„Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2023 12:01 Evrópumeistarinn Gísli Þorgeir Kristjánsson. Marco Steinbrenner/Getty Images Gísli Þorgeir Kristjánsson stóð uppi sem Evrópumeistari í handbolta sem og verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar eftir að fara úr axlarlið í undanúrslitum. Hann segir helgina hafa verið sturlaða, að þetta sé það sem hann hafi dreymt um frá unga aldri og hvað það skipti hann miklu máli að hafa sitt nánast fólk með sér í höllinni í Köln. „Ég vildi bara gera hvað sem er til að ná Final Four [undanúrslit og úrslit í Meistaradeild Evrópu]. Búið að vera draumur síðan maður var lítill pjakkur. Sjá Aron [Pálmarsson] og allar mínar fyrirmyndir spila í Final Four í Köln, hvaða handboltaleikmanni sem er dreymir um að komast á þetta svið og reyna vinna Meistaradeildina.“ „Sturluð helgi frá A til Ö“ „Þetta er stærsta sviðið svo ég vildi gera allt sem ég gat gert til að komast sem fyrst aftur á gólfið. Þetta var sturluð helgi frá A til Ö. Á heildina litið var þetta gæsahúðarhelgi, þrátt fyrir það sem kom fyrir mig og mína öxl.“ Hvað flaug í gegnum höfuðið á Gísla Þorgeiri þegar hann meiddist á öxl í undanúrslitunum? „Man að ég lá á gólfinu, með öxlina ekki í lið og ég hugsaði með mér „Hvað núna?“ Held að fljótlega hafi liðið yfir mig, sem hjálpaði því þegar mér var kippt aftur í lið náði ég að slaka svo svakalega vel á öllu kerfinu svo það gekk í sjálfu sér mjög vel.“ „Þetta var svakalegt augnablik, og sjokk fyrir mig að hafa lent í þessu. Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn. Var búinn að svo lengi að því að komast og vera með í þessum leikjum, svo var þetta bara búið á fimmtíu mínútum.“ „Hann kippir mér í lið á vellinum og svo sé ég strákana klára þennan leik á móti Barcelona, var gjörsamlega sturlað hvernig þeir kláruðu það. Hversu mikið þeir þjöppuðu sér saman, kláruðum þetta í vítakeppni en þeir voru ótrúlega góðir. Leikmenn sem voru ekki búnir að spila mikið í sókn stigu upp og það var algjör gæsahúð að sjá klára þennan leik.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Gísli Þorgeir um meiðslin í undanúrslitum: Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn „Læknirinn sagði að morgundagurinn væri möguleiki“ „Það gekk svakalega vel að kippa öxlinni aftur í lið. Það komu engin brot við það að kippa öxlinni aftur í lið en það var auðvitað ótrúlega vont að hreyfa öxlina, gat ekkert þannig séð hreyft hana um kvöldið en læknirinn sagði að morgundagurinn væri möguleiki. Ætluðum að reyna á það næsta dag að sjá hvernig það væri að kasta bolta.“ Ásamt læknateymi Magdeburgar vann Gísli Þorgeir hart að því að koma öxlinni í lag. Ástandið var þó ekki bjart í hádeginu á deginum sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég satt best að segja var bara að drepast í öxlinni allan tímann. Eins vont og það var að kasta - og ég kastaði bara eins og risaeðla, náði ekki að lyfta öxlinni meira en 90 gráður - sagði samt að ef ég myndi losna við verkinn gæti ég fórnað mér í þetta.“ Gísli Þorgeir fórnaði sér svo sannarlega í úrslitaleiknum og uppskar eftir því. Tilfinningarnar leyndu sér ekki. „Ég sver það, ég hef aldrei fundið svona tilfinningu áður. Held ég hafi aldrei fundið svona gleðinni á ævinni. Að ná þessu eftir allt sem ég var búinn að leggja á mig lét tilfinningarnar flæða enn meira hjá mér. Gerði þetta að ógleymanlegasta augnabliki á mínum ferli.“ Ekki nóg með að vinna Meistaradeildina, Gísli Þorgeir var valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. „Ég var í svo mikilli gleðivímu að ég var ekki að reikna með neinu slíku, var hágrenjandi. Er auðvitað frábær viðurkenning og það var þess virði að fara í gegnum allan þennan skít og uppskera þetta að lokum með því einfaldlega að gefast ekki upp.“ Gleðitár.Marco Steinbrenner/Getty Images „Er að átta mig á hversu stórt þetta er og hversu stórt það er að hafa gert þetta. Augnablik sem ég mun segja börnunum mínum frá í framtíðinni. Eitthvað sem mun aldrei fara frá mér og ég mun alltaf muna eftir. Það sem gerðist um helgina var bara draumurinn minn, þetta var draumur sem varð að veruleika.“ „Held þau [foreldrar Gísla Þorgeirs] hafi verið meira grátandi en ég, ef það var hægt. Fannst svo gaman að þau voru þarna í höllinni með mér, kærastan mín líka og bestu vinir mínir. Var svo gaman að sjá öll sem ég elska mest í lífinu vera með mér og upplifa þetta augnablik með mér. Gerði gríðarlega mikið fyrir mig,“ sagði Evrópumeistarinn Gísli Þorgeir Kristjánsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Handbolti Pólski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
„Ég vildi bara gera hvað sem er til að ná Final Four [undanúrslit og úrslit í Meistaradeild Evrópu]. Búið að vera draumur síðan maður var lítill pjakkur. Sjá Aron [Pálmarsson] og allar mínar fyrirmyndir spila í Final Four í Köln, hvaða handboltaleikmanni sem er dreymir um að komast á þetta svið og reyna vinna Meistaradeildina.“ „Sturluð helgi frá A til Ö“ „Þetta er stærsta sviðið svo ég vildi gera allt sem ég gat gert til að komast sem fyrst aftur á gólfið. Þetta var sturluð helgi frá A til Ö. Á heildina litið var þetta gæsahúðarhelgi, þrátt fyrir það sem kom fyrir mig og mína öxl.“ Hvað flaug í gegnum höfuðið á Gísla Þorgeiri þegar hann meiddist á öxl í undanúrslitunum? „Man að ég lá á gólfinu, með öxlina ekki í lið og ég hugsaði með mér „Hvað núna?“ Held að fljótlega hafi liðið yfir mig, sem hjálpaði því þegar mér var kippt aftur í lið náði ég að slaka svo svakalega vel á öllu kerfinu svo það gekk í sjálfu sér mjög vel.“ „Þetta var svakalegt augnablik, og sjokk fyrir mig að hafa lent í þessu. Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn. Var búinn að svo lengi að því að komast og vera með í þessum leikjum, svo var þetta bara búið á fimmtíu mínútum.“ „Hann kippir mér í lið á vellinum og svo sé ég strákana klára þennan leik á móti Barcelona, var gjörsamlega sturlað hvernig þeir kláruðu það. Hversu mikið þeir þjöppuðu sér saman, kláruðum þetta í vítakeppni en þeir voru ótrúlega góðir. Leikmenn sem voru ekki búnir að spila mikið í sókn stigu upp og það var algjör gæsahúð að sjá klára þennan leik.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Gísli Þorgeir um meiðslin í undanúrslitum: Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn „Læknirinn sagði að morgundagurinn væri möguleiki“ „Það gekk svakalega vel að kippa öxlinni aftur í lið. Það komu engin brot við það að kippa öxlinni aftur í lið en það var auðvitað ótrúlega vont að hreyfa öxlina, gat ekkert þannig séð hreyft hana um kvöldið en læknirinn sagði að morgundagurinn væri möguleiki. Ætluðum að reyna á það næsta dag að sjá hvernig það væri að kasta bolta.“ Ásamt læknateymi Magdeburgar vann Gísli Þorgeir hart að því að koma öxlinni í lag. Ástandið var þó ekki bjart í hádeginu á deginum sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég satt best að segja var bara að drepast í öxlinni allan tímann. Eins vont og það var að kasta - og ég kastaði bara eins og risaeðla, náði ekki að lyfta öxlinni meira en 90 gráður - sagði samt að ef ég myndi losna við verkinn gæti ég fórnað mér í þetta.“ Gísli Þorgeir fórnaði sér svo sannarlega í úrslitaleiknum og uppskar eftir því. Tilfinningarnar leyndu sér ekki. „Ég sver það, ég hef aldrei fundið svona tilfinningu áður. Held ég hafi aldrei fundið svona gleðinni á ævinni. Að ná þessu eftir allt sem ég var búinn að leggja á mig lét tilfinningarnar flæða enn meira hjá mér. Gerði þetta að ógleymanlegasta augnabliki á mínum ferli.“ Ekki nóg með að vinna Meistaradeildina, Gísli Þorgeir var valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. „Ég var í svo mikilli gleðivímu að ég var ekki að reikna með neinu slíku, var hágrenjandi. Er auðvitað frábær viðurkenning og það var þess virði að fara í gegnum allan þennan skít og uppskera þetta að lokum með því einfaldlega að gefast ekki upp.“ Gleðitár.Marco Steinbrenner/Getty Images „Er að átta mig á hversu stórt þetta er og hversu stórt það er að hafa gert þetta. Augnablik sem ég mun segja börnunum mínum frá í framtíðinni. Eitthvað sem mun aldrei fara frá mér og ég mun alltaf muna eftir. Það sem gerðist um helgina var bara draumurinn minn, þetta var draumur sem varð að veruleika.“ „Held þau [foreldrar Gísla Þorgeirs] hafi verið meira grátandi en ég, ef það var hægt. Fannst svo gaman að þau voru þarna í höllinni með mér, kærastan mín líka og bestu vinir mínir. Var svo gaman að sjá öll sem ég elska mest í lífinu vera með mér og upplifa þetta augnablik með mér. Gerði gríðarlega mikið fyrir mig,“ sagði Evrópumeistarinn Gísli Þorgeir Kristjánsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Pólski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira