Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 16:01 Sjúkraflutningamenn bera særðan Palestínumann í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum í dag. AP/Nasser Nasser Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. Hundruð ísraelskra hermanna studdir drónum úr lofti réðust á vígi herskárra sveita í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum snemma í morgun. Jarðýtur hafa rutt hermönnum leið í gegnum þröngar götu og skemmt hús. Íbúar í Jenín segja AP-fréttastofunni að rafmagn hafi verið tekið af sums staðar. Götubardagar á milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna hafa geisað. Palestínsk yfirvöld segja að átta séu látnir í það minnsta og tugi séu sárir. Ísraelsher segir sjö „hryðjuverkamenn“ látna. Richard Hecht, undirofursti og talsmaður Ísraeslhers, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hernaðaraðgerðin beinist að hryðjuverkamönnum í Jenín. Tilefnið sé tíðari árásir á Ísraela undanfarið. „Við erum í miðjum aðgerðum. Við erum ekki hér til þess að halda vígi eða vera um kyrrt. Við einbeitum okkur að ákveðnum skotmörkum í búðunum. Þannig að það gæti tekið klukkustundir eða kannski einn dag eða tvo, eins lengi og þarf til þess að uppræta það hugarfar að þetta sé öruggur staður fyrir hryðjuverkamenn,“ segir Hecht. Innrás en ekki hernaðaraðgerð Husam Zomlot, yfirmaður sendinefndar Palestínumanna í Bretlandi, segir BBC að um innrás sé að ræða frekar en hernaðaraðgerð. Gagnrýndi hann alþjóðsamfélagið fyrir að leyfa Ísraelum að komast upp með það. Bandaríkjastjórn segist fylgjast með atburðum á Vesturbakkanum en ítrekar stuðning sinn við rétt Ísraela til þess að verja sig. Lynn Hastings, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna, segist hafa áhyggjur af umfangi aðgerða Ísraelsmanna, sérstaklega drónaárásum á svo þéttbýlt svæði. Sameinuðu þjóðirnar ætli að senda hjálpargögn. BBC segir að aðgerð Ísraela beinist aðallega að hóp sem nefnist Jenínherdeildirnar. Það séu losarleg samtök ungra manna sem séu algerlega utan stjórnar palestínskra yfirvalda. Jenínherdeildirnar hafi beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum á landtökusvæðum gyðinga. Þær byggðir stríða gegn alþjóðalögum en ísraelsk stjórnvöld segja þær lögmætar. Landtökumenn og stuðningsmenn þeirra fara nú með leiðandi hlutverk í ríkisstjórn Ísraels og hafa krafist þess að herinn gangi harðar fram til þess að stöðva árásir Palestínumanna. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Hundruð ísraelskra hermanna studdir drónum úr lofti réðust á vígi herskárra sveita í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum snemma í morgun. Jarðýtur hafa rutt hermönnum leið í gegnum þröngar götu og skemmt hús. Íbúar í Jenín segja AP-fréttastofunni að rafmagn hafi verið tekið af sums staðar. Götubardagar á milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna hafa geisað. Palestínsk yfirvöld segja að átta séu látnir í það minnsta og tugi séu sárir. Ísraelsher segir sjö „hryðjuverkamenn“ látna. Richard Hecht, undirofursti og talsmaður Ísraeslhers, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hernaðaraðgerðin beinist að hryðjuverkamönnum í Jenín. Tilefnið sé tíðari árásir á Ísraela undanfarið. „Við erum í miðjum aðgerðum. Við erum ekki hér til þess að halda vígi eða vera um kyrrt. Við einbeitum okkur að ákveðnum skotmörkum í búðunum. Þannig að það gæti tekið klukkustundir eða kannski einn dag eða tvo, eins lengi og þarf til þess að uppræta það hugarfar að þetta sé öruggur staður fyrir hryðjuverkamenn,“ segir Hecht. Innrás en ekki hernaðaraðgerð Husam Zomlot, yfirmaður sendinefndar Palestínumanna í Bretlandi, segir BBC að um innrás sé að ræða frekar en hernaðaraðgerð. Gagnrýndi hann alþjóðsamfélagið fyrir að leyfa Ísraelum að komast upp með það. Bandaríkjastjórn segist fylgjast með atburðum á Vesturbakkanum en ítrekar stuðning sinn við rétt Ísraela til þess að verja sig. Lynn Hastings, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna, segist hafa áhyggjur af umfangi aðgerða Ísraelsmanna, sérstaklega drónaárásum á svo þéttbýlt svæði. Sameinuðu þjóðirnar ætli að senda hjálpargögn. BBC segir að aðgerð Ísraela beinist aðallega að hóp sem nefnist Jenínherdeildirnar. Það séu losarleg samtök ungra manna sem séu algerlega utan stjórnar palestínskra yfirvalda. Jenínherdeildirnar hafi beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum á landtökusvæðum gyðinga. Þær byggðir stríða gegn alþjóðalögum en ísraelsk stjórnvöld segja þær lögmætar. Landtökumenn og stuðningsmenn þeirra fara nú með leiðandi hlutverk í ríkisstjórn Ísraels og hafa krafist þess að herinn gangi harðar fram til þess að stöðva árásir Palestínumanna.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent