Lengsta regnbogagata landsins á Akranesi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. júlí 2023 21:01 Regnbogagatan á Akranesi setur litríkan svip á bæinn. Vísir/Vilhelm Lengsta regnbogagata landsins var máluð í miðbæ Akraness í gær. Forseti hinsegin Vesturlands segir mikilvægt sem aldrei fyrr að fagna fjölbreytileikanum. Helgina 20.-23. júlí fer fram Hinseginhátíð Vesturlands sem að þessu sinni verður haldin á Akranesi. Af því tilefni var gata í miðbænum máluð í öllum regnbogans litum. Fulltrúar frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem styðja við verkefnið hófu málningarvinnuna í veðurblíðunni á Akranesi í gær. Regnboginn nær frá Akratorgi að Merkigerði, alls 400 metra. Það gerir götuna að lengstu regnbogagötu landsins. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, segir sýnileikann gríðarlega mikilvægan. „Það er erfitt að koma út og finnast maður öðruvísi. Við þurfum að vera sýnileg til að fræða alla um hinseginleikann í heild, þannig að við getum fengið að vera þau sem við erum og líða vel í eigin skinni.” Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, er ánægð með nýju regnbogagötuna og vonar að hún sé komin til að vera. Vísir/Vilhelm Því miður hafi bakslag verið í baráttu hinsegin fólks síðustu ár. Guðrún segir að því sé enn mikilvægara að vera sýnileg og halda baráttunni áfram. Vonandi komin til að vera Hvernig hafa bæjarbúar brugðist við þessu framtaki, eru allir jákvæðir? „Já, rosalega vel. Við erum rosalega glöð og hlökkum mjög mikið til að halda hátíðina okkar. Við fáum bara góð viðbrögð.” Enn er talsvert í hátíðina en Guðrún hefur ekki áhyggjur af því að fáninn muni eyðast upp þangað til. „Þetta er rosalega vel málað og verður vonandi lengur en hátíðin. Vonandi til framtíðar.” Regnbogagata á AkranesiVísir/Vilhelm Akranes Hinsegin Styttur og útilistaverk Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Helgina 20.-23. júlí fer fram Hinseginhátíð Vesturlands sem að þessu sinni verður haldin á Akranesi. Af því tilefni var gata í miðbænum máluð í öllum regnbogans litum. Fulltrúar frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem styðja við verkefnið hófu málningarvinnuna í veðurblíðunni á Akranesi í gær. Regnboginn nær frá Akratorgi að Merkigerði, alls 400 metra. Það gerir götuna að lengstu regnbogagötu landsins. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, segir sýnileikann gríðarlega mikilvægan. „Það er erfitt að koma út og finnast maður öðruvísi. Við þurfum að vera sýnileg til að fræða alla um hinseginleikann í heild, þannig að við getum fengið að vera þau sem við erum og líða vel í eigin skinni.” Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, er ánægð með nýju regnbogagötuna og vonar að hún sé komin til að vera. Vísir/Vilhelm Því miður hafi bakslag verið í baráttu hinsegin fólks síðustu ár. Guðrún segir að því sé enn mikilvægara að vera sýnileg og halda baráttunni áfram. Vonandi komin til að vera Hvernig hafa bæjarbúar brugðist við þessu framtaki, eru allir jákvæðir? „Já, rosalega vel. Við erum rosalega glöð og hlökkum mjög mikið til að halda hátíðina okkar. Við fáum bara góð viðbrögð.” Enn er talsvert í hátíðina en Guðrún hefur ekki áhyggjur af því að fáninn muni eyðast upp þangað til. „Þetta er rosalega vel málað og verður vonandi lengur en hátíðin. Vonandi til framtíðar.” Regnbogagata á AkranesiVísir/Vilhelm
Akranes Hinsegin Styttur og útilistaverk Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira