Karl III krýndur konungur Skotlands Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2023 19:20 Hefð athafnarinnar má rekja allt til 1633 þegar Karl I Englandskonungur var einnig krýndur konungur Skotlands. Hann var síðan hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni 1653. Karl III hélt hins vegar höfði við athöfnina í dag. AP/Samir Hussein Karl III var í dag krýndur konungur Skotlands samkvæmt hefð sem nær allt aftur til sautjándu aldar þegar Karl I Englandskonungur var krýndur konungur Skotlands. Athöfnina má rekja allt aftur til ársins 1625 þegar Karl I var krýndur konungur í Westminster dómkirkjunni í Lundúnum. Þá krafðist skoska þingið þess að einnig yrði krýningarahöfn í Skotlandi og fór hún fram átta árum síðar eða 1633. Hefðin hélst allt til ársins 1822 og var ekki tekin upp aftur fyrr árið 1953 þegar Elísabet II móðir Karls var krýnd drottning árið 1953. Það er merkileg tilviljun að hefðin hafi byrjað nafna núverandi konungs því hann varð hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni í Englandi þegar Oliver Cromwell tók völdin 1653. Vilhjálmur krónprins og Katrín krónprinsessa voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í dag.Getty/Samir Hussein Í dag var hins vegar farin var skrúðganga á eftir bíl konungshjónanna og krónprinshjónanna frá Holyrood kastala, sem er höll konungs í Edinborg, að dómkirkju borgarinnar þar sem athöfnin fór fram. Fyrir utan mátti heyra í mótmælendum sem hrópuðu að Karl væri ekki þeirra konungur, en aðeins tæplega helmingur Skota styður konungsdæmið. Athöfnin sjálf fólst í því að krúnudjásn Skota voru afhent Karli og þar með var hann formlega orðinn konungur alls Stóra Bretlands. Fyrst var honum afhent sverð sem varð að vísu eftirlíking því upprunalega sverðið er svo slitið að menn hætta ekki á að hreyfa það. Það var létt yfir Karli III og Kamillu drottningu við athöfnina í dag. Karl heldur eins og móðir hans mikið upp á Skotland.AP/Samir Hussein Með afhendingu krúnudjásnanna eru Skotar með táknrænum hætti að sverja honum hollustu og hann heitir hollustu við skosku þjóðina í svörum sínum. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sverðs,“ var sagt við afhendingu sverðsins. „Ég heiti því með viðtöku þessa sverðs, með Guðs hjálp,“ svaraði Karl. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sprota.“ „Ég heiti því með viðtöku þessa sprota, með Guðs hjálp.“ „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessarar kórónu.“ „Ég heiti því með viðtöku þessarar kórónu, með Guðs hjálp,“ sagði Karl III loks fullkrýndur konungur alls Stóra Bretlands Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14 Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01 Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Athöfnina má rekja allt aftur til ársins 1625 þegar Karl I var krýndur konungur í Westminster dómkirkjunni í Lundúnum. Þá krafðist skoska þingið þess að einnig yrði krýningarahöfn í Skotlandi og fór hún fram átta árum síðar eða 1633. Hefðin hélst allt til ársins 1822 og var ekki tekin upp aftur fyrr árið 1953 þegar Elísabet II móðir Karls var krýnd drottning árið 1953. Það er merkileg tilviljun að hefðin hafi byrjað nafna núverandi konungs því hann varð hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni í Englandi þegar Oliver Cromwell tók völdin 1653. Vilhjálmur krónprins og Katrín krónprinsessa voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í dag.Getty/Samir Hussein Í dag var hins vegar farin var skrúðganga á eftir bíl konungshjónanna og krónprinshjónanna frá Holyrood kastala, sem er höll konungs í Edinborg, að dómkirkju borgarinnar þar sem athöfnin fór fram. Fyrir utan mátti heyra í mótmælendum sem hrópuðu að Karl væri ekki þeirra konungur, en aðeins tæplega helmingur Skota styður konungsdæmið. Athöfnin sjálf fólst í því að krúnudjásn Skota voru afhent Karli og þar með var hann formlega orðinn konungur alls Stóra Bretlands. Fyrst var honum afhent sverð sem varð að vísu eftirlíking því upprunalega sverðið er svo slitið að menn hætta ekki á að hreyfa það. Það var létt yfir Karli III og Kamillu drottningu við athöfnina í dag. Karl heldur eins og móðir hans mikið upp á Skotland.AP/Samir Hussein Með afhendingu krúnudjásnanna eru Skotar með táknrænum hætti að sverja honum hollustu og hann heitir hollustu við skosku þjóðina í svörum sínum. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sverðs,“ var sagt við afhendingu sverðsins. „Ég heiti því með viðtöku þessa sverðs, með Guðs hjálp,“ svaraði Karl. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sprota.“ „Ég heiti því með viðtöku þessa sprota, með Guðs hjálp.“ „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessarar kórónu.“ „Ég heiti því með viðtöku þessarar kórónu, með Guðs hjálp,“ sagði Karl III loks fullkrýndur konungur alls Stóra Bretlands
Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14 Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01 Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14
Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01
Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42