Met í gær en æsileg barátta fyrir lífi sínu í deildinni í dag Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 13:01 Sveitin sem sló Íslandsmetið í 4x100 metra boðhlaupi í Póllandi í gær. Frá vinstri: Kristófer Þorgrímsson, Dagur Andri Einarsson, Gylfi Ingvar Gylfason og Kolbeinn Höður Gunnarsson. FRÍ/MARTA SILJUDÓTTIR Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum berst fyrir að halda sæti sínu í 2. deild Evrópubikarsins, en þriðji og síðasti keppnisdagur er í Póllandi í dag. Ísland er í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan verður mikil í dag þegar keppt verður í tólf greinum. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn er Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar falla. Íslenska liðið þarf því að komast ofar en aðeins þrjú stig eru upp í Serbíu og fjögur upp í Eistland. And this is how things stand after the second day of the 2nd Division in #Silesia2023!#EG2023 pic.twitter.com/qIC04XI7si— European Athletics (@EuroAthletics) June 21, 2023 Íslandsmet á hlaupabrautinni Tveir hápunktar íslenska liðsins til þessa hafa komið á hlaupabrautinni en á þriðjudaginn jafnaði Kolbeinn Höður Gunnarsson aftur Íslandsmetið í 100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 10,51 sekúndum. Kolbeinn náði sjöunda sæti en flestum stigum á þriðjudag safnaði Daníel Ingi Egilsson sem varð í 2. sæti í þrístökki með 15,82 metra stökki. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16,93 metra. Í gær setti svo boðhlaupssveit Íslands nýtt Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 44,27 sekúndum. Kolbeinn var þá aftur á ferðinni ásamt Gylfa Ingvari Gylfasyni, Kristófer Þorgrímssyni og Degi Andra Einarssyni. Sveitin varð í tíunda sæti en flestum stigum safnaði Guðni Valur Guðnason í kringlukasti þar sem hann vann bronsverðlaun með 63,34 metra kasti. Ráðast örlögin í blönduðu boðhlaupi? Hægt er að horfa á beina útsendingu frá lokakeppnisdeginum í dag með því að smella hér. Lokagreinin er blandað boðhlaup og ekki útilokað að þar ráðist örlög íslenska liðsins, en hér að neðan má sjá dagskrána og íslenskar tímasetningar: 14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður Frjálsar íþróttir Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Ísland er í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan verður mikil í dag þegar keppt verður í tólf greinum. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn er Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar falla. Íslenska liðið þarf því að komast ofar en aðeins þrjú stig eru upp í Serbíu og fjögur upp í Eistland. And this is how things stand after the second day of the 2nd Division in #Silesia2023!#EG2023 pic.twitter.com/qIC04XI7si— European Athletics (@EuroAthletics) June 21, 2023 Íslandsmet á hlaupabrautinni Tveir hápunktar íslenska liðsins til þessa hafa komið á hlaupabrautinni en á þriðjudaginn jafnaði Kolbeinn Höður Gunnarsson aftur Íslandsmetið í 100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 10,51 sekúndum. Kolbeinn náði sjöunda sæti en flestum stigum á þriðjudag safnaði Daníel Ingi Egilsson sem varð í 2. sæti í þrístökki með 15,82 metra stökki. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16,93 metra. Í gær setti svo boðhlaupssveit Íslands nýtt Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 44,27 sekúndum. Kolbeinn var þá aftur á ferðinni ásamt Gylfa Ingvari Gylfasyni, Kristófer Þorgrímssyni og Degi Andra Einarssyni. Sveitin varð í tíunda sæti en flestum stigum safnaði Guðni Valur Guðnason í kringlukasti þar sem hann vann bronsverðlaun með 63,34 metra kasti. Ráðast örlögin í blönduðu boðhlaupi? Hægt er að horfa á beina útsendingu frá lokakeppnisdeginum í dag með því að smella hér. Lokagreinin er blandað boðhlaup og ekki útilokað að þar ráðist örlög íslenska liðsins, en hér að neðan má sjá dagskrána og íslenskar tímasetningar: 14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður
14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður
Frjálsar íþróttir Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira