Styrkleiki hversu margir eru af erlendu bergi brotnir Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2023 19:41 Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar. Vísir/Sigurjón Þótt skólakerfið í Reykjanesbæ hafi tekist á við miklar áskoranir með fjölgun flóttamanna í bæjarfélaginu, segir sviðsstjóri menntasviðs það einnig fela í sér styrkleika hversu margir nemenda eru af erlendu bergi brotnir. Í Reykjanesbæ eru starfræktir sjö grunnskólar og hefur grunnskólanemum á svæðinu fjölgað ört síðustu ár. Hefur bærinn þurft að reisa nýjar byggingar í takt við fjölgunina. Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar, segir að bærinn nái rétt að halda í við fjölgunina. „Við höfum verið að bregðast við með þeim hætti en það virðist ekkert lát vera á þessari fjölgun þannig við verðum að halda áfram að byggja. Þetta snýr ekki einungis að húsnæði heldur að fagfólki til að vinna störfin. Það hefur verið mikil áskorun að ná í fagfólk, gengið býsna vel en krefjandi verkefni,“ segir Helgi. Íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og eru fleiri og fleiri íbúar af erlendu bergi brotnir. Helgi segir það einnig endurspeglast í skólakerfinu. „Við lýtum á það sem styrkleika, ekki bara sem áskorun. Það er mikill styrkleiki sem við horfum á í því efni og erum mjög stolt af. Grunnstefna sveitarfélagsins heitir í krafti fjölbreytileikans og það er meðal annars eitt af leiðarljósum nýrrar menntastefnu sveitarfélagsins. Þannig við horfum til þess að börn sem koma með þekkingu og reynslu frá öðrum löndum eru auðlind inn í skólakerfið. Að sama skapi er það líka áskorun, það kallar á fjölbreyttari kennsluhætti og fleira í þeim dúr. Við erum svolítið að læra jafn óðum í þessu,“ segir Helgi. Hann þvertekur fyrir það að börn í bænum fái verri kennslu vegna fjölgunar nemenda með annað móðurmál en íslensku. „Það vil ég alls ekki meina, það er mjög blómlegt starf í leik- og grunnskólum hér í Reykjanesbæ og mjög öflugt þróunar- og skólastarf,“ segir Helgi. Skóla - og menntamál Reykjanesbær Börn og uppeldi Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Í Reykjanesbæ eru starfræktir sjö grunnskólar og hefur grunnskólanemum á svæðinu fjölgað ört síðustu ár. Hefur bærinn þurft að reisa nýjar byggingar í takt við fjölgunina. Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar, segir að bærinn nái rétt að halda í við fjölgunina. „Við höfum verið að bregðast við með þeim hætti en það virðist ekkert lát vera á þessari fjölgun þannig við verðum að halda áfram að byggja. Þetta snýr ekki einungis að húsnæði heldur að fagfólki til að vinna störfin. Það hefur verið mikil áskorun að ná í fagfólk, gengið býsna vel en krefjandi verkefni,“ segir Helgi. Íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og eru fleiri og fleiri íbúar af erlendu bergi brotnir. Helgi segir það einnig endurspeglast í skólakerfinu. „Við lýtum á það sem styrkleika, ekki bara sem áskorun. Það er mikill styrkleiki sem við horfum á í því efni og erum mjög stolt af. Grunnstefna sveitarfélagsins heitir í krafti fjölbreytileikans og það er meðal annars eitt af leiðarljósum nýrrar menntastefnu sveitarfélagsins. Þannig við horfum til þess að börn sem koma með þekkingu og reynslu frá öðrum löndum eru auðlind inn í skólakerfið. Að sama skapi er það líka áskorun, það kallar á fjölbreyttari kennsluhætti og fleira í þeim dúr. Við erum svolítið að læra jafn óðum í þessu,“ segir Helgi. Hann þvertekur fyrir það að börn í bænum fái verri kennslu vegna fjölgunar nemenda með annað móðurmál en íslensku. „Það vil ég alls ekki meina, það er mjög blómlegt starf í leik- og grunnskólum hér í Reykjanesbæ og mjög öflugt þróunar- og skólastarf,“ segir Helgi.
Skóla - og menntamál Reykjanesbær Börn og uppeldi Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira