Hvar hefur SFS verið? Orri Páll Jóhannsson skrifar 30. júní 2023 12:30 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi birti grein hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Hvar eru gögnin?“ Þar er reynt að gera reglugerð matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða tortryggilega með vísan til þess að samtökin hafi enn sem komið er ekki fengið svar frá ráðuneytinu við beiðni um „afrit af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra“. Af lestri greinarinnar mætti helst ætla að ráðherra hafi þagað þunnu hljóði í þá heilu níu daga sem samtökin hafa beðið svara við beiðni sinni – sem sýni að engin gögn eða forsendur hafi búið henni að baki. Skoðum þetta aðeins nánar. Í ágúst í fyrra setti ráðherra reglugerð um eftirlit með velferð dýra við hvalveiðar. Á grundvelli hennar safnaði Matvælastofnun ítarlegum gögnum um veiðar á samtals 148 langreyðum, þ.m.t. myndbandsupptökum vegna veiða á 58 dýrum. Upp úr þessum gögnum var unnin ítarleg skýrsla af sérfræðingi á sviði dýralækninga. Auk þeirra gagna sem aflað var við veiðieftirlitið byggðist skýrslan á ítarlegum athugasemdum leyfishafa, þ.m.t. sérfræðilegum gögnum sem leyfishafi aflaði og lagði fram undir vinnslu málsins. Skýrslunni var skilað 8. maí sl. og hún birt opinberlega. Í henni er að finna ítarlegustu greiningu á velferð dýra við hvalveiðar sem gerð hefur verið hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar kallaði Matvælastofnun eftir áliti fagráðs um velferð dýra. Fagráðið er skipað sérfræðingum á sviði dýravelferðar og hefur það lögbundna hlutverk að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra. Fagráðið fór ítarlega yfir skýrslu Matvælastofnunar og ráðfærði sig við bæði innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði dýravelferðar og hvalveiða. Álit fagráðsins er dagsett 16. júní sl. og var birt opinberlega 19. júní. Niðurstaða þess er fortakslaus: sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Til að draga þetta saman: Matvælastofnun framkvæmdi umfangsmikið eftirlit með velferð dýra við veiðar á 148 langreyðum haustið 2022. Upp úr niðurstöðum þess var unnin ítarleg sérfræðiskýrsla í samráði við leyfishafa. Á grundvelli þeirrar skýrslu og eftir að hafa að auki ráðfært sig við helstu sérfræðinga hér á landi og erlendis skilaði lögbundið sérfræðingaráð áliti sínu. Nú gæti einhver spurt: Er það ekki bara tilviljun ein að ráðherra ákveður að breyta reglugerð og stöðva veiðar á langreyðum tímabundið skömmu eftir að fagráð um dýravelferð kemst að þeirri niðurstöðu að þær samrýmist ekki lögum eftir að hafa farið yfir ítarlegustu eftirlitsskýrslu sem unnin hefur verið um það efni og rætt við helstu sérfræðinga á þessu sviði hér á landi og erlendis? Hvernig vitum við að ráðherra var að byggja á þessum ítarlegu gögnum og mati sérfræðinga en ekki bara á geðþótta sínum? Jú kannski af því að ráðherra upplýsti um það opinberlega strax við setningu reglugerðarinnar. Og reyndar aftur á opnum fundi tveimur dögum síðar sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. Og reyndar enn einu sinni á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis næsta dag sem einnig var sjónvarpað frá beint. Í kjölfar síðastnefnda fundarins – sem fram fór fyrir heilum sjö dögum – óskaði atvinnuveganefnd Alþingis eftir minnisblaði og gögnum frá ráðherra um einmitt sömu atriði og SFS segist hafa óskað eftir. Og þar er málið statt eins og framkvæmdastjóri SFS veit að líkindum fullvel og þá það að ráðuneytið getur ekki afhent samtökunum vinnuskjöl sem hafa að geyma upplýsingar sem Alþingi hefur kallað eftir áður en þingið fær þær í hendur. Þótt SFS sé ekki óvant því að fá sínu framgengt á Alþingi – og því vel skiljanlegt að samtökin líti á þingið sem óþarfan millilið í þessu máli – er kannski rétt að gefa ráðherra þann frest sem kveðið er á um þingskapalögum til að svara Alþingi áður en kemur að samtökunum. Vanti samtökin lesefni í millitíðinni er hægt að kynna sér bæði eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og álit fagráðs um velferð dýra auk þess sem hægt er að horfa á ráðherra svara spurningum um málið hér og hér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Hvalveiðar Vinstri græn Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi birti grein hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Hvar eru gögnin?“ Þar er reynt að gera reglugerð matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða tortryggilega með vísan til þess að samtökin hafi enn sem komið er ekki fengið svar frá ráðuneytinu við beiðni um „afrit af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra“. Af lestri greinarinnar mætti helst ætla að ráðherra hafi þagað þunnu hljóði í þá heilu níu daga sem samtökin hafa beðið svara við beiðni sinni – sem sýni að engin gögn eða forsendur hafi búið henni að baki. Skoðum þetta aðeins nánar. Í ágúst í fyrra setti ráðherra reglugerð um eftirlit með velferð dýra við hvalveiðar. Á grundvelli hennar safnaði Matvælastofnun ítarlegum gögnum um veiðar á samtals 148 langreyðum, þ.m.t. myndbandsupptökum vegna veiða á 58 dýrum. Upp úr þessum gögnum var unnin ítarleg skýrsla af sérfræðingi á sviði dýralækninga. Auk þeirra gagna sem aflað var við veiðieftirlitið byggðist skýrslan á ítarlegum athugasemdum leyfishafa, þ.m.t. sérfræðilegum gögnum sem leyfishafi aflaði og lagði fram undir vinnslu málsins. Skýrslunni var skilað 8. maí sl. og hún birt opinberlega. Í henni er að finna ítarlegustu greiningu á velferð dýra við hvalveiðar sem gerð hefur verið hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar kallaði Matvælastofnun eftir áliti fagráðs um velferð dýra. Fagráðið er skipað sérfræðingum á sviði dýravelferðar og hefur það lögbundna hlutverk að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra. Fagráðið fór ítarlega yfir skýrslu Matvælastofnunar og ráðfærði sig við bæði innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði dýravelferðar og hvalveiða. Álit fagráðsins er dagsett 16. júní sl. og var birt opinberlega 19. júní. Niðurstaða þess er fortakslaus: sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Til að draga þetta saman: Matvælastofnun framkvæmdi umfangsmikið eftirlit með velferð dýra við veiðar á 148 langreyðum haustið 2022. Upp úr niðurstöðum þess var unnin ítarleg sérfræðiskýrsla í samráði við leyfishafa. Á grundvelli þeirrar skýrslu og eftir að hafa að auki ráðfært sig við helstu sérfræðinga hér á landi og erlendis skilaði lögbundið sérfræðingaráð áliti sínu. Nú gæti einhver spurt: Er það ekki bara tilviljun ein að ráðherra ákveður að breyta reglugerð og stöðva veiðar á langreyðum tímabundið skömmu eftir að fagráð um dýravelferð kemst að þeirri niðurstöðu að þær samrýmist ekki lögum eftir að hafa farið yfir ítarlegustu eftirlitsskýrslu sem unnin hefur verið um það efni og rætt við helstu sérfræðinga á þessu sviði hér á landi og erlendis? Hvernig vitum við að ráðherra var að byggja á þessum ítarlegu gögnum og mati sérfræðinga en ekki bara á geðþótta sínum? Jú kannski af því að ráðherra upplýsti um það opinberlega strax við setningu reglugerðarinnar. Og reyndar aftur á opnum fundi tveimur dögum síðar sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. Og reyndar enn einu sinni á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis næsta dag sem einnig var sjónvarpað frá beint. Í kjölfar síðastnefnda fundarins – sem fram fór fyrir heilum sjö dögum – óskaði atvinnuveganefnd Alþingis eftir minnisblaði og gögnum frá ráðherra um einmitt sömu atriði og SFS segist hafa óskað eftir. Og þar er málið statt eins og framkvæmdastjóri SFS veit að líkindum fullvel og þá það að ráðuneytið getur ekki afhent samtökunum vinnuskjöl sem hafa að geyma upplýsingar sem Alþingi hefur kallað eftir áður en þingið fær þær í hendur. Þótt SFS sé ekki óvant því að fá sínu framgengt á Alþingi – og því vel skiljanlegt að samtökin líti á þingið sem óþarfan millilið í þessu máli – er kannski rétt að gefa ráðherra þann frest sem kveðið er á um þingskapalögum til að svara Alþingi áður en kemur að samtökunum. Vanti samtökin lesefni í millitíðinni er hægt að kynna sér bæði eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og álit fagráðs um velferð dýra auk þess sem hægt er að horfa á ráðherra svara spurningum um málið hér og hér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun