Páfagaukar geta nú hringt í vini sína Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. júlí 2023 14:30 Grænir páfagaukar frá Amazon-svæðinu í Suður-Ameríku. Getty Images Tekist hefur að kenna páfagaukum að hringja í aðra páfagauka. Þetta dregur úr einmanaleika páfagauka sem verja ævinni einir í búri. Félagsverur sem lifa í einangrun Páfagaukar eru á meðal vinsælustu gæludýra mannsins. Meinið er bara það að páfagaukar eru gríðarlega miklar félagsverur og í þokkabót nokkuð greindir, en sem gæludýrum fólks er þeim oft haldið einum, í mesta lagi tveimur í búri lunga ævi sinnar. Þessi einangrun hefur mjög slæm áhrif á sálarlíf páfagauka, þeir eiga það til að þróa með sér andlega vanlíðan og þess eru mörg dæmi að þeir valdi sjálfum sér skaða í prísundinni. Þeir plokka stundum af sér fjaðrirnar eða ráfa um í endalausa hringi í búrinu svo dæmi séu tekin. Geta nú hringt í vini sína í gegnum spjaldtölvur Rébecca Kleinberger er doktor í raddfræðum og sjónrænum samskiptum við Northeastern University í Boston í Bandaríkjunum. Henni hefur tekist að þróa samskiptatækni sem páfagaukar geta notað til að hringja í vini sína og spjalla við þá í gegnum myndspjall. Svona rétt eins og við gerum reglulega. Í rannsókninni var 18 páfagaukum kennt að nota spjaldtölvu til að eiga í innbyrðis samskiptum. Þeim var kennt að tengja bjölluhljóð í spjaldtölvunni við að þeim væri að berast símtal. Þeim var síðan kennt að þekkja bjöllutakkann á skjánum og að með því að gogga á hann gætu þeir hringt í aðra páfagauka. Lögð var áhersla á það í tilrauninni að páfagaukarnir hefðu val, bæði um að hringja í aðra og eins hvort þeir vildu yfirhöfuð svara. Allt sem túlka mætti sem þvingun gæti hreinlega aukið þeim streitu og vanlíðan. Duglegir að hringja í hvern annan og syngja saman Niðurstöðurnar sýna að 75% fuglanna svöruðu símtölum frá öðrum páfagaukum og samskiptin stóðu að meðaltali yfir í fimm mínútur. Í símtölunum buðu páfagaukarnir hver öðrum mat og þeir sungu saman. Ef annar páfagaukurinn hvarf þá leitaði hinn yfirleitt á bak við spjaldtölvuna sína. Eftir 1.000 klukkustundir af upptökum segir Rébecca deginum ljósara að þessi samskipti hafi ótrúlega jákvæð áhrif á andlega líðan páfagaukanna, þeir séu glaðari og sýna merki þess að vera minna einangraðir en áður. Dýr Fuglar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Félagsverur sem lifa í einangrun Páfagaukar eru á meðal vinsælustu gæludýra mannsins. Meinið er bara það að páfagaukar eru gríðarlega miklar félagsverur og í þokkabót nokkuð greindir, en sem gæludýrum fólks er þeim oft haldið einum, í mesta lagi tveimur í búri lunga ævi sinnar. Þessi einangrun hefur mjög slæm áhrif á sálarlíf páfagauka, þeir eiga það til að þróa með sér andlega vanlíðan og þess eru mörg dæmi að þeir valdi sjálfum sér skaða í prísundinni. Þeir plokka stundum af sér fjaðrirnar eða ráfa um í endalausa hringi í búrinu svo dæmi séu tekin. Geta nú hringt í vini sína í gegnum spjaldtölvur Rébecca Kleinberger er doktor í raddfræðum og sjónrænum samskiptum við Northeastern University í Boston í Bandaríkjunum. Henni hefur tekist að þróa samskiptatækni sem páfagaukar geta notað til að hringja í vini sína og spjalla við þá í gegnum myndspjall. Svona rétt eins og við gerum reglulega. Í rannsókninni var 18 páfagaukum kennt að nota spjaldtölvu til að eiga í innbyrðis samskiptum. Þeim var kennt að tengja bjölluhljóð í spjaldtölvunni við að þeim væri að berast símtal. Þeim var síðan kennt að þekkja bjöllutakkann á skjánum og að með því að gogga á hann gætu þeir hringt í aðra páfagauka. Lögð var áhersla á það í tilrauninni að páfagaukarnir hefðu val, bæði um að hringja í aðra og eins hvort þeir vildu yfirhöfuð svara. Allt sem túlka mætti sem þvingun gæti hreinlega aukið þeim streitu og vanlíðan. Duglegir að hringja í hvern annan og syngja saman Niðurstöðurnar sýna að 75% fuglanna svöruðu símtölum frá öðrum páfagaukum og samskiptin stóðu að meðaltali yfir í fimm mínútur. Í símtölunum buðu páfagaukarnir hver öðrum mat og þeir sungu saman. Ef annar páfagaukurinn hvarf þá leitaði hinn yfirleitt á bak við spjaldtölvuna sína. Eftir 1.000 klukkustundir af upptökum segir Rébecca deginum ljósara að þessi samskipti hafi ótrúlega jákvæð áhrif á andlega líðan páfagaukanna, þeir séu glaðari og sýna merki þess að vera minna einangraðir en áður.
Dýr Fuglar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira