Karl III krýndur konungur Skotlands Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2023 19:20 Hefð athafnarinnar má rekja allt til 1633 þegar Karl I Englandskonungur var einnig krýndur konungur Skotlands. Hann var síðan hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni 1653. Karl III hélt hins vegar höfði við athöfnina í dag. AP/Samir Hussein Karl III var í dag krýndur konungur Skotlands samkvæmt hefð sem nær allt aftur til sautjándu aldar þegar Karl I Englandskonungur var krýndur konungur Skotlands. Athöfnina má rekja allt aftur til ársins 1625 þegar Karl I var krýndur konungur í Westminster dómkirkjunni í Lundúnum. Þá krafðist skoska þingið þess að einnig yrði krýningarahöfn í Skotlandi og fór hún fram átta árum síðar eða 1633. Hefðin hélst allt til ársins 1822 og var ekki tekin upp aftur fyrr árið 1953 þegar Elísabet II móðir Karls var krýnd drottning árið 1953. Það er merkileg tilviljun að hefðin hafi byrjað nafna núverandi konungs því hann varð hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni í Englandi þegar Oliver Cromwell tók völdin 1653. Vilhjálmur krónprins og Katrín krónprinsessa voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í dag.Getty/Samir Hussein Í dag var hins vegar farin var skrúðganga á eftir bíl konungshjónanna og krónprinshjónanna frá Holyrood kastala, sem er höll konungs í Edinborg, að dómkirkju borgarinnar þar sem athöfnin fór fram. Fyrir utan mátti heyra í mótmælendum sem hrópuðu að Karl væri ekki þeirra konungur, en aðeins tæplega helmingur Skota styður konungsdæmið. Athöfnin sjálf fólst í því að krúnudjásn Skota voru afhent Karli og þar með var hann formlega orðinn konungur alls Stóra Bretlands. Fyrst var honum afhent sverð sem varð að vísu eftirlíking því upprunalega sverðið er svo slitið að menn hætta ekki á að hreyfa það. Það var létt yfir Karli III og Kamillu drottningu við athöfnina í dag. Karl heldur eins og móðir hans mikið upp á Skotland.AP/Samir Hussein Með afhendingu krúnudjásnanna eru Skotar með táknrænum hætti að sverja honum hollustu og hann heitir hollustu við skosku þjóðina í svörum sínum. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sverðs,“ var sagt við afhendingu sverðsins. „Ég heiti því með viðtöku þessa sverðs, með Guðs hjálp,“ svaraði Karl. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sprota.“ „Ég heiti því með viðtöku þessa sprota, með Guðs hjálp.“ „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessarar kórónu.“ „Ég heiti því með viðtöku þessarar kórónu, með Guðs hjálp,“ sagði Karl III loks fullkrýndur konungur alls Stóra Bretlands Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14 Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01 Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Athöfnina má rekja allt aftur til ársins 1625 þegar Karl I var krýndur konungur í Westminster dómkirkjunni í Lundúnum. Þá krafðist skoska þingið þess að einnig yrði krýningarahöfn í Skotlandi og fór hún fram átta árum síðar eða 1633. Hefðin hélst allt til ársins 1822 og var ekki tekin upp aftur fyrr árið 1953 þegar Elísabet II móðir Karls var krýnd drottning árið 1953. Það er merkileg tilviljun að hefðin hafi byrjað nafna núverandi konungs því hann varð hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni í Englandi þegar Oliver Cromwell tók völdin 1653. Vilhjálmur krónprins og Katrín krónprinsessa voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í dag.Getty/Samir Hussein Í dag var hins vegar farin var skrúðganga á eftir bíl konungshjónanna og krónprinshjónanna frá Holyrood kastala, sem er höll konungs í Edinborg, að dómkirkju borgarinnar þar sem athöfnin fór fram. Fyrir utan mátti heyra í mótmælendum sem hrópuðu að Karl væri ekki þeirra konungur, en aðeins tæplega helmingur Skota styður konungsdæmið. Athöfnin sjálf fólst í því að krúnudjásn Skota voru afhent Karli og þar með var hann formlega orðinn konungur alls Stóra Bretlands. Fyrst var honum afhent sverð sem varð að vísu eftirlíking því upprunalega sverðið er svo slitið að menn hætta ekki á að hreyfa það. Það var létt yfir Karli III og Kamillu drottningu við athöfnina í dag. Karl heldur eins og móðir hans mikið upp á Skotland.AP/Samir Hussein Með afhendingu krúnudjásnanna eru Skotar með táknrænum hætti að sverja honum hollustu og hann heitir hollustu við skosku þjóðina í svörum sínum. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sverðs,“ var sagt við afhendingu sverðsins. „Ég heiti því með viðtöku þessa sverðs, með Guðs hjálp,“ svaraði Karl. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sprota.“ „Ég heiti því með viðtöku þessa sprota, með Guðs hjálp.“ „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessarar kórónu.“ „Ég heiti því með viðtöku þessarar kórónu, með Guðs hjálp,“ sagði Karl III loks fullkrýndur konungur alls Stóra Bretlands
Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14 Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01 Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14
Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01
Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42