Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Eiður Þór Árnason skrifar 30. júní 2023 12:30 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, undirrituðu samkomulagið. Vísir Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. Með samkomulaginu er loks útlit fyrir að framkvæmdir við línuna geti hafist en það felur í sér að hin eldri Suðurnesjalína 1 verði lögð í jörðu innan sveitarfélagamarka Voga. Vonast er til að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 geti hafist á næsta ári og þeim verði lokið um næstu áramót. „Þetta er býsna stór dagur, hér liggur nú fyrir samkomulag sem tryggir að framkvæmd við Suðurnesjalínu 2 getur hafðist vonandi innan skamms. Samkomulagið er afrakstur góðrar samvinnu og samtals sem hefur átt sér stað milli bæjaryfirvalda í Vogum og starfsmanna Landsnets á undanförnum vikum þar sem leitast var við að finna lausn á þessu stóra máli,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga við undirritunina. Með samkomulaginu verður Suðurnesjalína 1 að hluta til lögð í jörðu strax eftir að framkvæmdum á Suðurnesjalínu 2 er lokið. Til framtíðar litið er svo stefnt að því að línan verði lögð sem jarðstrengur innan sveitarfélagamarka Voga. Klippa: Blaðamannafundur vegna Suðurnesjalínu 2 Framkvæmdir hefjist á næsta ári Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets sagði þetta stóran dag fyrir fyrirtækið og stórt mál að hafa gengið frá þessu máli. Jafnhliða framkvæmdum á Suðurnesjalínu 2 verður hafist handa við að taka niður Suðurnesjalínu 1 að hluta til og leggja jarðstreng innan Voga á fimm kílómetra kafla sem verður fyrsti áfanginn í því að tengja sveitarfélagið betur við meginraforkukerfið. „Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur í þessu vandasama máli að hafa haldið góðu samtali allan tímann og við erum sérstaklega ánægð með að hafa fundið lausn sem allir geta vel við unað. Auðvitað er þetta stór dagur fyrir svæðið hérna að tryggja öryggið og komast í þessar mikilvægu framkvæmdir. Hvað okkur varðar er ekki síður mikilvægt að við sáum þarna leið sem hjálpar Sveitarfélaginu Vogum að byggja upp atvinnustarfsemi ef áhugi verður til, þannig að þetta er góður dagur,“ sagði Guðmundur við undirritunina í dag. Suðurnesjalína 1 er eina raforkutengingin á Suðurnes.vísir/egill Löng bið eftir Suðurnesjalínu 2 Um er að ræða langþráða sátt um lagningu Suðurnesjalínu 2, annarrar flutningsleiðar raforku á Suðurnes, en viðræður um verkefnið hafa staðið yfir í hátt í tvo áratugi. Hefur það einkum strandað á afstöðu Voga sem hefur farið fram á að nýjar háspennulínur sem lagðar verði í gegnum sveitarfélagið fari í jörðu og mætt andstöðu Landsnets. Önnur sveitarfélög sem koma að málinu, þar er Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa áður veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Línunni er ætlað að tryggja betur afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi en Suðurnesjalína 1 er í dag eina raforkutengingin inn á Suðurnes. Hefur þetta leitt af sér víðtækt rafmagnsleysi þegar bilun kemur upp í línunni eða tengivirkjum. Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Voga hafa samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 á þeim forsendum sem fram koma í samkomulaginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir „Það er ekkert hlustað“ Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 8. mars 2023 20:19 „Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 17. janúar 2023 20:30 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Landsnet kærir úrskurð Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. 12. mars 2016 07:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Með samkomulaginu er loks útlit fyrir að framkvæmdir við línuna geti hafist en það felur í sér að hin eldri Suðurnesjalína 1 verði lögð í jörðu innan sveitarfélagamarka Voga. Vonast er til að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 geti hafist á næsta ári og þeim verði lokið um næstu áramót. „Þetta er býsna stór dagur, hér liggur nú fyrir samkomulag sem tryggir að framkvæmd við Suðurnesjalínu 2 getur hafðist vonandi innan skamms. Samkomulagið er afrakstur góðrar samvinnu og samtals sem hefur átt sér stað milli bæjaryfirvalda í Vogum og starfsmanna Landsnets á undanförnum vikum þar sem leitast var við að finna lausn á þessu stóra máli,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga við undirritunina. Með samkomulaginu verður Suðurnesjalína 1 að hluta til lögð í jörðu strax eftir að framkvæmdum á Suðurnesjalínu 2 er lokið. Til framtíðar litið er svo stefnt að því að línan verði lögð sem jarðstrengur innan sveitarfélagamarka Voga. Klippa: Blaðamannafundur vegna Suðurnesjalínu 2 Framkvæmdir hefjist á næsta ári Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets sagði þetta stóran dag fyrir fyrirtækið og stórt mál að hafa gengið frá þessu máli. Jafnhliða framkvæmdum á Suðurnesjalínu 2 verður hafist handa við að taka niður Suðurnesjalínu 1 að hluta til og leggja jarðstreng innan Voga á fimm kílómetra kafla sem verður fyrsti áfanginn í því að tengja sveitarfélagið betur við meginraforkukerfið. „Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur í þessu vandasama máli að hafa haldið góðu samtali allan tímann og við erum sérstaklega ánægð með að hafa fundið lausn sem allir geta vel við unað. Auðvitað er þetta stór dagur fyrir svæðið hérna að tryggja öryggið og komast í þessar mikilvægu framkvæmdir. Hvað okkur varðar er ekki síður mikilvægt að við sáum þarna leið sem hjálpar Sveitarfélaginu Vogum að byggja upp atvinnustarfsemi ef áhugi verður til, þannig að þetta er góður dagur,“ sagði Guðmundur við undirritunina í dag. Suðurnesjalína 1 er eina raforkutengingin á Suðurnes.vísir/egill Löng bið eftir Suðurnesjalínu 2 Um er að ræða langþráða sátt um lagningu Suðurnesjalínu 2, annarrar flutningsleiðar raforku á Suðurnes, en viðræður um verkefnið hafa staðið yfir í hátt í tvo áratugi. Hefur það einkum strandað á afstöðu Voga sem hefur farið fram á að nýjar háspennulínur sem lagðar verði í gegnum sveitarfélagið fari í jörðu og mætt andstöðu Landsnets. Önnur sveitarfélög sem koma að málinu, þar er Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa áður veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Línunni er ætlað að tryggja betur afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi en Suðurnesjalína 1 er í dag eina raforkutengingin inn á Suðurnes. Hefur þetta leitt af sér víðtækt rafmagnsleysi þegar bilun kemur upp í línunni eða tengivirkjum. Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Voga hafa samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 á þeim forsendum sem fram koma í samkomulaginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir „Það er ekkert hlustað“ Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 8. mars 2023 20:19 „Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 17. janúar 2023 20:30 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Landsnet kærir úrskurð Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. 12. mars 2016 07:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
„Það er ekkert hlustað“ Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 8. mars 2023 20:19
„Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 17. janúar 2023 20:30
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16
Landsnet kærir úrskurð Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. 12. mars 2016 07:00