Fann hornstein lífrænnar efnafræði í sólkerfi í fæðingu Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2023 12:21 Frumsólkerfisskífan sést á neðri myndinni til hægri. Hinar myndirnar tvær sýna nánar staðsetningu hennar í miðri Óríóngeimþokunni. ESA/Webb, NASA, CSA, M. Zamani (ESA/Webb), the PDRs4All ERS Team Kolefnissameind sem er talin hornsteinn lífrænnar efnafræði fannst í fyrsta skipti í fjarlægu sólkerfi sem er verða til með athugunum James Webb-geimsjónaukans. Rannsóknin á frumsólkerfisskífunni er einnig sögð sýna fram á þátt útfjólublárrar geislunar í lífvænleika nýrra sólkerfa. Svonefnd metýlkatjón (CH3+), jákvætt hlaðin sameind kolefnis og vetnis, gegnir lykilhlutverki í myndun kolefnissameinda og efnasambanda vegna þess hversu auðveldlega hún getur hvarfast við aðrar sameindir. Hún hefur verið talin hornsteinn lífrænnar efnafræði í alheiminum en allt líf eins og við þekkjum það gert úr kolefni. Uppgötvun sameindarinnar í frumsólkerfisskífu í kringum unga stjörnu í Sverðþokunni í stjörnuþokunni Óríon markar tímamót þar sem hún hefur aldrei áður fundist í sólkerfi í myndun. Öflugasti geimsjónauki mannkynsins, James Webb-sjónaukinn, gat efnagreint skífuna með litrófsmælingu og þannig komið auga á sameindina mikilvægu, að því er kemur fram í grein á Stjörnufræðivefnum. Stjörnur og sólkerfi myndast af miklum móð í Sverðþokunni sem er hluti af Óríongeimþokunni.ESA/Webb, NASA, CSA, M. Zamani (ESA/Webb), the PDRs4All ERS Team Þversagnarkennt hlutverk útfjólublás ljóss Rannsóknin á sólkerfisskífunni d203-506 sem er í um 1.350 ljósára fjarlægð frá jörðinni varpaði einnig ljósi á þversagnakenndar vísbendingar um hvernig útfjólublátt ljós hefur áhrif á myndun lífs í alheiminum. Orkumikið útfjólublátt ljós hefur fyrst og fremst verið talið skaðlegt lífi þar sem það brýtur niður flókin lífræn efnasambönd. Engu að síður sýna rannsóknir á loftsteinum í sólkerfinu okkar, því eina sem vitað er til að líf hafi kviknað, að það var baðað í útfjólublárri geislun frá massamiklum nágrannastjörnum sólarinnar á bernskuárum þess. Stjörnufræðingar telja raunar að flestar frumsólkerfisskífur gangi í gegnum tímabil mikillar útfjólublárrar geislunar þar sem stjörnur myndast yfirleitt í knippum, þar á meðal stórar stjörnur sem geisla útfjólubláu ljósi. Lausnin á þessari þversögn gæti hafa komið fram í rannsókn sem hluti vísindamannanna sem rannsökuðu d203-506 gerði á tilraunastofu, að því er segir í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Niðurstöður þeirra benda til þess að tilvist metýlkatjóna tengist útfjólublárri geislun en orka hennar gerir katjónunum kleift að myndast. Útfjólublátt ljós virðist gerbreyta efnasamsetningu frumsólkerfisskífa í alheiminum. Rannsóknir Webb benda til þess að þær skífur sem verða ekki fyrir mikilli útfjólublárri geislun séu fullar af vatni. Í d203-506 greindist hins vegar ekki arða af vatni. „Þetta sýnir skýrt að útfjólublá geislun getur breytt algerlega efnafræði frumsólkerfisskífa. Hún gæti raunar leikið lykilhlutverk í fyrstu efnafræðilegu stigum lífs með því að auðvelda myndun CH3+, nokkuð sem hefur kannski verið vanmetið til þessa,“ segir Oliver Berné, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Háskólanum í Toulouse í Frakklandi. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Svonefnd metýlkatjón (CH3+), jákvætt hlaðin sameind kolefnis og vetnis, gegnir lykilhlutverki í myndun kolefnissameinda og efnasambanda vegna þess hversu auðveldlega hún getur hvarfast við aðrar sameindir. Hún hefur verið talin hornsteinn lífrænnar efnafræði í alheiminum en allt líf eins og við þekkjum það gert úr kolefni. Uppgötvun sameindarinnar í frumsólkerfisskífu í kringum unga stjörnu í Sverðþokunni í stjörnuþokunni Óríon markar tímamót þar sem hún hefur aldrei áður fundist í sólkerfi í myndun. Öflugasti geimsjónauki mannkynsins, James Webb-sjónaukinn, gat efnagreint skífuna með litrófsmælingu og þannig komið auga á sameindina mikilvægu, að því er kemur fram í grein á Stjörnufræðivefnum. Stjörnur og sólkerfi myndast af miklum móð í Sverðþokunni sem er hluti af Óríongeimþokunni.ESA/Webb, NASA, CSA, M. Zamani (ESA/Webb), the PDRs4All ERS Team Þversagnarkennt hlutverk útfjólublás ljóss Rannsóknin á sólkerfisskífunni d203-506 sem er í um 1.350 ljósára fjarlægð frá jörðinni varpaði einnig ljósi á þversagnakenndar vísbendingar um hvernig útfjólublátt ljós hefur áhrif á myndun lífs í alheiminum. Orkumikið útfjólublátt ljós hefur fyrst og fremst verið talið skaðlegt lífi þar sem það brýtur niður flókin lífræn efnasambönd. Engu að síður sýna rannsóknir á loftsteinum í sólkerfinu okkar, því eina sem vitað er til að líf hafi kviknað, að það var baðað í útfjólublárri geislun frá massamiklum nágrannastjörnum sólarinnar á bernskuárum þess. Stjörnufræðingar telja raunar að flestar frumsólkerfisskífur gangi í gegnum tímabil mikillar útfjólublárrar geislunar þar sem stjörnur myndast yfirleitt í knippum, þar á meðal stórar stjörnur sem geisla útfjólubláu ljósi. Lausnin á þessari þversögn gæti hafa komið fram í rannsókn sem hluti vísindamannanna sem rannsökuðu d203-506 gerði á tilraunastofu, að því er segir í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Niðurstöður þeirra benda til þess að tilvist metýlkatjóna tengist útfjólublárri geislun en orka hennar gerir katjónunum kleift að myndast. Útfjólublátt ljós virðist gerbreyta efnasamsetningu frumsólkerfisskífa í alheiminum. Rannsóknir Webb benda til þess að þær skífur sem verða ekki fyrir mikilli útfjólublárri geislun séu fullar af vatni. Í d203-506 greindist hins vegar ekki arða af vatni. „Þetta sýnir skýrt að útfjólublá geislun getur breytt algerlega efnafræði frumsólkerfisskífa. Hún gæti raunar leikið lykilhlutverk í fyrstu efnafræðilegu stigum lífs með því að auðvelda myndun CH3+, nokkuð sem hefur kannski verið vanmetið til þessa,“ segir Oliver Berné, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Háskólanum í Toulouse í Frakklandi.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira