Fjögur þúsund manna samfélag án heilbrigðisþjónustu Anton Guðmundsson skrifar 26. júní 2023 13:30 Suðurnesjabær, sem varð til við sameiningu Sandgerðis og Garðs árið 2018, hýsir nú tæplega 4.000 íbúa. Þar er hins vegar ekki um neina heilsugæslu að ræða né hjúkrunarheimili og þurfa því íbúar að leita til annarra sveitarfélaga eftir heilbrigðisþjónustu. Ef mið er tekið af stærð er bæjarfélagið eina sveitarfélagið á Íslandi sem stendur í þeim sporum. Gríðarlega hefur fjölgað í sveitarfélaginu á undanförnum árum og er sveitarfélagið með stórt og mikið verkefni í fanginu sem snýr að vegalausum börnum þar sem flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ og fellur því þessi málaflokkur sjálfkrafa á barnavernd sveitarfélagsins með tilheyrandi kostnaði sem það hefur í för með sér. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að þjónustan verði endurvakin líkt og hún var hér á árum áður til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi sem er nú orðið næststærsta sveitarfélag Suðurnesja. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Í ályktun Alþingis um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 kemur fram að heilsugæsluþjónusta sé veitt öllum. Heilsugæslunni er ætlað stórt hlutverk í heilbrigðisþjónustu við landsmenn samkvæmt lögum. Hún á að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu þar sem notendur eiga kost á almennum lækningum, hjúkrun, endurhæfingu, heilsuvernd og forvörnum. Jafnframt kemur fram að heilsugæsluþjónusta er veitt í öllum heilbrigðisumdæmum og skipulögð af heilbrigðisstofnun hvers heilbrigðisumdæmis. Starfsstöðvar heilsugæslu eru víða og aðgengi að jafnaði nokkuð gott á landsbyggðinni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilsugæslur á landsbyggðinni sem kom út 2018 kemur fram að 18 heilsugæslusel séu staðsett á landinu og eru þau rekin af heilbrigðisstofnunum hvers heilbrigðisumdæmis. Sem stendur er HSS eina heilbrigðisstofnunin á landsbyggðinni sem ekki starfrækir heilsugæslusel. Nauðsynlegt er að tryggja getu HSS til þess að opna á ný þjónustur heilsugæslusela á Suðurnesjum samfara auknum áherslum á aðgengi og fyrirbyggjandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ eru öll boðin og búin að hefja formlegar viðræður við heilbrigðisráðuneytið og forsvarsmenn HSS við fyrsta tækifæri svo að hægt sé að undirbúa húsnæðið sem Suðurnesjabær hefur upp á að bjóða undir slíka starfsemi. Um er að ræða stórt réttlætismál fyrir íbúa Suðurnesjabæjar, að heilbrigðisþjónusta verði í boði í sveitarfélaginu líkt og í öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi af þessari stærð. Það er einlæg von mín að heilbrigðisráðherra og þingmenn í Suðurkjördæmi muni beita sér fyrir því að hafnar verði formlegar viðræður við Suðurnesjabæ við fyrsta tækifæri svo að hægt sé að marka skýra stefnu og sýn sem mun stuðla að opnun heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ. Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Suðurnesjabær, sem varð til við sameiningu Sandgerðis og Garðs árið 2018, hýsir nú tæplega 4.000 íbúa. Þar er hins vegar ekki um neina heilsugæslu að ræða né hjúkrunarheimili og þurfa því íbúar að leita til annarra sveitarfélaga eftir heilbrigðisþjónustu. Ef mið er tekið af stærð er bæjarfélagið eina sveitarfélagið á Íslandi sem stendur í þeim sporum. Gríðarlega hefur fjölgað í sveitarfélaginu á undanförnum árum og er sveitarfélagið með stórt og mikið verkefni í fanginu sem snýr að vegalausum börnum þar sem flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ og fellur því þessi málaflokkur sjálfkrafa á barnavernd sveitarfélagsins með tilheyrandi kostnaði sem það hefur í för með sér. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að þjónustan verði endurvakin líkt og hún var hér á árum áður til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi sem er nú orðið næststærsta sveitarfélag Suðurnesja. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Í ályktun Alþingis um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 kemur fram að heilsugæsluþjónusta sé veitt öllum. Heilsugæslunni er ætlað stórt hlutverk í heilbrigðisþjónustu við landsmenn samkvæmt lögum. Hún á að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu þar sem notendur eiga kost á almennum lækningum, hjúkrun, endurhæfingu, heilsuvernd og forvörnum. Jafnframt kemur fram að heilsugæsluþjónusta er veitt í öllum heilbrigðisumdæmum og skipulögð af heilbrigðisstofnun hvers heilbrigðisumdæmis. Starfsstöðvar heilsugæslu eru víða og aðgengi að jafnaði nokkuð gott á landsbyggðinni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilsugæslur á landsbyggðinni sem kom út 2018 kemur fram að 18 heilsugæslusel séu staðsett á landinu og eru þau rekin af heilbrigðisstofnunum hvers heilbrigðisumdæmis. Sem stendur er HSS eina heilbrigðisstofnunin á landsbyggðinni sem ekki starfrækir heilsugæslusel. Nauðsynlegt er að tryggja getu HSS til þess að opna á ný þjónustur heilsugæslusela á Suðurnesjum samfara auknum áherslum á aðgengi og fyrirbyggjandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ eru öll boðin og búin að hefja formlegar viðræður við heilbrigðisráðuneytið og forsvarsmenn HSS við fyrsta tækifæri svo að hægt sé að undirbúa húsnæðið sem Suðurnesjabær hefur upp á að bjóða undir slíka starfsemi. Um er að ræða stórt réttlætismál fyrir íbúa Suðurnesjabæjar, að heilbrigðisþjónusta verði í boði í sveitarfélaginu líkt og í öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi af þessari stærð. Það er einlæg von mín að heilbrigðisráðherra og þingmenn í Suðurkjördæmi muni beita sér fyrir því að hafnar verði formlegar viðræður við Suðurnesjabæ við fyrsta tækifæri svo að hægt sé að marka skýra stefnu og sýn sem mun stuðla að opnun heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ. Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun