Sólarsælan á Egilsstöðum: „Sumir reyna að koma hingað í fjarvinnu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júní 2023 11:15 Aðalheiður er framkvæmdastjóri Vök. sigurjón ólason Eitthvað er um að fólk alls staðar að af landinu óski eftir því að fá að vinna tímabundið í fjarvinnu á Egilsstöðum vegna sólarinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Vök baths sem fagnar því að aldrei hafa fleiri sótt baðstaðinn en í maí og júní. Vök er ein af perlum Egilsstaða. Staðurinn opnaði fyrir fjórum árum og nýtur mikilla vinsælda, en eftirspurn þangað hefur aldrei verið meiri. „Við erum gríðarlega ánægð með það að við höfum aldrei fengið jafn marga gesti og í byrjun júní þannig það er bara geggjað. Maí var líka heitasti maí mánuður á Austurlandi, þannig við erum heppin með þetta. Við höfum vetur og svo höfum við sól þannig þetta er svona Costa del Egilsstaðir, eins og við segjum stundum,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök. Tjaldsvæðin að fyllast Eru þetta aðallega erlendir ferðamenn eða Íslendingar? „Bæði, við sjáum núna síðustu daga sérstaklega að hjólhýsin og tjaldvagnarnir eru að byrja að koma þannig við sjáum að tjaldsvæðin eru að fyllast líka sem er æðislegt og við elskum líka að Íslendingarnir elska að koma til okkar, mér finnst það mjög gaman.“ Fjarvinnan togar Hún segir mikið um að Íslendingar alls staðar að af landinu ferðist með litlum fyrirvara í helgarferð til Egilsstaða, eingöngu út af veðri. „Sumir eru að reyna að koma hingað í fjarvinnu. Til dæmis ein vinkona mín hún sagðist vilja breyta til og koma hingað í fjarvinnu og spurði hvort ég ætti ekki gistipláss, þannig hún ætlar að koma í viku en svo eru margir að koma með fjölskylduna og taka langa helgi. En erlendu ferðamennirnir, þeir koma og taka hringinn.“ Helteknir af vatninu sem Íslendingunum þykir ekkert merkilegt Jarðhitavatnið á svæðinu er vottað drykkjarhæft og fáanlegt á sérstökum tebar sem erlendum ferðamönnum þykir mjög áhugavert. „Fólk fær sér eftir á 75 gráðu heitt vatn sem kemur beint frá Urriðavatni. Þeim finnst þetta mjög áhugavert en Íslendingunum finnst ekkert varið í þetta.“ Múlaþing Sólin Veður Tengdar fréttir Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Vök er ein af perlum Egilsstaða. Staðurinn opnaði fyrir fjórum árum og nýtur mikilla vinsælda, en eftirspurn þangað hefur aldrei verið meiri. „Við erum gríðarlega ánægð með það að við höfum aldrei fengið jafn marga gesti og í byrjun júní þannig það er bara geggjað. Maí var líka heitasti maí mánuður á Austurlandi, þannig við erum heppin með þetta. Við höfum vetur og svo höfum við sól þannig þetta er svona Costa del Egilsstaðir, eins og við segjum stundum,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök. Tjaldsvæðin að fyllast Eru þetta aðallega erlendir ferðamenn eða Íslendingar? „Bæði, við sjáum núna síðustu daga sérstaklega að hjólhýsin og tjaldvagnarnir eru að byrja að koma þannig við sjáum að tjaldsvæðin eru að fyllast líka sem er æðislegt og við elskum líka að Íslendingarnir elska að koma til okkar, mér finnst það mjög gaman.“ Fjarvinnan togar Hún segir mikið um að Íslendingar alls staðar að af landinu ferðist með litlum fyrirvara í helgarferð til Egilsstaða, eingöngu út af veðri. „Sumir eru að reyna að koma hingað í fjarvinnu. Til dæmis ein vinkona mín hún sagðist vilja breyta til og koma hingað í fjarvinnu og spurði hvort ég ætti ekki gistipláss, þannig hún ætlar að koma í viku en svo eru margir að koma með fjölskylduna og taka langa helgi. En erlendu ferðamennirnir, þeir koma og taka hringinn.“ Helteknir af vatninu sem Íslendingunum þykir ekkert merkilegt Jarðhitavatnið á svæðinu er vottað drykkjarhæft og fáanlegt á sérstökum tebar sem erlendum ferðamönnum þykir mjög áhugavert. „Fólk fær sér eftir á 75 gráðu heitt vatn sem kemur beint frá Urriðavatni. Þeim finnst þetta mjög áhugavert en Íslendingunum finnst ekkert varið í þetta.“
Múlaþing Sólin Veður Tengdar fréttir Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07