National Geographic segir upp öllum fastráðnum blaðamönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 23:52 Hér gefur að líta síðasta eintakið af NAtional Geographic sem fastráðnir blaðamenn þess komu að áður en þeim var öllum sagt upp. AP/Jacquelyn Martin Tímaritið National Geographic hefur sagt upp síðustu fastráðnu blaðamönnum ritstjórnar sinnar og verður ekki lengur selt í bandarískum blaðsöluturnum. Að sögn Washington Post var nítján fastráðnum blaðamönnum National Geographic sagt upp. Tímaritið mun áfram koma út en eftirstandandi ritstjórar blaðsins munu sinna greinaskrifum ásamt blaðamönnum í lausamennsku. Þá verður sölu tímaritsins í blaðsöluturnum í Bandaríkjunum hætt en það mun vera hluti af sparnaðaraðgerðum Disney, sem á tímaritið. Áskrifendur muni enn fá eintak í pósti og einstaka útgáfur munu fara í sölu í verslunum. Fulltrúi National Geographic sagði ákvörðunina vera þátt í að leggja meiri áherslu á stafræna útgáfu en sala í blaðsöluturnum er aðeins lítill hluti af mánaðarlegri sölu tímaritsins sem er 1,8 milljónir eintaka. My new National Geographic just arrived, which includes my latest feature my 16th, and my last as a senior writer.NatGeo is laying off all of its staff writers.I ve been so lucky. I got to work w/incredible journalists and tell important, global stories. It s been an honor. pic.twitter.com/VOt6KydD5Z— Craig Welch (@CraigAWelch) June 28, 2023 „National Geographic mun halda áfram að gefa út mánaðarrit sem er helgað framúrskarandi frásögnum sem hafa menningarleg áhrif á mörgum vettvöngum. Mönnunarmál munu ekki hafa áhrif á hæfni okkar til að sinna þessari vinnu, heldur gefa okkur sveigjanleika til að segja öðruvísi sögur og mæta lesendahópi okkar hvar sem þeir eru á okkar mörgu vettvöngum. Hvers konar dylgjur um það að nýjustu breytingar hafi neikvæð áhrif á tímaritið, eða gæði frásagna okkar, eru einfaldlega rangar,” sagði í yfirlýsingu tímaritsins vegna fréttanna. Erfiðir tímar hjá fjölmiðlum Fréttirnar berast í kjölfar mikilla vandræða fjölmiðla og fjöldauppsagna í fjölmiðlaheiminum á undanförnum mánuðum. Íþróttamiðillinn ESPN sem er líka í eigu Disney greindi frá því í gær að rúmlega tuttugu íþróttafréttalýsendum yrði sagt upp í sparnaðaraðgerðum. Þeirra á meðal voru nokkur þekkt nöfn sem hafa sinnt körfuboltaumfjöllun á ESPN, þar á meðal Jeff van Gundy og Jalen Rose. Vice Media sem störfuðu þvert á miðla lýstu yfir gjaldþroti í maí á þessu ári. Fjórum árum fyrr þurfti fyrirtækið að segja upp 250 manns. Mánuði fyrr hætti Fréttablaðið útgáfu hér á landi. Það hafði gríðarleg áhrif á fjölda blaðamanna og annarra starfsmanna. Í desember á síðasta ári sagði Buzzfeed upp um tólf prósent starfsmanna sinna, næstum tvö hundruð manns. Aðeins mánuði fyrr sagði CNN í Bandaríkjunum upp mörg hundruð starfsmönnum, aðeins hálfu ári eftir að hafa hætt við útgáfu streymisveitunnar CNN+ sem leiddi til uppsagna um 350 starfsmanna. Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Að sögn Washington Post var nítján fastráðnum blaðamönnum National Geographic sagt upp. Tímaritið mun áfram koma út en eftirstandandi ritstjórar blaðsins munu sinna greinaskrifum ásamt blaðamönnum í lausamennsku. Þá verður sölu tímaritsins í blaðsöluturnum í Bandaríkjunum hætt en það mun vera hluti af sparnaðaraðgerðum Disney, sem á tímaritið. Áskrifendur muni enn fá eintak í pósti og einstaka útgáfur munu fara í sölu í verslunum. Fulltrúi National Geographic sagði ákvörðunina vera þátt í að leggja meiri áherslu á stafræna útgáfu en sala í blaðsöluturnum er aðeins lítill hluti af mánaðarlegri sölu tímaritsins sem er 1,8 milljónir eintaka. My new National Geographic just arrived, which includes my latest feature my 16th, and my last as a senior writer.NatGeo is laying off all of its staff writers.I ve been so lucky. I got to work w/incredible journalists and tell important, global stories. It s been an honor. pic.twitter.com/VOt6KydD5Z— Craig Welch (@CraigAWelch) June 28, 2023 „National Geographic mun halda áfram að gefa út mánaðarrit sem er helgað framúrskarandi frásögnum sem hafa menningarleg áhrif á mörgum vettvöngum. Mönnunarmál munu ekki hafa áhrif á hæfni okkar til að sinna þessari vinnu, heldur gefa okkur sveigjanleika til að segja öðruvísi sögur og mæta lesendahópi okkar hvar sem þeir eru á okkar mörgu vettvöngum. Hvers konar dylgjur um það að nýjustu breytingar hafi neikvæð áhrif á tímaritið, eða gæði frásagna okkar, eru einfaldlega rangar,” sagði í yfirlýsingu tímaritsins vegna fréttanna. Erfiðir tímar hjá fjölmiðlum Fréttirnar berast í kjölfar mikilla vandræða fjölmiðla og fjöldauppsagna í fjölmiðlaheiminum á undanförnum mánuðum. Íþróttamiðillinn ESPN sem er líka í eigu Disney greindi frá því í gær að rúmlega tuttugu íþróttafréttalýsendum yrði sagt upp í sparnaðaraðgerðum. Þeirra á meðal voru nokkur þekkt nöfn sem hafa sinnt körfuboltaumfjöllun á ESPN, þar á meðal Jeff van Gundy og Jalen Rose. Vice Media sem störfuðu þvert á miðla lýstu yfir gjaldþroti í maí á þessu ári. Fjórum árum fyrr þurfti fyrirtækið að segja upp 250 manns. Mánuði fyrr hætti Fréttablaðið útgáfu hér á landi. Það hafði gríðarleg áhrif á fjölda blaðamanna og annarra starfsmanna. Í desember á síðasta ári sagði Buzzfeed upp um tólf prósent starfsmanna sinna, næstum tvö hundruð manns. Aðeins mánuði fyrr sagði CNN í Bandaríkjunum upp mörg hundruð starfsmönnum, aðeins hálfu ári eftir að hafa hætt við útgáfu streymisveitunnar CNN+ sem leiddi til uppsagna um 350 starfsmanna.
Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira