Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. júní 2023 08:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. Í tilkynningu frá SFS segir að niðurstaðan sé skýr, ákvörðun ráðherra hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Í álitinu segir meðal annars að afar hæpið verði að teljast að ákvæði 4. gr laga um hvalveiðar færi ráðherra heimild til að setja reglugerð sem stöðvar í reynd veiðarnar fyrirvaralaust eða kemur beinlínis í veg fyrir að veiðirétthafar geti nýtt réttindi sín. Ákvörðun ráðherra hafi því ekki verið reist á viðhlítandi lagaheimildum og stenst því ekki stjórnarskrá, að mati lögmannnanna. Þá standist það vart kröfur um stjórnskipulegt meðalhóf að banna fyrirvaralaust veiðarnar með því að gefa út reglugerð, án fyrirvara eða aðlögunartíma. Sömuleiðis telja lögfræðingarnir að sú aðferð að setja reglugerð um bannið í stað þess að fylgja málsmeðferð stjórnsýslulaga sé tæplega í samræmi við svonefnda stjórnarfarsreglu en hún felur í sér að stjórnvaldi er bannað að misbeita valdi við val á leiðum til úrlausnar á máli. Ennfremur er bent á að ekki hafi verið óskað eftir sjónarmiðum Hvals hf., meðal annars um álit þeirra sérfræðinga sem voru kallaðir fyrir fagráð um velferð dýra. Þannig hafi ekki verið gætt að andmælarétti sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Því hafi reglugerð ráðherra, sem byggði á niðurstöðu fagráðsins, ekki verið reist á nægilega traustum grundvelli. Að lokum benda lögfræðingar LEX á að það að „kollvarpa stjórnsýsluframkvæmd í einu vetfangi“, eins og þeir orða það, fari í bága við viðmið sem lögð hafi verið til grundvallar í stjórnsýslurétti. Sjá má minnisblað LEX í heild sinni að neðan. Tengd skjöl Minnisblað_LEX_um_tímabundið_bann_ráðherra_við_veiði_langreyðaPDF567KBSækja skjal Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. 23. júní 2023 19:28 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Í tilkynningu frá SFS segir að niðurstaðan sé skýr, ákvörðun ráðherra hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Í álitinu segir meðal annars að afar hæpið verði að teljast að ákvæði 4. gr laga um hvalveiðar færi ráðherra heimild til að setja reglugerð sem stöðvar í reynd veiðarnar fyrirvaralaust eða kemur beinlínis í veg fyrir að veiðirétthafar geti nýtt réttindi sín. Ákvörðun ráðherra hafi því ekki verið reist á viðhlítandi lagaheimildum og stenst því ekki stjórnarskrá, að mati lögmannnanna. Þá standist það vart kröfur um stjórnskipulegt meðalhóf að banna fyrirvaralaust veiðarnar með því að gefa út reglugerð, án fyrirvara eða aðlögunartíma. Sömuleiðis telja lögfræðingarnir að sú aðferð að setja reglugerð um bannið í stað þess að fylgja málsmeðferð stjórnsýslulaga sé tæplega í samræmi við svonefnda stjórnarfarsreglu en hún felur í sér að stjórnvaldi er bannað að misbeita valdi við val á leiðum til úrlausnar á máli. Ennfremur er bent á að ekki hafi verið óskað eftir sjónarmiðum Hvals hf., meðal annars um álit þeirra sérfræðinga sem voru kallaðir fyrir fagráð um velferð dýra. Þannig hafi ekki verið gætt að andmælarétti sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Því hafi reglugerð ráðherra, sem byggði á niðurstöðu fagráðsins, ekki verið reist á nægilega traustum grundvelli. Að lokum benda lögfræðingar LEX á að það að „kollvarpa stjórnsýsluframkvæmd í einu vetfangi“, eins og þeir orða það, fari í bága við viðmið sem lögð hafi verið til grundvallar í stjórnsýslurétti. Sjá má minnisblað LEX í heild sinni að neðan. Tengd skjöl Minnisblað_LEX_um_tímabundið_bann_ráðherra_við_veiði_langreyðaPDF567KBSækja skjal
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. 23. júní 2023 19:28 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. 23. júní 2023 19:28
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41
Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28