Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2023 10:31 Dragan Nachevski er í djúpum skít. getty/Slavko Midzor TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. Í heimildamyndinni sést Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Herra Zhang og Nachevski hittust í á EM í janúar 2020. Þar viðraði herra Zhang möguleikann á að kínverskt lið tæki þátt í SEHA-deildinni, Meistaradeild Austur-Evrópu. Samtalið tók svo aðra stefnu þegar herra Zhang fór að tala um möguleikann á að græða á veðmálum en hann kvaðst hafa góð sambönd í asíska veðmálabransanum. Herra Zhang nefndi það svo að Nachevski gæti hjálpað til við hagræðingu úrslita sem formaður dómaranefndar EHF. „Ég veit hvað þú átt við. Þetta er mjög viðkvæmt. Það er mikið rætt um veðmál og hluti sem eru í gangi. En ég ætla ekki að flækjast í þetta, herra Zhang. Þar með er ekki sagt að ég sé hræddur en þetta er áhættusamt,“ sagði Nachevski. Hann sagði jafnframt að fyrirtækið SportRadar fylgdist með málum sem þessum í handboltanum en ef hann væri yngri og aðeins að elta peningana hefði hann verið til í tuskið. Herra Zhang bað Nachevski svo að nefna einhvern sem þekkti dómarana í handboltanum. „Þetta er hættulegt, sérstaklega þessa dagana. Athyglin á þessu er mikil,“ sagði Nachevski. Hann lauk samtalinu svo á því að segja að ekkert samtal hefði átt sér stað en herra Zhang þyrfti ekki að vera hræddur. TV 2 afhenti EHF myndband af samtali herra Zhangs og Nachevskis og í kjölfarið setti EHF Norður-Makedóníumanninn í bann. Handboltadómstóll EHF er með mál hans til rannsóknar. Nachevski neitar sök en sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt því hann hafi hitt meðlim í asísku veðmálamafíunni. Í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir kom í ljós um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars sonur Nachevskis, Gjorgij. Hann var settur til hliðar líkt og faðir sinn. Handbolti Fjölmiðlar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira
Í heimildamyndinni sést Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Herra Zhang og Nachevski hittust í á EM í janúar 2020. Þar viðraði herra Zhang möguleikann á að kínverskt lið tæki þátt í SEHA-deildinni, Meistaradeild Austur-Evrópu. Samtalið tók svo aðra stefnu þegar herra Zhang fór að tala um möguleikann á að græða á veðmálum en hann kvaðst hafa góð sambönd í asíska veðmálabransanum. Herra Zhang nefndi það svo að Nachevski gæti hjálpað til við hagræðingu úrslita sem formaður dómaranefndar EHF. „Ég veit hvað þú átt við. Þetta er mjög viðkvæmt. Það er mikið rætt um veðmál og hluti sem eru í gangi. En ég ætla ekki að flækjast í þetta, herra Zhang. Þar með er ekki sagt að ég sé hræddur en þetta er áhættusamt,“ sagði Nachevski. Hann sagði jafnframt að fyrirtækið SportRadar fylgdist með málum sem þessum í handboltanum en ef hann væri yngri og aðeins að elta peningana hefði hann verið til í tuskið. Herra Zhang bað Nachevski svo að nefna einhvern sem þekkti dómarana í handboltanum. „Þetta er hættulegt, sérstaklega þessa dagana. Athyglin á þessu er mikil,“ sagði Nachevski. Hann lauk samtalinu svo á því að segja að ekkert samtal hefði átt sér stað en herra Zhang þyrfti ekki að vera hræddur. TV 2 afhenti EHF myndband af samtali herra Zhangs og Nachevskis og í kjölfarið setti EHF Norður-Makedóníumanninn í bann. Handboltadómstóll EHF er með mál hans til rannsóknar. Nachevski neitar sök en sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt því hann hafi hitt meðlim í asísku veðmálamafíunni. Í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir kom í ljós um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars sonur Nachevskis, Gjorgij. Hann var settur til hliðar líkt og faðir sinn.
Handbolti Fjölmiðlar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira