Páfagaukar geta nú hringt í vini sína Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. júlí 2023 14:30 Grænir páfagaukar frá Amazon-svæðinu í Suður-Ameríku. Getty Images Tekist hefur að kenna páfagaukum að hringja í aðra páfagauka. Þetta dregur úr einmanaleika páfagauka sem verja ævinni einir í búri. Félagsverur sem lifa í einangrun Páfagaukar eru á meðal vinsælustu gæludýra mannsins. Meinið er bara það að páfagaukar eru gríðarlega miklar félagsverur og í þokkabót nokkuð greindir, en sem gæludýrum fólks er þeim oft haldið einum, í mesta lagi tveimur í búri lunga ævi sinnar. Þessi einangrun hefur mjög slæm áhrif á sálarlíf páfagauka, þeir eiga það til að þróa með sér andlega vanlíðan og þess eru mörg dæmi að þeir valdi sjálfum sér skaða í prísundinni. Þeir plokka stundum af sér fjaðrirnar eða ráfa um í endalausa hringi í búrinu svo dæmi séu tekin. Geta nú hringt í vini sína í gegnum spjaldtölvur Rébecca Kleinberger er doktor í raddfræðum og sjónrænum samskiptum við Northeastern University í Boston í Bandaríkjunum. Henni hefur tekist að þróa samskiptatækni sem páfagaukar geta notað til að hringja í vini sína og spjalla við þá í gegnum myndspjall. Svona rétt eins og við gerum reglulega. Í rannsókninni var 18 páfagaukum kennt að nota spjaldtölvu til að eiga í innbyrðis samskiptum. Þeim var kennt að tengja bjölluhljóð í spjaldtölvunni við að þeim væri að berast símtal. Þeim var síðan kennt að þekkja bjöllutakkann á skjánum og að með því að gogga á hann gætu þeir hringt í aðra páfagauka. Lögð var áhersla á það í tilrauninni að páfagaukarnir hefðu val, bæði um að hringja í aðra og eins hvort þeir vildu yfirhöfuð svara. Allt sem túlka mætti sem þvingun gæti hreinlega aukið þeim streitu og vanlíðan. Duglegir að hringja í hvern annan og syngja saman Niðurstöðurnar sýna að 75% fuglanna svöruðu símtölum frá öðrum páfagaukum og samskiptin stóðu að meðaltali yfir í fimm mínútur. Í símtölunum buðu páfagaukarnir hver öðrum mat og þeir sungu saman. Ef annar páfagaukurinn hvarf þá leitaði hinn yfirleitt á bak við spjaldtölvuna sína. Eftir 1.000 klukkustundir af upptökum segir Rébecca deginum ljósara að þessi samskipti hafi ótrúlega jákvæð áhrif á andlega líðan páfagaukanna, þeir séu glaðari og sýna merki þess að vera minna einangraðir en áður. Dýr Fuglar Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Félagsverur sem lifa í einangrun Páfagaukar eru á meðal vinsælustu gæludýra mannsins. Meinið er bara það að páfagaukar eru gríðarlega miklar félagsverur og í þokkabót nokkuð greindir, en sem gæludýrum fólks er þeim oft haldið einum, í mesta lagi tveimur í búri lunga ævi sinnar. Þessi einangrun hefur mjög slæm áhrif á sálarlíf páfagauka, þeir eiga það til að þróa með sér andlega vanlíðan og þess eru mörg dæmi að þeir valdi sjálfum sér skaða í prísundinni. Þeir plokka stundum af sér fjaðrirnar eða ráfa um í endalausa hringi í búrinu svo dæmi séu tekin. Geta nú hringt í vini sína í gegnum spjaldtölvur Rébecca Kleinberger er doktor í raddfræðum og sjónrænum samskiptum við Northeastern University í Boston í Bandaríkjunum. Henni hefur tekist að þróa samskiptatækni sem páfagaukar geta notað til að hringja í vini sína og spjalla við þá í gegnum myndspjall. Svona rétt eins og við gerum reglulega. Í rannsókninni var 18 páfagaukum kennt að nota spjaldtölvu til að eiga í innbyrðis samskiptum. Þeim var kennt að tengja bjölluhljóð í spjaldtölvunni við að þeim væri að berast símtal. Þeim var síðan kennt að þekkja bjöllutakkann á skjánum og að með því að gogga á hann gætu þeir hringt í aðra páfagauka. Lögð var áhersla á það í tilrauninni að páfagaukarnir hefðu val, bæði um að hringja í aðra og eins hvort þeir vildu yfirhöfuð svara. Allt sem túlka mætti sem þvingun gæti hreinlega aukið þeim streitu og vanlíðan. Duglegir að hringja í hvern annan og syngja saman Niðurstöðurnar sýna að 75% fuglanna svöruðu símtölum frá öðrum páfagaukum og samskiptin stóðu að meðaltali yfir í fimm mínútur. Í símtölunum buðu páfagaukarnir hver öðrum mat og þeir sungu saman. Ef annar páfagaukurinn hvarf þá leitaði hinn yfirleitt á bak við spjaldtölvuna sína. Eftir 1.000 klukkustundir af upptökum segir Rébecca deginum ljósara að þessi samskipti hafi ótrúlega jákvæð áhrif á andlega líðan páfagaukanna, þeir séu glaðari og sýna merki þess að vera minna einangraðir en áður.
Dýr Fuglar Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira