Sólarsælan á Egilsstöðum: „Sumir reyna að koma hingað í fjarvinnu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júní 2023 11:15 Aðalheiður er framkvæmdastjóri Vök. sigurjón ólason Eitthvað er um að fólk alls staðar að af landinu óski eftir því að fá að vinna tímabundið í fjarvinnu á Egilsstöðum vegna sólarinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Vök baths sem fagnar því að aldrei hafa fleiri sótt baðstaðinn en í maí og júní. Vök er ein af perlum Egilsstaða. Staðurinn opnaði fyrir fjórum árum og nýtur mikilla vinsælda, en eftirspurn þangað hefur aldrei verið meiri. „Við erum gríðarlega ánægð með það að við höfum aldrei fengið jafn marga gesti og í byrjun júní þannig það er bara geggjað. Maí var líka heitasti maí mánuður á Austurlandi, þannig við erum heppin með þetta. Við höfum vetur og svo höfum við sól þannig þetta er svona Costa del Egilsstaðir, eins og við segjum stundum,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök. Tjaldsvæðin að fyllast Eru þetta aðallega erlendir ferðamenn eða Íslendingar? „Bæði, við sjáum núna síðustu daga sérstaklega að hjólhýsin og tjaldvagnarnir eru að byrja að koma þannig við sjáum að tjaldsvæðin eru að fyllast líka sem er æðislegt og við elskum líka að Íslendingarnir elska að koma til okkar, mér finnst það mjög gaman.“ Fjarvinnan togar Hún segir mikið um að Íslendingar alls staðar að af landinu ferðist með litlum fyrirvara í helgarferð til Egilsstaða, eingöngu út af veðri. „Sumir eru að reyna að koma hingað í fjarvinnu. Til dæmis ein vinkona mín hún sagðist vilja breyta til og koma hingað í fjarvinnu og spurði hvort ég ætti ekki gistipláss, þannig hún ætlar að koma í viku en svo eru margir að koma með fjölskylduna og taka langa helgi. En erlendu ferðamennirnir, þeir koma og taka hringinn.“ Helteknir af vatninu sem Íslendingunum þykir ekkert merkilegt Jarðhitavatnið á svæðinu er vottað drykkjarhæft og fáanlegt á sérstökum tebar sem erlendum ferðamönnum þykir mjög áhugavert. „Fólk fær sér eftir á 75 gráðu heitt vatn sem kemur beint frá Urriðavatni. Þeim finnst þetta mjög áhugavert en Íslendingunum finnst ekkert varið í þetta.“ Múlaþing Sólin Veður Tengdar fréttir Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Vök er ein af perlum Egilsstaða. Staðurinn opnaði fyrir fjórum árum og nýtur mikilla vinsælda, en eftirspurn þangað hefur aldrei verið meiri. „Við erum gríðarlega ánægð með það að við höfum aldrei fengið jafn marga gesti og í byrjun júní þannig það er bara geggjað. Maí var líka heitasti maí mánuður á Austurlandi, þannig við erum heppin með þetta. Við höfum vetur og svo höfum við sól þannig þetta er svona Costa del Egilsstaðir, eins og við segjum stundum,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök. Tjaldsvæðin að fyllast Eru þetta aðallega erlendir ferðamenn eða Íslendingar? „Bæði, við sjáum núna síðustu daga sérstaklega að hjólhýsin og tjaldvagnarnir eru að byrja að koma þannig við sjáum að tjaldsvæðin eru að fyllast líka sem er æðislegt og við elskum líka að Íslendingarnir elska að koma til okkar, mér finnst það mjög gaman.“ Fjarvinnan togar Hún segir mikið um að Íslendingar alls staðar að af landinu ferðist með litlum fyrirvara í helgarferð til Egilsstaða, eingöngu út af veðri. „Sumir eru að reyna að koma hingað í fjarvinnu. Til dæmis ein vinkona mín hún sagðist vilja breyta til og koma hingað í fjarvinnu og spurði hvort ég ætti ekki gistipláss, þannig hún ætlar að koma í viku en svo eru margir að koma með fjölskylduna og taka langa helgi. En erlendu ferðamennirnir, þeir koma og taka hringinn.“ Helteknir af vatninu sem Íslendingunum þykir ekkert merkilegt Jarðhitavatnið á svæðinu er vottað drykkjarhæft og fáanlegt á sérstökum tebar sem erlendum ferðamönnum þykir mjög áhugavert. „Fólk fær sér eftir á 75 gráðu heitt vatn sem kemur beint frá Urriðavatni. Þeim finnst þetta mjög áhugavert en Íslendingunum finnst ekkert varið í þetta.“
Múlaþing Sólin Veður Tengdar fréttir Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07