„Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2023 15:21 Kristrún Frostadóttir segir að mikilvægt sé að skipa rannsóknarnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. „Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa auðvitað borið fyrir sig að hvergi hafi lögbrot af hálfu ráðherra átt sér stað, þó það hafi verið vitað að ríkisendurskoðandi hafi ekki haft heimildir til að rannsaka slíkt,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan kallaði alveg frá upphafi eftir að rannsóknarnefnd yrði skipuð en hún hefur víðtækar rannsóknarheimildir. „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn að sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Kristrún bendir á að þetta sé önnur skýrslan á undanförnum mánuðum um söluna. „Sem sýnir að söluferlið var í engu samhengi við yfirlýsingar fjármálaráðherra að vel hafi gengið og við vitum auðvitað úr fyrri skýrslu ríkisendurskoðanda að jafnræði var ekki tryggt og að hæsta verð hafi ekki fengist, samt var þetta í lögum um söluna.“ Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabankans sé kolsvört. „Það var verulega illa staðið að sölunni og við þurfum auðvitað að fá nánari skýringar á því hvernig stendur á því að keðjan brotnar eða í raun hrynur með þessum hætti fyrir neðan ríkisstjórnina, fjármálaráðherra og ráðuneytið. Fyrst leiðir þetta að lokun á Bankasýslunni og síðan núna þessi kolsvarta skýrsla um Íslandsbanka.“ Og hvað þarf að gerast núna í framhaldinu að þínu mati? „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
„Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa auðvitað borið fyrir sig að hvergi hafi lögbrot af hálfu ráðherra átt sér stað, þó það hafi verið vitað að ríkisendurskoðandi hafi ekki haft heimildir til að rannsaka slíkt,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan kallaði alveg frá upphafi eftir að rannsóknarnefnd yrði skipuð en hún hefur víðtækar rannsóknarheimildir. „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn að sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Kristrún bendir á að þetta sé önnur skýrslan á undanförnum mánuðum um söluna. „Sem sýnir að söluferlið var í engu samhengi við yfirlýsingar fjármálaráðherra að vel hafi gengið og við vitum auðvitað úr fyrri skýrslu ríkisendurskoðanda að jafnræði var ekki tryggt og að hæsta verð hafi ekki fengist, samt var þetta í lögum um söluna.“ Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabankans sé kolsvört. „Það var verulega illa staðið að sölunni og við þurfum auðvitað að fá nánari skýringar á því hvernig stendur á því að keðjan brotnar eða í raun hrynur með þessum hætti fyrir neðan ríkisstjórnina, fjármálaráðherra og ráðuneytið. Fyrst leiðir þetta að lokun á Bankasýslunni og síðan núna þessi kolsvarta skýrsla um Íslandsbanka.“ Og hvað þarf að gerast núna í framhaldinu að þínu mati? „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33
„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22