„Augljóst að eitthvað er að gerast og virðist vera nokkuð alvarlegt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2023 16:13 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra fylgist grannt með framvindu mála í Rússlandi eins og líklega margir þessa stundina. Vísir/Steingrímur Dúi Utanríkisráðherra fylgist grannt með framvindu mála í Rússlandi og metur stöðuna klukkustund frá klukkustund. Hún segir stöðuna ekki koma á óvart þar sem þetta hafi verið ein af þeim sviðsmyndum sem hafi verið teiknaðar upp. Þó sé enn óljóst að leggja mat á hvað raunverulega sé að gerast. „Það er mikið skrifað, mikið sagt. Mikið sem birtist í rauntíma en það er erfitt á þessum mikla hraða að sannreyna hvað er satt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, spurð um hvernig staðan blasi við henni. „Ég myndi segja að það væri ansi mikil stríðsþoka yfir raunverulegri stöðu. Það er augljóst að það er eitthvað er að gerast og virðist vera nokkuð alvarlegt. En hver atburðarrásin verður, hún í raun breytist klukkustund frá klukkustund og töluvert erfitt að leggja raunverulegt mat á hvað er að gerast. Við þurfum einfaldlega að meta stöðuna klukkustund frá klukkustund.“ Þórdís segir stöðuna ekki koma á óvart þar sem þetta væri ein af þeim sviðsmyndum sem hefðu verið teiknaðar upp. „En við vitum ekki ennþá hvað þetta er, vitum ekki hvort þeir ná því sem þeir ætla sér, hvað kemur þá í staðinn. Það er ekki eins og þarna sé um að ræða mann með glæsta sögu, þannig að þetta kemur ekki á óvart en gerðist þó töluvert hratt í gærkvöldi.“ Þórdís segir mjög fáa íslenska ríkisborgara í Rússlandi, þeir séu á milli tíu og fimmtán og séu nær St.Pétursborg en Moskvu. „En við erum auðvitað með sendiherra og okkar starfsfólk úti og erum í nánu samstarfi við þau og höfum sent út tilmæli og slíkt. Og erum í mjög nánu samstarfi við Norðurlöndin og líkt þenkjandi ríki í Moskvu. Áður hafði verið gefið út að íslenska sendiráðinu í Rússlandi yrði lokað 1. ágúst. Þórdís segir að það verði að koma í ljós hvort og hversu lengi það verði öruggt að vera inn í Moskvu. „Við tökum þær ákvarðanir í takti við það sem önnur ríki eru að gera. Og ef sú staða kemur upp þá skiptir ekki máli hvert formið er á ákvörðunum sem við höfum þegar tekið, þá verðum við einfaldlega að bregðast við alvarleika innanlands.“ Telur þú að rússnenska þjóðin standi á bakvið Pútín? „Það er engin leið að segja og ekki mitt að leggja mat á það. Auðvitað er um land að ræða þar sem það ríkir ekki raunverulegt hugsunarfrelsi, það er ekki fjölmiðlafrelsi, fólk fær ekki að tjá sig eins og það vill. Þetta er mjög flókin staða og hefur ekki bara verið undanfarin ár heldur undanfarin mjög mörg ár. Þannig að það verður að koma í ljós og verður áhugavert að fylgjast með hver viðbrögðin eru, til að mynda innan rússneska hersins. Og hvaða áhrif það hefur svo á rússneska herinn í Úkraínu.“ Það er auðvitað það sem við horfum til, hvort þetta breyti einhverju í þeirri stöðu, að Úkraínski herinn geti náð meiri árangri í að ná til baka landi sem er þeirra samkvæmt alþjóðalögum og landamærum. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins fer fram í Vilníus eftir rétt rúmar tvær vikur. „Það er mikill undirbúningur fram að þeim fundi. Vilníus er auðvitað mjög skammt frá Belarús, það eru ekki nema 25 kílómetrar þangað og það verður örugglega mjög margt búið að gerast fram að þeim tíma en hvað það verður veit ég ekki,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Það er mikið skrifað, mikið sagt. Mikið sem birtist í rauntíma en það er erfitt á þessum mikla hraða að sannreyna hvað er satt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, spurð um hvernig staðan blasi við henni. „Ég myndi segja að það væri ansi mikil stríðsþoka yfir raunverulegri stöðu. Það er augljóst að það er eitthvað er að gerast og virðist vera nokkuð alvarlegt. En hver atburðarrásin verður, hún í raun breytist klukkustund frá klukkustund og töluvert erfitt að leggja raunverulegt mat á hvað er að gerast. Við þurfum einfaldlega að meta stöðuna klukkustund frá klukkustund.“ Þórdís segir stöðuna ekki koma á óvart þar sem þetta væri ein af þeim sviðsmyndum sem hefðu verið teiknaðar upp. „En við vitum ekki ennþá hvað þetta er, vitum ekki hvort þeir ná því sem þeir ætla sér, hvað kemur þá í staðinn. Það er ekki eins og þarna sé um að ræða mann með glæsta sögu, þannig að þetta kemur ekki á óvart en gerðist þó töluvert hratt í gærkvöldi.“ Þórdís segir mjög fáa íslenska ríkisborgara í Rússlandi, þeir séu á milli tíu og fimmtán og séu nær St.Pétursborg en Moskvu. „En við erum auðvitað með sendiherra og okkar starfsfólk úti og erum í nánu samstarfi við þau og höfum sent út tilmæli og slíkt. Og erum í mjög nánu samstarfi við Norðurlöndin og líkt þenkjandi ríki í Moskvu. Áður hafði verið gefið út að íslenska sendiráðinu í Rússlandi yrði lokað 1. ágúst. Þórdís segir að það verði að koma í ljós hvort og hversu lengi það verði öruggt að vera inn í Moskvu. „Við tökum þær ákvarðanir í takti við það sem önnur ríki eru að gera. Og ef sú staða kemur upp þá skiptir ekki máli hvert formið er á ákvörðunum sem við höfum þegar tekið, þá verðum við einfaldlega að bregðast við alvarleika innanlands.“ Telur þú að rússnenska þjóðin standi á bakvið Pútín? „Það er engin leið að segja og ekki mitt að leggja mat á það. Auðvitað er um land að ræða þar sem það ríkir ekki raunverulegt hugsunarfrelsi, það er ekki fjölmiðlafrelsi, fólk fær ekki að tjá sig eins og það vill. Þetta er mjög flókin staða og hefur ekki bara verið undanfarin ár heldur undanfarin mjög mörg ár. Þannig að það verður að koma í ljós og verður áhugavert að fylgjast með hver viðbrögðin eru, til að mynda innan rússneska hersins. Og hvaða áhrif það hefur svo á rússneska herinn í Úkraínu.“ Það er auðvitað það sem við horfum til, hvort þetta breyti einhverju í þeirri stöðu, að Úkraínski herinn geti náð meiri árangri í að ná til baka landi sem er þeirra samkvæmt alþjóðalögum og landamærum. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins fer fram í Vilníus eftir rétt rúmar tvær vikur. „Það er mikill undirbúningur fram að þeim fundi. Vilníus er auðvitað mjög skammt frá Belarús, það eru ekki nema 25 kílómetrar þangað og það verður örugglega mjög margt búið að gerast fram að þeim tíma en hvað það verður veit ég ekki,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira