tækifæri annarra landa, sér í lagi fátækari landa, til að ná heimsmarkmiðunum heima fyrir. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands vann nýlega úttekt á smitáhrifum Íslands að beiðni íslenskra stjórnvalda. Niðurstöður úttektarinnar sýna að helstu neikvæðu smitáhrif Íslands eru tengd mikilli neyslu og innflutningi auk þess sem hringrásarhagkerfið er enn óþroskað. Einnig benda nýlegar rannsóknir til að kolefnisspor Íslendinga sé með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn. Leitað var til sérfræðinga sem voru sammála um að mikið og þarft verk lægi fyrir stjórnvöldum til að ná utan um og vinna gegn neikvæðum smitáhrifum Íslands. Helstu verkefnin framundan eru að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun, auka rannsóknir og gagnaöflun um smitáhrif Íslands, efla hringrásarhagkerfi og minnka neyslu og hækka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Íslensk stjórnvöld hafa nú lagt aukna áherslu á að kortleggja og kynna smitáhrif Íslands. Í tengslum við það mun Ísland standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00. Fundurinn er haldinn í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og verður hægt að fylgjast með hliðarviðburðinum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands. Höfundar eru forstöðumaður og verkefnisstjóri Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. Það er nokkuð algengur misskilningur að sjálfbærni snúist aðeins um náttúru og umhverfismál, þó þau séu vissulega ein af þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar. Hinar stoðirnar eru efnahagslíf og samfélagslegir þættir s.s. jafnrétti, heilsa, velferð og menning. Þessar þrjár stoðir tengjast innbyrðis og spila saman. Á síðustu árum hefur sjálfbærnihugtakið þróast enda er það óumflýjanleg staðreynd að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau mörk sem náttúra Jarðarinnar setur okkur. Það að vera sjálfbær snýst því um að búa til félagsleg og efnahagsleg kerfi sem eru ekki skaðleg náttúrunni og tryggja þannig lífsgæði okkar og framtíðarkynslóða. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru leiðarvísir fyrir ríki heims til að takast á við þær stóru áskoranir sem að okkur stafa, s.s. loftslagsvána, ójöfnuð, ófrið og fátækt. Þau leggja áherslu á að samþætta hinar þrjár meginstoðir sjálfbærni; náttúru og umhverfi, samfélag og efnahagslíf. Með heimsmarkmiðunum er einnig lögð áhersla á að engir hópar né einstaklingar verði skildir eftir þegar heimsmarkmiðin eru innleidd. Almennt gengur efnamestu ríkjum heims, Íslandi þar á meðal, vel að innleiða heimsmarkmiðin heima fyrir. Á Íslandi stöndum við nokkuð vel þegar kemur að jafnrétti, menntun og heilbrigðismálum, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar stöndum við okkur ekki eins vel þegar kemur að svokölluðum neikvæðum smitáhrifum (negative spillover effects) á önnur ríki eða svæði, en með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir landa hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra landa til að ná heimsmarkmiðunum. Smitáhrif verða t.d. þegar rík og neyslufrek samfélög eins og Ísland hafa neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi, efnahag og öryggi annarra landa með t.d. innflutningi okkar og neyslu. Ekki er nóg fyrir ríki að huga einungis að innleiðingu heimsmarkmiðanna innanlands heldur þarf einnig að vinna markvisst að því að minnka neikvæð smitáhrif svo þau skerði ekki tækifæri annarra landa, sér í lagi fátækari landa, til að ná heimsmarkmiðunum heima fyrir. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands vann nýlega úttekt á smitáhrifum Íslands að beiðni íslenskra stjórnvalda. Niðurstöður úttektarinnar sýna að helstu neikvæðu smitáhrif Íslands eru tengd mikilli neyslu og innflutningi auk þess sem hringrásarhagkerfið er enn óþroskað. Einnig benda nýlegar rannsóknir til að kolefnisspor Íslendinga sé með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn. Leitað var til sérfræðinga sem voru sammála um að mikið og þarft verk lægi fyrir stjórnvöldum til að ná utan um og vinna gegn neikvæðum smitáhrifum Íslands. Helstu verkefnin framundan eru að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun, auka rannsóknir og gagnaöflun um smitáhrif Íslands, efla hringrásarhagkerfi og minnka neyslu og hækka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Íslensk stjórnvöld hafa nú lagt aukna áherslu á að kortleggja og kynna smitáhrif Íslands. Í tengslum við það mun Ísland standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00. Fundurinn er haldinn í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og verður hægt að fylgjast með hliðarviðburðinum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands. Höfundar eru forstöðumaður og verkefnisstjóri Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun