Áralöngu ferli lokið með samkomulagi eftir nokkurra vikna viðræður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2023 19:33 Við undirritun samkomulagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 á næsta ári, en línan á að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og skapa tækifæri til uppbyggingar. Eftir áralangt þras hafa Vogar og Landsnet komist að samkomulagi um framkvæmdina, að loknum snörpum viðræðum. Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi. Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn. Í samkomulaginu, sem var undirritað af forstjóra Landsnets og bæjarstjóra Voga, felst að Suðurnesjalína 2 verður loftlína, en þegar rekstur hennar hefst er stefnt að því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu á um fimm kílómetra kafla á millu Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við línu 2 á næsta ári. „Vonandi getum við klárað það ef vel gengur árið 2024, fyrir áramót þá,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur segir að vegferðin að samkomulaginu hafi verið löng og ströng. „Við erum búin að fara tvisvar í gegnum umhverfismat og verið með miklar viðræður í gangi. Það er mikil og vönduð vinna á bak við þetta. Þetta var niðurstaðan núna eftir talsvert margra ára vinnu, og vonandi ásættanleg fyrir alla aðila.“ Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Vísir/Steingrímur Dúi Komið til móts við bæinn Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að verkefnið komist í gang, enda er línunni ætlað að efla raforkuöryggi á Suðurnesjum. Miðla hafi þurft málum til að samkomulagið yrði að veruleika. „Þetta er afrakstur af góðu samtali sem hefur átt sér stað núna undanfarnar vikur á milli bæjaryfirvalda hér og Landsnets. Það liggur auðvitað í augum uppi að þegar samkomulag liggur á borðinu, þá felur það í sér sátt, og þar er tekið tillit til sjónarmiða beggja aðil,“ Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga.Vísir/Steingrímur Dúi Komið hafi verið til móts við meginsjónarmið bæjarins. „Sem hefur alla tíð verið það að draga sem mest úr áhrifum, sjónrænum áhrifum, af þessari framkvæmd.“ Þrátt fyrir áralangt ferli hafi viðræður um samkomulagið sem nú er á borðinu ekki verið langar. „Það er bara stundum þannig þegar aðilar setjast niður og eru lausnamiðaðir, þá kemur oft eitthvað gott úr úr því. Þetta er bara dæmi um það,“ segir Gunnar Axel. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi. Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn. Í samkomulaginu, sem var undirritað af forstjóra Landsnets og bæjarstjóra Voga, felst að Suðurnesjalína 2 verður loftlína, en þegar rekstur hennar hefst er stefnt að því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu á um fimm kílómetra kafla á millu Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við línu 2 á næsta ári. „Vonandi getum við klárað það ef vel gengur árið 2024, fyrir áramót þá,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur segir að vegferðin að samkomulaginu hafi verið löng og ströng. „Við erum búin að fara tvisvar í gegnum umhverfismat og verið með miklar viðræður í gangi. Það er mikil og vönduð vinna á bak við þetta. Þetta var niðurstaðan núna eftir talsvert margra ára vinnu, og vonandi ásættanleg fyrir alla aðila.“ Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Vísir/Steingrímur Dúi Komið til móts við bæinn Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að verkefnið komist í gang, enda er línunni ætlað að efla raforkuöryggi á Suðurnesjum. Miðla hafi þurft málum til að samkomulagið yrði að veruleika. „Þetta er afrakstur af góðu samtali sem hefur átt sér stað núna undanfarnar vikur á milli bæjaryfirvalda hér og Landsnets. Það liggur auðvitað í augum uppi að þegar samkomulag liggur á borðinu, þá felur það í sér sátt, og þar er tekið tillit til sjónarmiða beggja aðil,“ Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga.Vísir/Steingrímur Dúi Komið hafi verið til móts við meginsjónarmið bæjarins. „Sem hefur alla tíð verið það að draga sem mest úr áhrifum, sjónrænum áhrifum, af þessari framkvæmd.“ Þrátt fyrir áralangt ferli hafi viðræður um samkomulagið sem nú er á borðinu ekki verið langar. „Það er bara stundum þannig þegar aðilar setjast niður og eru lausnamiðaðir, þá kemur oft eitthvað gott úr úr því. Þetta er bara dæmi um það,“ segir Gunnar Axel.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30