Hvar hefur SFS verið? Orri Páll Jóhannsson skrifar 30. júní 2023 12:30 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi birti grein hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Hvar eru gögnin?“ Þar er reynt að gera reglugerð matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða tortryggilega með vísan til þess að samtökin hafi enn sem komið er ekki fengið svar frá ráðuneytinu við beiðni um „afrit af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra“. Af lestri greinarinnar mætti helst ætla að ráðherra hafi þagað þunnu hljóði í þá heilu níu daga sem samtökin hafa beðið svara við beiðni sinni – sem sýni að engin gögn eða forsendur hafi búið henni að baki. Skoðum þetta aðeins nánar. Í ágúst í fyrra setti ráðherra reglugerð um eftirlit með velferð dýra við hvalveiðar. Á grundvelli hennar safnaði Matvælastofnun ítarlegum gögnum um veiðar á samtals 148 langreyðum, þ.m.t. myndbandsupptökum vegna veiða á 58 dýrum. Upp úr þessum gögnum var unnin ítarleg skýrsla af sérfræðingi á sviði dýralækninga. Auk þeirra gagna sem aflað var við veiðieftirlitið byggðist skýrslan á ítarlegum athugasemdum leyfishafa, þ.m.t. sérfræðilegum gögnum sem leyfishafi aflaði og lagði fram undir vinnslu málsins. Skýrslunni var skilað 8. maí sl. og hún birt opinberlega. Í henni er að finna ítarlegustu greiningu á velferð dýra við hvalveiðar sem gerð hefur verið hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar kallaði Matvælastofnun eftir áliti fagráðs um velferð dýra. Fagráðið er skipað sérfræðingum á sviði dýravelferðar og hefur það lögbundna hlutverk að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra. Fagráðið fór ítarlega yfir skýrslu Matvælastofnunar og ráðfærði sig við bæði innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði dýravelferðar og hvalveiða. Álit fagráðsins er dagsett 16. júní sl. og var birt opinberlega 19. júní. Niðurstaða þess er fortakslaus: sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Til að draga þetta saman: Matvælastofnun framkvæmdi umfangsmikið eftirlit með velferð dýra við veiðar á 148 langreyðum haustið 2022. Upp úr niðurstöðum þess var unnin ítarleg sérfræðiskýrsla í samráði við leyfishafa. Á grundvelli þeirrar skýrslu og eftir að hafa að auki ráðfært sig við helstu sérfræðinga hér á landi og erlendis skilaði lögbundið sérfræðingaráð áliti sínu. Nú gæti einhver spurt: Er það ekki bara tilviljun ein að ráðherra ákveður að breyta reglugerð og stöðva veiðar á langreyðum tímabundið skömmu eftir að fagráð um dýravelferð kemst að þeirri niðurstöðu að þær samrýmist ekki lögum eftir að hafa farið yfir ítarlegustu eftirlitsskýrslu sem unnin hefur verið um það efni og rætt við helstu sérfræðinga á þessu sviði hér á landi og erlendis? Hvernig vitum við að ráðherra var að byggja á þessum ítarlegu gögnum og mati sérfræðinga en ekki bara á geðþótta sínum? Jú kannski af því að ráðherra upplýsti um það opinberlega strax við setningu reglugerðarinnar. Og reyndar aftur á opnum fundi tveimur dögum síðar sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. Og reyndar enn einu sinni á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis næsta dag sem einnig var sjónvarpað frá beint. Í kjölfar síðastnefnda fundarins – sem fram fór fyrir heilum sjö dögum – óskaði atvinnuveganefnd Alþingis eftir minnisblaði og gögnum frá ráðherra um einmitt sömu atriði og SFS segist hafa óskað eftir. Og þar er málið statt eins og framkvæmdastjóri SFS veit að líkindum fullvel og þá það að ráðuneytið getur ekki afhent samtökunum vinnuskjöl sem hafa að geyma upplýsingar sem Alþingi hefur kallað eftir áður en þingið fær þær í hendur. Þótt SFS sé ekki óvant því að fá sínu framgengt á Alþingi – og því vel skiljanlegt að samtökin líti á þingið sem óþarfan millilið í þessu máli – er kannski rétt að gefa ráðherra þann frest sem kveðið er á um þingskapalögum til að svara Alþingi áður en kemur að samtökunum. Vanti samtökin lesefni í millitíðinni er hægt að kynna sér bæði eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og álit fagráðs um velferð dýra auk þess sem hægt er að horfa á ráðherra svara spurningum um málið hér og hér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Hvalveiðar Vinstri græn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi birti grein hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Hvar eru gögnin?“ Þar er reynt að gera reglugerð matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða tortryggilega með vísan til þess að samtökin hafi enn sem komið er ekki fengið svar frá ráðuneytinu við beiðni um „afrit af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra“. Af lestri greinarinnar mætti helst ætla að ráðherra hafi þagað þunnu hljóði í þá heilu níu daga sem samtökin hafa beðið svara við beiðni sinni – sem sýni að engin gögn eða forsendur hafi búið henni að baki. Skoðum þetta aðeins nánar. Í ágúst í fyrra setti ráðherra reglugerð um eftirlit með velferð dýra við hvalveiðar. Á grundvelli hennar safnaði Matvælastofnun ítarlegum gögnum um veiðar á samtals 148 langreyðum, þ.m.t. myndbandsupptökum vegna veiða á 58 dýrum. Upp úr þessum gögnum var unnin ítarleg skýrsla af sérfræðingi á sviði dýralækninga. Auk þeirra gagna sem aflað var við veiðieftirlitið byggðist skýrslan á ítarlegum athugasemdum leyfishafa, þ.m.t. sérfræðilegum gögnum sem leyfishafi aflaði og lagði fram undir vinnslu málsins. Skýrslunni var skilað 8. maí sl. og hún birt opinberlega. Í henni er að finna ítarlegustu greiningu á velferð dýra við hvalveiðar sem gerð hefur verið hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar kallaði Matvælastofnun eftir áliti fagráðs um velferð dýra. Fagráðið er skipað sérfræðingum á sviði dýravelferðar og hefur það lögbundna hlutverk að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra. Fagráðið fór ítarlega yfir skýrslu Matvælastofnunar og ráðfærði sig við bæði innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði dýravelferðar og hvalveiða. Álit fagráðsins er dagsett 16. júní sl. og var birt opinberlega 19. júní. Niðurstaða þess er fortakslaus: sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Til að draga þetta saman: Matvælastofnun framkvæmdi umfangsmikið eftirlit með velferð dýra við veiðar á 148 langreyðum haustið 2022. Upp úr niðurstöðum þess var unnin ítarleg sérfræðiskýrsla í samráði við leyfishafa. Á grundvelli þeirrar skýrslu og eftir að hafa að auki ráðfært sig við helstu sérfræðinga hér á landi og erlendis skilaði lögbundið sérfræðingaráð áliti sínu. Nú gæti einhver spurt: Er það ekki bara tilviljun ein að ráðherra ákveður að breyta reglugerð og stöðva veiðar á langreyðum tímabundið skömmu eftir að fagráð um dýravelferð kemst að þeirri niðurstöðu að þær samrýmist ekki lögum eftir að hafa farið yfir ítarlegustu eftirlitsskýrslu sem unnin hefur verið um það efni og rætt við helstu sérfræðinga á þessu sviði hér á landi og erlendis? Hvernig vitum við að ráðherra var að byggja á þessum ítarlegu gögnum og mati sérfræðinga en ekki bara á geðþótta sínum? Jú kannski af því að ráðherra upplýsti um það opinberlega strax við setningu reglugerðarinnar. Og reyndar aftur á opnum fundi tveimur dögum síðar sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. Og reyndar enn einu sinni á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis næsta dag sem einnig var sjónvarpað frá beint. Í kjölfar síðastnefnda fundarins – sem fram fór fyrir heilum sjö dögum – óskaði atvinnuveganefnd Alþingis eftir minnisblaði og gögnum frá ráðherra um einmitt sömu atriði og SFS segist hafa óskað eftir. Og þar er málið statt eins og framkvæmdastjóri SFS veit að líkindum fullvel og þá það að ráðuneytið getur ekki afhent samtökunum vinnuskjöl sem hafa að geyma upplýsingar sem Alþingi hefur kallað eftir áður en þingið fær þær í hendur. Þótt SFS sé ekki óvant því að fá sínu framgengt á Alþingi – og því vel skiljanlegt að samtökin líti á þingið sem óþarfan millilið í þessu máli – er kannski rétt að gefa ráðherra þann frest sem kveðið er á um þingskapalögum til að svara Alþingi áður en kemur að samtökunum. Vanti samtökin lesefni í millitíðinni er hægt að kynna sér bæði eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og álit fagráðs um velferð dýra auk þess sem hægt er að horfa á ráðherra svara spurningum um málið hér og hér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun