Met í gær en æsileg barátta fyrir lífi sínu í deildinni í dag Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 13:01 Sveitin sem sló Íslandsmetið í 4x100 metra boðhlaupi í Póllandi í gær. Frá vinstri: Kristófer Þorgrímsson, Dagur Andri Einarsson, Gylfi Ingvar Gylfason og Kolbeinn Höður Gunnarsson. FRÍ/MARTA SILJUDÓTTIR Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum berst fyrir að halda sæti sínu í 2. deild Evrópubikarsins, en þriðji og síðasti keppnisdagur er í Póllandi í dag. Ísland er í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan verður mikil í dag þegar keppt verður í tólf greinum. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn er Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar falla. Íslenska liðið þarf því að komast ofar en aðeins þrjú stig eru upp í Serbíu og fjögur upp í Eistland. And this is how things stand after the second day of the 2nd Division in #Silesia2023!#EG2023 pic.twitter.com/qIC04XI7si— European Athletics (@EuroAthletics) June 21, 2023 Íslandsmet á hlaupabrautinni Tveir hápunktar íslenska liðsins til þessa hafa komið á hlaupabrautinni en á þriðjudaginn jafnaði Kolbeinn Höður Gunnarsson aftur Íslandsmetið í 100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 10,51 sekúndum. Kolbeinn náði sjöunda sæti en flestum stigum á þriðjudag safnaði Daníel Ingi Egilsson sem varð í 2. sæti í þrístökki með 15,82 metra stökki. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16,93 metra. Í gær setti svo boðhlaupssveit Íslands nýtt Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 44,27 sekúndum. Kolbeinn var þá aftur á ferðinni ásamt Gylfa Ingvari Gylfasyni, Kristófer Þorgrímssyni og Degi Andra Einarssyni. Sveitin varð í tíunda sæti en flestum stigum safnaði Guðni Valur Guðnason í kringlukasti þar sem hann vann bronsverðlaun með 63,34 metra kasti. Ráðast örlögin í blönduðu boðhlaupi? Hægt er að horfa á beina útsendingu frá lokakeppnisdeginum í dag með því að smella hér. Lokagreinin er blandað boðhlaup og ekki útilokað að þar ráðist örlög íslenska liðsins, en hér að neðan má sjá dagskrána og íslenskar tímasetningar: 14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
Ísland er í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan verður mikil í dag þegar keppt verður í tólf greinum. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn er Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar falla. Íslenska liðið þarf því að komast ofar en aðeins þrjú stig eru upp í Serbíu og fjögur upp í Eistland. And this is how things stand after the second day of the 2nd Division in #Silesia2023!#EG2023 pic.twitter.com/qIC04XI7si— European Athletics (@EuroAthletics) June 21, 2023 Íslandsmet á hlaupabrautinni Tveir hápunktar íslenska liðsins til þessa hafa komið á hlaupabrautinni en á þriðjudaginn jafnaði Kolbeinn Höður Gunnarsson aftur Íslandsmetið í 100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 10,51 sekúndum. Kolbeinn náði sjöunda sæti en flestum stigum á þriðjudag safnaði Daníel Ingi Egilsson sem varð í 2. sæti í þrístökki með 15,82 metra stökki. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16,93 metra. Í gær setti svo boðhlaupssveit Íslands nýtt Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 44,27 sekúndum. Kolbeinn var þá aftur á ferðinni ásamt Gylfa Ingvari Gylfasyni, Kristófer Þorgrímssyni og Degi Andra Einarssyni. Sveitin varð í tíunda sæti en flestum stigum safnaði Guðni Valur Guðnason í kringlukasti þar sem hann vann bronsverðlaun með 63,34 metra kasti. Ráðast örlögin í blönduðu boðhlaupi? Hægt er að horfa á beina útsendingu frá lokakeppnisdeginum í dag með því að smella hér. Lokagreinin er blandað boðhlaup og ekki útilokað að þar ráðist örlög íslenska liðsins, en hér að neðan má sjá dagskrána og íslenskar tímasetningar: 14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður
14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira