Borist ábendingar um tugmilljóna króna svik vegna innflutnings á húsum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2023 10:30 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hvetur neytendur til að tilkynna slík mál til lögreglu. Mikilvægt sé að vera á varðbergi. Vísir/Sigurjón Neytendasamtökunum hefur borist ábending um að tugir milljóna hafi verið sviknar út úr sextán manns af íslenskum aðila sem gefur sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu. Formaður Neytendasamtakanna segir samtökin hafi fengið ábendingu um málið en geti lítið gert í slíkum málum annað en að vísa þeim til lögreglu. Norðlenski fréttavefurinn Trölli gerir málinu skil og ræðir við Árna Björn Björnsson íbúa á Sauðárkróki sem er einn þeirra sem pantaði hús hjá viðkomandi aðila. Hann átti að fá húsið afhent í desember en hefur ekkert hús fengið. Kemur fram á Trölla.is að söluaðilinn beri fyrir sig afsakanir og skýringar sem ekki hafi staðist. Þannig hafi félagi Árna Björns úr Skagafirði lagt land undir fót í Lettlandi til þess að skoða húsið sem pantað var í verksmiðjunni. Ekkert hús var þar í smíðum. Þá segir Árni að hann hafi haft afspurn af fimmtán manns sem séu í sömu stöðu og hann sem ekki hafa fengið hús sitt afhent. Um sé að ræða vanskil upp á 88 milljónir króna hið minnsta. Árni varar sjálfur við svikastarfseminni á Facebook og birtir lista yfir Facebook síður þar sem boðið er upp á að kaupa slík hús. Ein þeirra er merkt Smart modular Ísland og er Klettatröð 2 í Keflavík gefið upp sem heimilisfang og íslenskt símanúmer fylgir. Vísir hringdi í númerið fyrir klukkan 10:00 í morgun og fékk fyrst upp að um timbursölu væri að ræða sem myndi opna klukkan 10:00. Eftir klukkan 10:00 eru hringjendur látnir vita að slökkt sé á símanum. Neytendasamtökin muni fylgjast með Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, staðfestir í samtali við Vísi að samtökin hafi fengið ábendingu vegna málsins í síðustu viku. „Það er ekkert í rauninni sem við getum gert í svona málum nema vísa þeim til lögreglunnar. Þetta lítur út fyrir að vera svikamál af fréttaflutningi að dæma.“ Hann segir að miðað við fréttaflutning af málinu líti út fyrir að um sé að ræða stórfellda svikastarfsemi. „Miðað við það að viðkomandi hefur kannað þetta hjá framleiðandanum úti sem ekkert hefur kannast við, að þá virðist þetta vera stóralvarlegt mál og í rauninni bara lögreglumál. Breki segir fólk sem lendi í slíkum svikum vera í gríðarlega erfiðri stöðu. Mikilvægt sé að hafa samband við lögreglu. Hann segir Neytendasamtökin muni fylgjast áfram með málinu. „Auðvitað er auðvelt að vera vitur eftir á en fyrir fram er gott að líta til sögu fyrirtækjanna, þar sem orðspor skiptir gríðarlegu máli og fá staðfestingu á því að fyrirtækið sé raunverulega í viðskiptum við erlendan aðila líkt og það fullyrðir, af því að þarna eru náttúrulega um svakalegar upphæðir að ræða.“ Breki tekur fram að allir séu þannig úr garði gerðir að þeir vilji treysta fólki. Því miður séu ýmsir óprúttnir aðilar sem geri út á slíkt traust. „Og þess vegna þurfum við að fara varlega og staðfesta fyrirfram áður en við greiðum fyrir vörur, að það sé raunverulegt viðskiptasamband milli meints umboðsaðila hér og fyrirtækisins erlendis sem framleiðir húsin.“ Neytendur Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Norðlenski fréttavefurinn Trölli gerir málinu skil og ræðir við Árna Björn Björnsson íbúa á Sauðárkróki sem er einn þeirra sem pantaði hús hjá viðkomandi aðila. Hann átti að fá húsið afhent í desember en hefur ekkert hús fengið. Kemur fram á Trölla.is að söluaðilinn beri fyrir sig afsakanir og skýringar sem ekki hafi staðist. Þannig hafi félagi Árna Björns úr Skagafirði lagt land undir fót í Lettlandi til þess að skoða húsið sem pantað var í verksmiðjunni. Ekkert hús var þar í smíðum. Þá segir Árni að hann hafi haft afspurn af fimmtán manns sem séu í sömu stöðu og hann sem ekki hafa fengið hús sitt afhent. Um sé að ræða vanskil upp á 88 milljónir króna hið minnsta. Árni varar sjálfur við svikastarfseminni á Facebook og birtir lista yfir Facebook síður þar sem boðið er upp á að kaupa slík hús. Ein þeirra er merkt Smart modular Ísland og er Klettatröð 2 í Keflavík gefið upp sem heimilisfang og íslenskt símanúmer fylgir. Vísir hringdi í númerið fyrir klukkan 10:00 í morgun og fékk fyrst upp að um timbursölu væri að ræða sem myndi opna klukkan 10:00. Eftir klukkan 10:00 eru hringjendur látnir vita að slökkt sé á símanum. Neytendasamtökin muni fylgjast með Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, staðfestir í samtali við Vísi að samtökin hafi fengið ábendingu vegna málsins í síðustu viku. „Það er ekkert í rauninni sem við getum gert í svona málum nema vísa þeim til lögreglunnar. Þetta lítur út fyrir að vera svikamál af fréttaflutningi að dæma.“ Hann segir að miðað við fréttaflutning af málinu líti út fyrir að um sé að ræða stórfellda svikastarfsemi. „Miðað við það að viðkomandi hefur kannað þetta hjá framleiðandanum úti sem ekkert hefur kannast við, að þá virðist þetta vera stóralvarlegt mál og í rauninni bara lögreglumál. Breki segir fólk sem lendi í slíkum svikum vera í gríðarlega erfiðri stöðu. Mikilvægt sé að hafa samband við lögreglu. Hann segir Neytendasamtökin muni fylgjast áfram með málinu. „Auðvitað er auðvelt að vera vitur eftir á en fyrir fram er gott að líta til sögu fyrirtækjanna, þar sem orðspor skiptir gríðarlegu máli og fá staðfestingu á því að fyrirtækið sé raunverulega í viðskiptum við erlendan aðila líkt og það fullyrðir, af því að þarna eru náttúrulega um svakalegar upphæðir að ræða.“ Breki tekur fram að allir séu þannig úr garði gerðir að þeir vilji treysta fólki. Því miður séu ýmsir óprúttnir aðilar sem geri út á slíkt traust. „Og þess vegna þurfum við að fara varlega og staðfesta fyrirfram áður en við greiðum fyrir vörur, að það sé raunverulegt viðskiptasamband milli meints umboðsaðila hér og fyrirtækisins erlendis sem framleiðir húsin.“
Neytendur Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira