Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna Eiður Þór Árnason skrifar 27. júní 2023 21:27 Húsið er nú gjörónýtt. vísir/vilhelm Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag. „Þetta er rosalega sorglegt. Ég held að ég sé búin að eiga þetta hús í 24 ár. Ég missti bara þarna mína aleigu. Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir. Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsins á sjötta tímanum í kvöld og lagði mikinn reyk frá húsinu. Haft var eftir varðstjóra fyrr í kvöld að sprenging hafi orðið inni í íbúðinni. Svona leit húsið út fljótlega eftir að slökkvistarf hófst.vísir/vilhelm Slökkvistarf var í góðum farvegi á tíunda tímanum í kvöld, að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu og unnið að því að rífa þakið af húsinu með kranabíl til að slökkva betur eldinn. Hann segir að eitthvað verði unnið áfram fram á kvöld en byrjað sé að draga úr mannskap á svæðinu. Fréttastofa RÚV hefur eftir slökkviliðinu að sprengingin hafi líklega orðið út frá einhvers konar hleðslubatteríi en Bernódus Sveinsson, vakthafandi varðstjóri vildi ekki staðfesta það í samtali við Vísi. Þá liggur fyrir að fólk hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en því tekist að forða sér. Mikið tilfinningalegt tjón Steinunn veit lítið um framhaldið en eldsupptök eru nú til rannsóknar. „Ég veit bara að húsið er ónýtt. Það er bara verið að rífa það því þeir náðu ekki að slökkva eldinn þar sem þetta er timburhús.“ Um sé að ræða gamalt timburhús sem flutt hafi verið af Hverfisgötu á sjötta áratug síðustu aldar og síðar byggt við. Íbúar í Fossvoginum sem fréttastofa ræddi við segja hafa borið á mikilli óreglu hjá íbúum hússins um nokkurt skeið. „Ég veit að þetta er fólk sem var stundum í neyslu og stundum ekki, ég veit ekki hvernig staðan var hjá þeim akkúrat núna,“ segir Steinunn. Hún bindur vonir við að brunatrygging hennar bæti tjónið að mestu leyti en annað sé að segja um tilfinningalegt tjón hennar og fjölskyldunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
„Þetta er rosalega sorglegt. Ég held að ég sé búin að eiga þetta hús í 24 ár. Ég missti bara þarna mína aleigu. Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir. Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsins á sjötta tímanum í kvöld og lagði mikinn reyk frá húsinu. Haft var eftir varðstjóra fyrr í kvöld að sprenging hafi orðið inni í íbúðinni. Svona leit húsið út fljótlega eftir að slökkvistarf hófst.vísir/vilhelm Slökkvistarf var í góðum farvegi á tíunda tímanum í kvöld, að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu og unnið að því að rífa þakið af húsinu með kranabíl til að slökkva betur eldinn. Hann segir að eitthvað verði unnið áfram fram á kvöld en byrjað sé að draga úr mannskap á svæðinu. Fréttastofa RÚV hefur eftir slökkviliðinu að sprengingin hafi líklega orðið út frá einhvers konar hleðslubatteríi en Bernódus Sveinsson, vakthafandi varðstjóri vildi ekki staðfesta það í samtali við Vísi. Þá liggur fyrir að fólk hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en því tekist að forða sér. Mikið tilfinningalegt tjón Steinunn veit lítið um framhaldið en eldsupptök eru nú til rannsóknar. „Ég veit bara að húsið er ónýtt. Það er bara verið að rífa það því þeir náðu ekki að slökkva eldinn þar sem þetta er timburhús.“ Um sé að ræða gamalt timburhús sem flutt hafi verið af Hverfisgötu á sjötta áratug síðustu aldar og síðar byggt við. Íbúar í Fossvoginum sem fréttastofa ræddi við segja hafa borið á mikilli óreglu hjá íbúum hússins um nokkurt skeið. „Ég veit að þetta er fólk sem var stundum í neyslu og stundum ekki, ég veit ekki hvernig staðan var hjá þeim akkúrat núna,“ segir Steinunn. Hún bindur vonir við að brunatrygging hennar bæti tjónið að mestu leyti en annað sé að segja um tilfinningalegt tjón hennar og fjölskyldunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30