Íslensku strákarnir spila um verðlaun á HM Óskar Ófeigur Jónsson og Sindri Sverrisson skrifa 29. júní 2023 15:20 Þorsteinn Leó Gunnarsson átti magnaðan leik í dag og skoraði ellefu mörk. Hann var skiljanlega valinn maður leiksins. IHF Ísland leikur um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta, eftir að hafa slegið út Portúgal í 8-liða úrslitum í Berlín í dag með 32-28 sigri. Í undanúrslitunum mæta strákarnir sigurliðinu úr leik Ungverjalands og Króatíu sem fram fer síðar í dag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn og sama hvernig fer þar þá mun Ísland leika um verðlaun á sunnudaginn, við Serbíu (sem sló Færeyjar út í dag), Þýskaland eða Danmörku. Þorsteinn Leó Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Ísland í dag, sérstaklega í seinni hálfleik, og endaði með ellefu mörk. Árangur Íslands er sá besti sem U21-landsliðið hefur náð á HM síðan það vann bronsverðlaun fyrir þrjátíu árum. Styttra er þó síðan að íslenskt landslið vann verðlaun á heimsmeistaramóti en það gerði U19-landslið karla á HM 2015, þegar liðið vann brons, og á HM 2009 þegar liðið vann silfur. Magnaður Þorsteinn þegar Ísland komst yfir Portúgal skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í dag og hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, og var Ísland tveimur mörkum undir að honum loknum, 14-12. Snemma í seinni hálfleik náðu íslensku strákarnir hins vegar frábærum kafla og skoruðu fjögur mörk í röð, og komust þannig yfir í fyrsta sinn í leiknum, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Portúgalar tóku þá leikhlé en gekk erfiðlega að breyta gangi mála og þeir áttu sérstaklega erfitt með að halda aftur af skyttunni hávöxnu og sterku, Þorsteini Leó. Hann skoraði fimm mörk á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og kom Íslandi í 22-20 með sínu níunda marki í leiknum. Þorsteinn lenti reyndar illa eftir níunda markið og fór af velli en sneri fljótlega aftur, og kom Íslandi í 26-24 með sínu tíunda marki þegar rúmar sjö mínútur voru eftir. Rekinn af velli fyrir brot á Þorsteini Portúgalar reyndu að stöðva Þorstein en Nilton Melo gekk of langt og fékk rautt spjald eftir að hafa farið í andlit Þorsteins í miðju skoti. Spennan hélt þó áfram í leiknum en Ísland var 1-2 mörkum yfir þar til að Einar Bragi Aðalsteinsson brunaði fram og skoraði úr hraðaupphlaupi, og jók muninn í 30-27, rétt eftir laglegt mark Símonar Michaels Guðjónssonar úr hægra horninu. Portúgal tókst ekki að hleypa spennu í leikin í lokin, enda kviknaði svo um munaði á Brynjari Vigni Sigurjónssyni í markinu, og Ísland vann fjögurra marka sigur, 32-28. Þorsteinn var eins og fyrr segir markahæstur með ellefu mörk. Andri Már Rúnarsson skoraði 5 mörk, Benedikt Gunnar Óskasson og Símon Michael Guðjónsson 4 hvor, Arnór Viðarsson, Jóhannes Berg Andrason og Tryggvi Þórisson 2 hver, og Stefán Orri Arnalds og Einar Bragi Aðalsteinsson 1 mark hvor. Handbolti Tengdar fréttir Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. 29. júní 2023 07:01 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Undanúrslitin fara fram á laugardaginn og sama hvernig fer þar þá mun Ísland leika um verðlaun á sunnudaginn, við Serbíu (sem sló Færeyjar út í dag), Þýskaland eða Danmörku. Þorsteinn Leó Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Ísland í dag, sérstaklega í seinni hálfleik, og endaði með ellefu mörk. Árangur Íslands er sá besti sem U21-landsliðið hefur náð á HM síðan það vann bronsverðlaun fyrir þrjátíu árum. Styttra er þó síðan að íslenskt landslið vann verðlaun á heimsmeistaramóti en það gerði U19-landslið karla á HM 2015, þegar liðið vann brons, og á HM 2009 þegar liðið vann silfur. Magnaður Þorsteinn þegar Ísland komst yfir Portúgal skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í dag og hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, og var Ísland tveimur mörkum undir að honum loknum, 14-12. Snemma í seinni hálfleik náðu íslensku strákarnir hins vegar frábærum kafla og skoruðu fjögur mörk í röð, og komust þannig yfir í fyrsta sinn í leiknum, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Portúgalar tóku þá leikhlé en gekk erfiðlega að breyta gangi mála og þeir áttu sérstaklega erfitt með að halda aftur af skyttunni hávöxnu og sterku, Þorsteini Leó. Hann skoraði fimm mörk á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og kom Íslandi í 22-20 með sínu níunda marki í leiknum. Þorsteinn lenti reyndar illa eftir níunda markið og fór af velli en sneri fljótlega aftur, og kom Íslandi í 26-24 með sínu tíunda marki þegar rúmar sjö mínútur voru eftir. Rekinn af velli fyrir brot á Þorsteini Portúgalar reyndu að stöðva Þorstein en Nilton Melo gekk of langt og fékk rautt spjald eftir að hafa farið í andlit Þorsteins í miðju skoti. Spennan hélt þó áfram í leiknum en Ísland var 1-2 mörkum yfir þar til að Einar Bragi Aðalsteinsson brunaði fram og skoraði úr hraðaupphlaupi, og jók muninn í 30-27, rétt eftir laglegt mark Símonar Michaels Guðjónssonar úr hægra horninu. Portúgal tókst ekki að hleypa spennu í leikin í lokin, enda kviknaði svo um munaði á Brynjari Vigni Sigurjónssyni í markinu, og Ísland vann fjögurra marka sigur, 32-28. Þorsteinn var eins og fyrr segir markahæstur með ellefu mörk. Andri Már Rúnarsson skoraði 5 mörk, Benedikt Gunnar Óskasson og Símon Michael Guðjónsson 4 hvor, Arnór Viðarsson, Jóhannes Berg Andrason og Tryggvi Þórisson 2 hver, og Stefán Orri Arnalds og Einar Bragi Aðalsteinsson 1 mark hvor.
Handbolti Tengdar fréttir Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. 29. júní 2023 07:01 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. 29. júní 2023 07:01