Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2023 10:31 Dragan Nachevski er í djúpum skít. getty/Slavko Midzor TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. Í heimildamyndinni sést Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Herra Zhang og Nachevski hittust í á EM í janúar 2020. Þar viðraði herra Zhang möguleikann á að kínverskt lið tæki þátt í SEHA-deildinni, Meistaradeild Austur-Evrópu. Samtalið tók svo aðra stefnu þegar herra Zhang fór að tala um möguleikann á að græða á veðmálum en hann kvaðst hafa góð sambönd í asíska veðmálabransanum. Herra Zhang nefndi það svo að Nachevski gæti hjálpað til við hagræðingu úrslita sem formaður dómaranefndar EHF. „Ég veit hvað þú átt við. Þetta er mjög viðkvæmt. Það er mikið rætt um veðmál og hluti sem eru í gangi. En ég ætla ekki að flækjast í þetta, herra Zhang. Þar með er ekki sagt að ég sé hræddur en þetta er áhættusamt,“ sagði Nachevski. Hann sagði jafnframt að fyrirtækið SportRadar fylgdist með málum sem þessum í handboltanum en ef hann væri yngri og aðeins að elta peningana hefði hann verið til í tuskið. Herra Zhang bað Nachevski svo að nefna einhvern sem þekkti dómarana í handboltanum. „Þetta er hættulegt, sérstaklega þessa dagana. Athyglin á þessu er mikil,“ sagði Nachevski. Hann lauk samtalinu svo á því að segja að ekkert samtal hefði átt sér stað en herra Zhang þyrfti ekki að vera hræddur. TV 2 afhenti EHF myndband af samtali herra Zhangs og Nachevskis og í kjölfarið setti EHF Norður-Makedóníumanninn í bann. Handboltadómstóll EHF er með mál hans til rannsóknar. Nachevski neitar sök en sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt því hann hafi hitt meðlim í asísku veðmálamafíunni. Í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir kom í ljós um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars sonur Nachevskis, Gjorgij. Hann var settur til hliðar líkt og faðir sinn. Handbolti Fjölmiðlar Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Í heimildamyndinni sést Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Herra Zhang og Nachevski hittust í á EM í janúar 2020. Þar viðraði herra Zhang möguleikann á að kínverskt lið tæki þátt í SEHA-deildinni, Meistaradeild Austur-Evrópu. Samtalið tók svo aðra stefnu þegar herra Zhang fór að tala um möguleikann á að græða á veðmálum en hann kvaðst hafa góð sambönd í asíska veðmálabransanum. Herra Zhang nefndi það svo að Nachevski gæti hjálpað til við hagræðingu úrslita sem formaður dómaranefndar EHF. „Ég veit hvað þú átt við. Þetta er mjög viðkvæmt. Það er mikið rætt um veðmál og hluti sem eru í gangi. En ég ætla ekki að flækjast í þetta, herra Zhang. Þar með er ekki sagt að ég sé hræddur en þetta er áhættusamt,“ sagði Nachevski. Hann sagði jafnframt að fyrirtækið SportRadar fylgdist með málum sem þessum í handboltanum en ef hann væri yngri og aðeins að elta peningana hefði hann verið til í tuskið. Herra Zhang bað Nachevski svo að nefna einhvern sem þekkti dómarana í handboltanum. „Þetta er hættulegt, sérstaklega þessa dagana. Athyglin á þessu er mikil,“ sagði Nachevski. Hann lauk samtalinu svo á því að segja að ekkert samtal hefði átt sér stað en herra Zhang þyrfti ekki að vera hræddur. TV 2 afhenti EHF myndband af samtali herra Zhangs og Nachevskis og í kjölfarið setti EHF Norður-Makedóníumanninn í bann. Handboltadómstóll EHF er með mál hans til rannsóknar. Nachevski neitar sök en sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt því hann hafi hitt meðlim í asísku veðmálamafíunni. Í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir kom í ljós um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars sonur Nachevskis, Gjorgij. Hann var settur til hliðar líkt og faðir sinn.
Handbolti Fjölmiðlar Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira