Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Lára Hrönn Hlynsdóttir og Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifa 7. júlí 2023 07:01 Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. Það er nokkuð algengur misskilningur að sjálfbærni snúist aðeins um náttúru og umhverfismál, þó þau séu vissulega ein af þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar. Hinar stoðirnar eru efnahagslíf og samfélagslegir þættir s.s. jafnrétti, heilsa, velferð og menning. Þessar þrjár stoðir tengjast innbyrðis og spila saman. Á síðustu árum hefur sjálfbærnihugtakið þróast enda er það óumflýjanleg staðreynd að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau mörk sem náttúra Jarðarinnar setur okkur. Það að vera sjálfbær snýst því um að búa til félagsleg og efnahagsleg kerfi sem eru ekki skaðleg náttúrunni og tryggja þannig lífsgæði okkar og framtíðarkynslóða. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru leiðarvísir fyrir ríki heims til að takast á við þær stóru áskoranir sem að okkur stafa, s.s. loftslagsvána, ójöfnuð, ófrið og fátækt. Þau leggja áherslu á að samþætta hinar þrjár meginstoðir sjálfbærni; náttúru og umhverfi, samfélag og efnahagslíf. Með heimsmarkmiðunum er einnig lögð áhersla á að engir hópar né einstaklingar verði skildir eftir þegar heimsmarkmiðin eru innleidd. Almennt gengur efnamestu ríkjum heims, Íslandi þar á meðal, vel að innleiða heimsmarkmiðin heima fyrir. Á Íslandi stöndum við nokkuð vel þegar kemur að jafnrétti, menntun og heilbrigðismálum, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar stöndum við okkur ekki eins vel þegar kemur að svokölluðum neikvæðum smitáhrifum (negative spillover effects) á önnur ríki eða svæði, en með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir landa hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra landa til að ná heimsmarkmiðunum. Smitáhrif verða t.d. þegar rík og neyslufrek samfélög eins og Ísland hafa neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi, efnahag og öryggi annarra landa með t.d. innflutningi okkar og neyslu. Ekki er nóg fyrir ríki að huga einungis að innleiðingu heimsmarkmiðanna innanlands heldur þarf einnig að vinna markvisst að því að minnka neikvæð smitáhrif svo þau skerði ekki tækifæri annarra landa, sér í lagi fátækari landa, til að ná heimsmarkmiðunum heima fyrir. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands vann nýlega úttekt á smitáhrifum Íslands að beiðni íslenskra stjórnvalda. Niðurstöður úttektarinnar sýna að helstu neikvæðu smitáhrif Íslands eru tengd mikilli neyslu og innflutningi auk þess sem hringrásarhagkerfið er enn óþroskað. Einnig benda nýlegar rannsóknir til að kolefnisspor Íslendinga sé með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn. Leitað var til sérfræðinga sem voru sammála um að mikið og þarft verk lægi fyrir stjórnvöldum til að ná utan um og vinna gegn neikvæðum smitáhrifum Íslands. Helstu verkefnin framundan eru að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun, auka rannsóknir og gagnaöflun um smitáhrif Íslands, efla hringrásarhagkerfi og minnka neyslu og hækka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Íslensk stjórnvöld hafa nú lagt aukna áherslu á að kortleggja og kynna smitáhrif Íslands. Í tengslum við það mun Ísland standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00. Fundurinn er haldinn í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og verður hægt að fylgjast með hliðarviðburðinum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands. Höfundar eru forstöðumaður og verkefnisstjóri Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. Það er nokkuð algengur misskilningur að sjálfbærni snúist aðeins um náttúru og umhverfismál, þó þau séu vissulega ein af þremur meginstoðum sjálfbærrar þróunar. Hinar stoðirnar eru efnahagslíf og samfélagslegir þættir s.s. jafnrétti, heilsa, velferð og menning. Þessar þrjár stoðir tengjast innbyrðis og spila saman. Á síðustu árum hefur sjálfbærnihugtakið þróast enda er það óumflýjanleg staðreynd að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau mörk sem náttúra Jarðarinnar setur okkur. Það að vera sjálfbær snýst því um að búa til félagsleg og efnahagsleg kerfi sem eru ekki skaðleg náttúrunni og tryggja þannig lífsgæði okkar og framtíðarkynslóða. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru leiðarvísir fyrir ríki heims til að takast á við þær stóru áskoranir sem að okkur stafa, s.s. loftslagsvána, ójöfnuð, ófrið og fátækt. Þau leggja áherslu á að samþætta hinar þrjár meginstoðir sjálfbærni; náttúru og umhverfi, samfélag og efnahagslíf. Með heimsmarkmiðunum er einnig lögð áhersla á að engir hópar né einstaklingar verði skildir eftir þegar heimsmarkmiðin eru innleidd. Almennt gengur efnamestu ríkjum heims, Íslandi þar á meðal, vel að innleiða heimsmarkmiðin heima fyrir. Á Íslandi stöndum við nokkuð vel þegar kemur að jafnrétti, menntun og heilbrigðismálum, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar stöndum við okkur ekki eins vel þegar kemur að svokölluðum neikvæðum smitáhrifum (negative spillover effects) á önnur ríki eða svæði, en með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir landa hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra landa til að ná heimsmarkmiðunum. Smitáhrif verða t.d. þegar rík og neyslufrek samfélög eins og Ísland hafa neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi, efnahag og öryggi annarra landa með t.d. innflutningi okkar og neyslu. Ekki er nóg fyrir ríki að huga einungis að innleiðingu heimsmarkmiðanna innanlands heldur þarf einnig að vinna markvisst að því að minnka neikvæð smitáhrif svo þau skerði ekki tækifæri annarra landa, sér í lagi fátækari landa, til að ná heimsmarkmiðunum heima fyrir. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands vann nýlega úttekt á smitáhrifum Íslands að beiðni íslenskra stjórnvalda. Niðurstöður úttektarinnar sýna að helstu neikvæðu smitáhrif Íslands eru tengd mikilli neyslu og innflutningi auk þess sem hringrásarhagkerfið er enn óþroskað. Einnig benda nýlegar rannsóknir til að kolefnisspor Íslendinga sé með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn. Leitað var til sérfræðinga sem voru sammála um að mikið og þarft verk lægi fyrir stjórnvöldum til að ná utan um og vinna gegn neikvæðum smitáhrifum Íslands. Helstu verkefnin framundan eru að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun, auka rannsóknir og gagnaöflun um smitáhrif Íslands, efla hringrásarhagkerfi og minnka neyslu og hækka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Íslensk stjórnvöld hafa nú lagt aukna áherslu á að kortleggja og kynna smitáhrif Íslands. Í tengslum við það mun Ísland standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00. Fundurinn er haldinn í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og verður hægt að fylgjast með hliðarviðburðinum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands. Höfundar eru forstöðumaður og verkefnisstjóri Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar