Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2023 22:10 Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða og Stracta-hótela. Einar Árnason Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Orustustaðir eru skammt frá hringveginum um Suðausturland, um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Eigandinn Hreiðar Hermannsson hefur undirbúið verkefnið í meira en áratug, er búinn að reisa starfsmannaaðstöðu og kominn með 28 hótelíbúðir í útleigu á bráðabirgðaleyfi. „Þetta verkefni stendur í einhverjum tveimur milljörðum í mati í dag, eins og það er komið með öllu. Því að það er ekki bara þetta sem þið sjáið heldur allt það sem er búið að festa sig í kaupum. Ég er að fá steypustöð, ég er að fá allt milli himins og jarðar,“ segir Hreiðar, sem jafnframt á Stracta-hótel á Hellu. Á Orustustöðum eru 28 hótelíbúðir þegar komnar í útleigu. Einnig eru risin starfsmannahús.Einar Árnason Stóra verkefnið er hótelbygging sem búið er að hanna fyrir fjögurhundruð gesti, með margskyns afþreyingu. Þetta yrði stærsti vinnustaður Skaftárhrepps með milli áttatíu og níutíu starfsmenn. „Hótelið er, fyrsti áfangi, hann er sjöþúsund fermetrar. Og heildarfjárfestingin er tíu milljarðar,“ segir Hreiðar. Áætlað er að gistirými verði fyrir um fjögurhundruð gesti á hótelinu.Stracta Hotels Vegurinn að Orustustöðum liggur að hluta um sameiginlegt land Hraunbóls og ríkisjarðarinnar Sléttabóls, sem báðar eru eyðibýli. Eigendur Hraunbóls, sem nýta hana sem orlofsjörð, kæra sig ekki um að umferðin fari þar í gegn. „Þetta er í rauninni réttur okkar sem landeigendur að utanaðkomandi menn komi ekki og leggi veg í gegnum okkar land,“ segir Þuríður Helga Benediktsdóttir, einn eigenda Hraunbóls. Þuríður Helga Benediktsdóttir, einn eigenda Hraunbóls.Sigurjón Ólason „Þessi vegur, hann er búinn að vera hérna í tvöhundruð og eitthvað ár,“ segir Hreiðar en hann hóf sjálfur lagfæringu á veginum. „Þá hóf Hreiðar upp á eigin spýtur sínar framkvæmdir. Hann tók eiginlega í nefið einkaslóða í okkar landi og hann hefur svoleiðis valtað gjörsamlega yfir okkur,“ segir Þuríður. „Ég hef byggt veginn og sett ný gólf í brýrnar og gert það svona allt bara ágætt,“ segir Hreiðar. Hreiðar lét aka malarlagi í vegslóðann umdeilda.Einar Árnason Eigendur Hraunbóls brugðust við með því að loka veginum. „Fólk hefur verið lokað hérna inni og lagt bílum á veginn. Fólk hefur ekki komist í búðir og allt þar á milli. Og það eru til myndir af lögreglu hérna þar sem þeir eru að koma ferð númer tvö utan úr Vík,“ segir Hreiðar. „Í þessum framkvæmdum sínum þá beitir hann sínum mönnum og sínum vélum og það endaði í rauninni með því í sumar að við urðum að kæra fyrir líkamsárás, einn af hans starfsmönnum. Eftir það ákváðum við að hér skal látið stopp vera og fara bara dómstólaleiðina,“ segir Þuríður. Hér sést hvernig veginum var lokað með keðju og þverslá. Hraunból til hægri.Aðsend „Yfirgangur er náttúrlega að loka löglegum leiðum. Það er yfirgangur. En ég hef engan áhuga á því að vaða yfir menn. Ég hef aldrei gert neitt á þeirra hlut,“ segir Hreiðar. Fyrr í mánuðinum hafði Hreiðar betur þegar beiðni um lögbann á notkun vegarins var hafnað. „Er þetta bara íslenska samfélagið í hnotskurn? Freki karlinn og peningarnir, þeir ganga upp?“ spyr Þuríður. „Lögmenn frá mér og þeim hafa eitthvað verið að tala saman. En það virðist ekki ganga, því miður,“ segir Hreiðar. Í kringum hótelið er gert ráð fyrir margvíslegri afþreyingu á vatnasvæði en einnig með göngu-, hjóla- og reiðleiðum.Stracta Hotels Án uppbyggðs vegar fær svo stórt hótel vart starfsleyfi. -Er engin sáttaleið? „Nei, hann er búinn að ganga það gjörsamlega yfir okkur að það verður ekki í boði,“ svarar Þuríður Helga. Fjallað var um upphaf framkvæmdanna fyrir þremur árum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Um land allt Nágrannadeilur Hótel á Íslandi Vegagerð Tengdar fréttir Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42 Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Byggðu nýtt íbúðarhús í jaðri Skaftáreldahrauns Á jörðinni Hraunbóli á Brunasandi hafa hjónin Þuríður Helga Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, og Birgir Teitsson arkitekt reist nýtt íbúðarhús í jaðri Brunahrauns, en svo kallast þessi álma hraunsins sem rann í Skaftáreldum árin 1783 til 1784. 5. desember 2020 08:21 Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Hyggst njóta morgunkaffis með útsýni til Öræfajökuls Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er ekki aðeins að reisa hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Hann er jafnframt að byggja einbýlishús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. 3. desember 2020 23:21 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Orustustaðir eru skammt frá hringveginum um Suðausturland, um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Eigandinn Hreiðar Hermannsson hefur undirbúið verkefnið í meira en áratug, er búinn að reisa starfsmannaaðstöðu og kominn með 28 hótelíbúðir í útleigu á bráðabirgðaleyfi. „Þetta verkefni stendur í einhverjum tveimur milljörðum í mati í dag, eins og það er komið með öllu. Því að það er ekki bara þetta sem þið sjáið heldur allt það sem er búið að festa sig í kaupum. Ég er að fá steypustöð, ég er að fá allt milli himins og jarðar,“ segir Hreiðar, sem jafnframt á Stracta-hótel á Hellu. Á Orustustöðum eru 28 hótelíbúðir þegar komnar í útleigu. Einnig eru risin starfsmannahús.Einar Árnason Stóra verkefnið er hótelbygging sem búið er að hanna fyrir fjögurhundruð gesti, með margskyns afþreyingu. Þetta yrði stærsti vinnustaður Skaftárhrepps með milli áttatíu og níutíu starfsmenn. „Hótelið er, fyrsti áfangi, hann er sjöþúsund fermetrar. Og heildarfjárfestingin er tíu milljarðar,“ segir Hreiðar. Áætlað er að gistirými verði fyrir um fjögurhundruð gesti á hótelinu.Stracta Hotels Vegurinn að Orustustöðum liggur að hluta um sameiginlegt land Hraunbóls og ríkisjarðarinnar Sléttabóls, sem báðar eru eyðibýli. Eigendur Hraunbóls, sem nýta hana sem orlofsjörð, kæra sig ekki um að umferðin fari þar í gegn. „Þetta er í rauninni réttur okkar sem landeigendur að utanaðkomandi menn komi ekki og leggi veg í gegnum okkar land,“ segir Þuríður Helga Benediktsdóttir, einn eigenda Hraunbóls. Þuríður Helga Benediktsdóttir, einn eigenda Hraunbóls.Sigurjón Ólason „Þessi vegur, hann er búinn að vera hérna í tvöhundruð og eitthvað ár,“ segir Hreiðar en hann hóf sjálfur lagfæringu á veginum. „Þá hóf Hreiðar upp á eigin spýtur sínar framkvæmdir. Hann tók eiginlega í nefið einkaslóða í okkar landi og hann hefur svoleiðis valtað gjörsamlega yfir okkur,“ segir Þuríður. „Ég hef byggt veginn og sett ný gólf í brýrnar og gert það svona allt bara ágætt,“ segir Hreiðar. Hreiðar lét aka malarlagi í vegslóðann umdeilda.Einar Árnason Eigendur Hraunbóls brugðust við með því að loka veginum. „Fólk hefur verið lokað hérna inni og lagt bílum á veginn. Fólk hefur ekki komist í búðir og allt þar á milli. Og það eru til myndir af lögreglu hérna þar sem þeir eru að koma ferð númer tvö utan úr Vík,“ segir Hreiðar. „Í þessum framkvæmdum sínum þá beitir hann sínum mönnum og sínum vélum og það endaði í rauninni með því í sumar að við urðum að kæra fyrir líkamsárás, einn af hans starfsmönnum. Eftir það ákváðum við að hér skal látið stopp vera og fara bara dómstólaleiðina,“ segir Þuríður. Hér sést hvernig veginum var lokað með keðju og þverslá. Hraunból til hægri.Aðsend „Yfirgangur er náttúrlega að loka löglegum leiðum. Það er yfirgangur. En ég hef engan áhuga á því að vaða yfir menn. Ég hef aldrei gert neitt á þeirra hlut,“ segir Hreiðar. Fyrr í mánuðinum hafði Hreiðar betur þegar beiðni um lögbann á notkun vegarins var hafnað. „Er þetta bara íslenska samfélagið í hnotskurn? Freki karlinn og peningarnir, þeir ganga upp?“ spyr Þuríður. „Lögmenn frá mér og þeim hafa eitthvað verið að tala saman. En það virðist ekki ganga, því miður,“ segir Hreiðar. Í kringum hótelið er gert ráð fyrir margvíslegri afþreyingu á vatnasvæði en einnig með göngu-, hjóla- og reiðleiðum.Stracta Hotels Án uppbyggðs vegar fær svo stórt hótel vart starfsleyfi. -Er engin sáttaleið? „Nei, hann er búinn að ganga það gjörsamlega yfir okkur að það verður ekki í boði,“ svarar Þuríður Helga. Fjallað var um upphaf framkvæmdanna fyrir þremur árum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Um land allt Nágrannadeilur Hótel á Íslandi Vegagerð Tengdar fréttir Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42 Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Byggðu nýtt íbúðarhús í jaðri Skaftáreldahrauns Á jörðinni Hraunbóli á Brunasandi hafa hjónin Þuríður Helga Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, og Birgir Teitsson arkitekt reist nýtt íbúðarhús í jaðri Brunahrauns, en svo kallast þessi álma hraunsins sem rann í Skaftáreldum árin 1783 til 1784. 5. desember 2020 08:21 Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Hyggst njóta morgunkaffis með útsýni til Öræfajökuls Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er ekki aðeins að reisa hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Hann er jafnframt að byggja einbýlishús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. 3. desember 2020 23:21 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Sjá meira
Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42
Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Byggðu nýtt íbúðarhús í jaðri Skaftáreldahrauns Á jörðinni Hraunbóli á Brunasandi hafa hjónin Þuríður Helga Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, og Birgir Teitsson arkitekt reist nýtt íbúðarhús í jaðri Brunahrauns, en svo kallast þessi álma hraunsins sem rann í Skaftáreldum árin 1783 til 1784. 5. desember 2020 08:21
Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12
Hyggst njóta morgunkaffis með útsýni til Öræfajökuls Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er ekki aðeins að reisa hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Hann er jafnframt að byggja einbýlishús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. 3. desember 2020 23:21