Dagur les Peterson pistilinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2023 15:57 Borgarstjóri Reykjavíkur var ósáttur við að kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson teldi það ómerkilega dyggðaskreytingu að stilla sér upp við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. vísir Kanadíski sálfræðingurinn og Íslandsvinurinn Jordan Petersson varar forsætisráðherra sinn Justin Trudeau um að „ganga of langt“ með „hinsegin tímabili“ hans. Tilefni þess var mynd sem Trudeau birti af sér á Twitter við regnbogastíginn á Skólavörðustíg í Reykjavík. Nú hefur Dagur B. Eggertsson blandað sér í umræðuna og les Peterson pistilinn á miðlinum. Trudeau og Peterson hafa lengi eldað grátt silfur saman. Peterson vakti meðal annars athygli þegar hann setti sig upp á móti lögum hins fyrrnefna um kynlaus fornöfn í heimalandinu. Trudeau kom hingað til lands sem sérstakur gestur á árlegum sumarfundi norrænna forsætisráðherra í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni, en Ísland var gestgjafi fundarins í ár. Við komu til Reykjavíkur tók Trudeau mynd af sér við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. „Gat ekki yfirgefið Reykjavík án þess að heimsækja regnbogastíginn. Til allra sem fagna hinsegin-dögum á Íslandi, Kanada og um allan heim: Gleðilegt hinsegin tímabil (e. Pride season). Took this yesterday before heading home – because we couldn’t leave Reykjavík without visiting Rainbow Street. To everyone celebrating Pride in Iceland, in Canada, and around the world: Happy Pride season! 🏳️🌈🏳️⚧️ pic.twitter.com/GhvrB3CYIT— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 27, 2023 Þessi færsla Trudeau fór öfugt ofan í Peterson sem svaraði tístinu á eftirfarandi hátt: „Þú og þínir dyggðaskreyttu skósveinar hafa augljóslega gengið of langt með „hinsegin-tímabili“,“ skrifar hann. „Þú þekkir engin takmörk en munt einn daginn brotlenda með hausinn á undan á óbifanlegan hlut.“ Þessu svaraði Dagur borgarstjóri og upplýsir Peterson um að regnbogastígurinn sé ekki dyggðaskreyting, heldur til marks um mannréttindi handa öllum. „Það gleður mig að fullvissa þig um að regnbogastígurinn er ekki árstíðarbundinn - hann er varanlegur - líkt og mannréttindi og virðing okkar fyrir þeim,“ skrifar Dagur. Dear @jordanbpeterson - I want to inform you that in Reykjavík our Rainbow-street is not a signal of virtue but of human rights for all. And I am glad to assure you that the Rainbow-street is not seasonal - it is permanent - and so are human rights and our respect for them. https://t.co/WSTiwXHw5p— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 29, 2023 Hinsegin Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mannréttindi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Trudeau og Peterson hafa lengi eldað grátt silfur saman. Peterson vakti meðal annars athygli þegar hann setti sig upp á móti lögum hins fyrrnefna um kynlaus fornöfn í heimalandinu. Trudeau kom hingað til lands sem sérstakur gestur á árlegum sumarfundi norrænna forsætisráðherra í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni, en Ísland var gestgjafi fundarins í ár. Við komu til Reykjavíkur tók Trudeau mynd af sér við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. „Gat ekki yfirgefið Reykjavík án þess að heimsækja regnbogastíginn. Til allra sem fagna hinsegin-dögum á Íslandi, Kanada og um allan heim: Gleðilegt hinsegin tímabil (e. Pride season). Took this yesterday before heading home – because we couldn’t leave Reykjavík without visiting Rainbow Street. To everyone celebrating Pride in Iceland, in Canada, and around the world: Happy Pride season! 🏳️🌈🏳️⚧️ pic.twitter.com/GhvrB3CYIT— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 27, 2023 Þessi færsla Trudeau fór öfugt ofan í Peterson sem svaraði tístinu á eftirfarandi hátt: „Þú og þínir dyggðaskreyttu skósveinar hafa augljóslega gengið of langt með „hinsegin-tímabili“,“ skrifar hann. „Þú þekkir engin takmörk en munt einn daginn brotlenda með hausinn á undan á óbifanlegan hlut.“ Þessu svaraði Dagur borgarstjóri og upplýsir Peterson um að regnbogastígurinn sé ekki dyggðaskreyting, heldur til marks um mannréttindi handa öllum. „Það gleður mig að fullvissa þig um að regnbogastígurinn er ekki árstíðarbundinn - hann er varanlegur - líkt og mannréttindi og virðing okkar fyrir þeim,“ skrifar Dagur. Dear @jordanbpeterson - I want to inform you that in Reykjavík our Rainbow-street is not a signal of virtue but of human rights for all. And I am glad to assure you that the Rainbow-street is not seasonal - it is permanent - and so are human rights and our respect for them. https://t.co/WSTiwXHw5p— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 29, 2023
Hinsegin Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mannréttindi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira