Komst í 17.500 feta hæð á svifflugvél í sérstökum skilyrðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. júlí 2023 00:06 Bólstraskýin eru ákaflega falleg. Myndina tók Ásgeir í 17.500 feta hæð. Ásgeir Bjarnason Á þriðjudag mynduðust sérstök veðurskilyrði á Sandskeiði þannig að svifflugmenn drifu sig af stað. Ásgeir Bjarnason læknir komst í 17.500 feta hæð. „Í 17 þúsund fetum er maður ekki fyrir neinum farþegavélum. Þær eru allar langt langt fyrir neðan, annað hvort í flugtaki eða lendingu,“ segir Ásgeir sem hefur flogið svifflugvél síðan árið 1968 þegar hann var gutti. Á þriðjudag kom norðan rok sem gaf góðar fjallabylgjur með réttum hitaskilyrðum. Það þurfa að vera svokölluð hitahvörf á einhverjum stað, þá koma upp meiri sveiflur í loftmassanum. Ásgeir segir að svifflugmenn geti komist ansi hátt við þessar aðstæður, til dæmis í Suður Ameríku þar sem eru mjög há fjöll. Þá komast menn í sömu hæð og farþegaþotur. Svona háum fjöllum sé hins vegar ekki til að dreifa hérna á Íslandi og því komast menn mest í 17 til 20 þúsund fet. Sem er þó mjög hátt. Jón Atli, Steini Tótu og Ásgeir.RAX „Maður þarf að vera með súrefni og athuga súrefnismettunina í fingrunum á leiðinni upp til að sjá hvort það sé ekki örugglega allt í lagi,“ segir Ásgeir. „Við erum með góðar súrefnisgræjur, sem skammta súrefni þegar við öndum inn. Þá endist flaskan lengur.“ Að sögn Ásgeirs eru bestu svæðin Við Kjalarnes og austur við Esjuna. Þegar svona skilyrði myndast drífa svifflugmenn sig af stað til að komast hátt. Þegar ljósmyndarann Ragnar Axelsson (RAX) bar að garði voru auk Ásgeirs á Sandskeiði flugmaðurinn Steini Tótu frá Vestmannaeyjum og Jón Atli Ólafsson sem dró svifflugvélarnar á gamalli áburðarflugvél. Eins og heima í stofu Ásgeir segir að skýin hafi svolítið verið að hamla fluginu en svifflugmenn passa sig á því að fljúga ekki blindflug. Þá var einnig töluverð ókyrrð í loftinu. Neðst í bylgjustreyminu er svokallaður rotor, það er að loftið snýst í hringi næst jörðinni og myndar ókyrrðina. Áburðarvélin dregur svifflugvélina.RAX „Þegar maður er kominn upp fyrir það er loftið algjörlega kyrrt. Þess vegna eru bylgjuskýin svona slétt og falleg. Loftstraumurinn er algjörlega án ókyrrðar. Þegar maður er kominn upp fyrir er þetta eins og að sitja í stól heima í stofu,“ segir Ásgeir. Aldrei lent í háska Þrátt fyrir að hafa verið lengi í svifflugi segist hann aldrei hafa lent í neinum háska. „Maður passar sig og tekur enga sjénsa,“ segir hann. Ásgeir segir svifflugmennina hjá Svifflugfélagi Íslands vel útbúna. Í öllum vélunum séu ratsjársvarar til að flugstjórnin sjái hvar þær eru, í hvaða hæð og á hvaða hraða. Flugmennirnir þurfa að tala við flugstjórnina til að fá heimild til að fara upp í vissar hæðir. Auk þess sjá farþegaflugvélar ratsjársvarana í sínum flugrekstrarvarnarskjám. Jón Atli hefur flogið síðan árið 1968.RAX Rótorinn í skýjunum.RAX RAX Ásgeir og Steini Tótu.RAX Fréttir af flugi RAX Kópavogur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Sjá meira
„Í 17 þúsund fetum er maður ekki fyrir neinum farþegavélum. Þær eru allar langt langt fyrir neðan, annað hvort í flugtaki eða lendingu,“ segir Ásgeir sem hefur flogið svifflugvél síðan árið 1968 þegar hann var gutti. Á þriðjudag kom norðan rok sem gaf góðar fjallabylgjur með réttum hitaskilyrðum. Það þurfa að vera svokölluð hitahvörf á einhverjum stað, þá koma upp meiri sveiflur í loftmassanum. Ásgeir segir að svifflugmenn geti komist ansi hátt við þessar aðstæður, til dæmis í Suður Ameríku þar sem eru mjög há fjöll. Þá komast menn í sömu hæð og farþegaþotur. Svona háum fjöllum sé hins vegar ekki til að dreifa hérna á Íslandi og því komast menn mest í 17 til 20 þúsund fet. Sem er þó mjög hátt. Jón Atli, Steini Tótu og Ásgeir.RAX „Maður þarf að vera með súrefni og athuga súrefnismettunina í fingrunum á leiðinni upp til að sjá hvort það sé ekki örugglega allt í lagi,“ segir Ásgeir. „Við erum með góðar súrefnisgræjur, sem skammta súrefni þegar við öndum inn. Þá endist flaskan lengur.“ Að sögn Ásgeirs eru bestu svæðin Við Kjalarnes og austur við Esjuna. Þegar svona skilyrði myndast drífa svifflugmenn sig af stað til að komast hátt. Þegar ljósmyndarann Ragnar Axelsson (RAX) bar að garði voru auk Ásgeirs á Sandskeiði flugmaðurinn Steini Tótu frá Vestmannaeyjum og Jón Atli Ólafsson sem dró svifflugvélarnar á gamalli áburðarflugvél. Eins og heima í stofu Ásgeir segir að skýin hafi svolítið verið að hamla fluginu en svifflugmenn passa sig á því að fljúga ekki blindflug. Þá var einnig töluverð ókyrrð í loftinu. Neðst í bylgjustreyminu er svokallaður rotor, það er að loftið snýst í hringi næst jörðinni og myndar ókyrrðina. Áburðarvélin dregur svifflugvélina.RAX „Þegar maður er kominn upp fyrir það er loftið algjörlega kyrrt. Þess vegna eru bylgjuskýin svona slétt og falleg. Loftstraumurinn er algjörlega án ókyrrðar. Þegar maður er kominn upp fyrir er þetta eins og að sitja í stól heima í stofu,“ segir Ásgeir. Aldrei lent í háska Þrátt fyrir að hafa verið lengi í svifflugi segist hann aldrei hafa lent í neinum háska. „Maður passar sig og tekur enga sjénsa,“ segir hann. Ásgeir segir svifflugmennina hjá Svifflugfélagi Íslands vel útbúna. Í öllum vélunum séu ratsjársvarar til að flugstjórnin sjái hvar þær eru, í hvaða hæð og á hvaða hraða. Flugmennirnir þurfa að tala við flugstjórnina til að fá heimild til að fara upp í vissar hæðir. Auk þess sjá farþegaflugvélar ratsjársvarana í sínum flugrekstrarvarnarskjám. Jón Atli hefur flogið síðan árið 1968.RAX Rótorinn í skýjunum.RAX RAX Ásgeir og Steini Tótu.RAX
Fréttir af flugi RAX Kópavogur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Sjá meira