Býst við skjálftum hátt í 6,3 að stærð Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. júlí 2023 13:43 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum býst við jarðskjálftum hátt í sex að stærð á næstu sólarhringum á Reykjanesskaga. Virknin á svæðinu er mjög sambærileg þeirri sem var í aðdraganda eldgossins á síðasta ári í Meradölum. „Það er nánast örugglega kvikuinnskot í gangi við Fagradalsfjall, á svipuðum slóðum og tvö síðustu gos. Þetta innskot er í gangi núna, byrjaði með djúpum skjálftum í gær sem hafa grynnkað upp í tvo til þrjá kílómetra. Einhver kvika er að nálgast yfirborðið,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. Hann segir kvikuna greinilega á leiðinni upp en óvíst hvort hún nái upp á yfirborð. „Við teljum samt sem áður talsverðar líkur á að það gerist og það verði eldgos,“ segir Benedikt enn fremur. Mesta hættan núna að hans sögn tengist jarðskjálftum og grjóthruni. Sérfræðingar hjá Veðurstofunni búast við skjálftum hátt í sex að stærð. „Í Brennisteinsfjöllum gætum við átt von á stórum skjálftum, sex, kannski 6,2, 6,3. Við gerum ráð fyrir að það geti gerst,“ segir Benedikt. Kæmi slíkur skjálfti til með að finnast mest á höfuðborgarsvæði og ætti fólk því að gera ráðstafanir. Enn er ekki búið að meta magn kvikunnar og aðlögun hennar. Benedikt segir fyrstu merki gefa til kynna að um lítið magn sé að ræða en betur megi meta það á næstu tveimur dögum. Varðandi staðsetningu goss segir Benedikt: „Það er lang líklegast að sprunga opnist milli Fagradalsfjalls og Keilis, kannski norðan við fyrri eldstöðvar. Það er ekki hægt að fullyrða um það en þetta er það sem við horfum á núna.“ Engin mannvirki eru í hættu, fyrst um sinn. Benedikt segir virknina núna mjög sambærilega þeirri sem var í aðdraganda goss í Meradölum í fyrra. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
„Það er nánast örugglega kvikuinnskot í gangi við Fagradalsfjall, á svipuðum slóðum og tvö síðustu gos. Þetta innskot er í gangi núna, byrjaði með djúpum skjálftum í gær sem hafa grynnkað upp í tvo til þrjá kílómetra. Einhver kvika er að nálgast yfirborðið,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. Hann segir kvikuna greinilega á leiðinni upp en óvíst hvort hún nái upp á yfirborð. „Við teljum samt sem áður talsverðar líkur á að það gerist og það verði eldgos,“ segir Benedikt enn fremur. Mesta hættan núna að hans sögn tengist jarðskjálftum og grjóthruni. Sérfræðingar hjá Veðurstofunni búast við skjálftum hátt í sex að stærð. „Í Brennisteinsfjöllum gætum við átt von á stórum skjálftum, sex, kannski 6,2, 6,3. Við gerum ráð fyrir að það geti gerst,“ segir Benedikt. Kæmi slíkur skjálfti til með að finnast mest á höfuðborgarsvæði og ætti fólk því að gera ráðstafanir. Enn er ekki búið að meta magn kvikunnar og aðlögun hennar. Benedikt segir fyrstu merki gefa til kynna að um lítið magn sé að ræða en betur megi meta það á næstu tveimur dögum. Varðandi staðsetningu goss segir Benedikt: „Það er lang líklegast að sprunga opnist milli Fagradalsfjalls og Keilis, kannski norðan við fyrri eldstöðvar. Það er ekki hægt að fullyrða um það en þetta er það sem við horfum á núna.“ Engin mannvirki eru í hættu, fyrst um sinn. Benedikt segir virknina núna mjög sambærilega þeirri sem var í aðdraganda goss í Meradölum í fyrra.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira