Ætlar að skoða umdeild samskipti starfsmanna borgarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2023 13:50 Starfsmenn borgarinnar hrósuðu happi yfir því að hafa komið sér undan að svara spurningum um dagvistunarvanda leikskólabarna í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hyggst funda með formanni íbúaráðs Laugardalsins vegna samskipta undirmanna hennar á Facebook Messenger á meðan fundi með íbúðaráði stóð þann 12. júní síðastliðinn. Aðstoðarmaður ráðherra spyr hvort samráðsvettvangar borgarinnar sé einfaldlega upp á punt. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að hún fari nú yfir málið og muni svo í kjölfarið funda með Rannveigu Ernudóttur, formanni íbúaráðs Laugardals. Anna hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það hvað felst í þeirri yfirferð. DV gerði málinu skil og voru þar birt Facebook Messenger samskipti tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar, Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá lýðræðis-og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar og Eiríks Búa Halldórssonar, verkefnastjóra verkefnisins Hverfið mitt, þar sem þau hrósa happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Fundurinn blörraður Eiríkur Búi varpaði samskiptunum óvart upp á skjá á meðan fundi stóð en fundurinn var sýndur í beinni á Youtube. Síðan þá virðist fundurinn hafa verið tekinn út og síðan birtur aftur þar sem hluti hans hefur nú verið blörraður. Ekki náðist í Guðnýju vegna málsins og þá benti Eiríkur Búi á yfirmann sinn, Önnu Kristínu vegna málsins. „Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt. Láttu eins og þetta komi þér ekki við,“ segir Guðný við kollega sinn þegar þau ræða hvernig þau eigi að takast á við spurningar um dagvistunarmál. Samskiptin hafa vakið mikla athygli meðal foreldra leikskólabarna í Laugardal sem finnst lítið úr sér og vandanum gert. „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað,“ sagði Eiríkur í spjallinu. Þá sagði Guðný honum að vera harður við íbúana. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“ Í framhaldinu svaraði Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum íbúðaráðinu vegna málsins. „Kæfði þetta,“ svaraði Eiríkur Búi. Spyr hvort lýðræðisstefna borgarinnar sé upp á punt Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, gerir samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann „Hverfið mitt“ vera gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni og segir það um árabil hafa verið smjörklípuverkefni sem að margra mati hafi tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustu borgarinnar sem Steinar fullyrðir að sé víðast hvar í molum. „Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið?“ Steinar Ingi spyr hvort hugsast geti að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt. „Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau?“ Leikskólar Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að hún fari nú yfir málið og muni svo í kjölfarið funda með Rannveigu Ernudóttur, formanni íbúaráðs Laugardals. Anna hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það hvað felst í þeirri yfirferð. DV gerði málinu skil og voru þar birt Facebook Messenger samskipti tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar, Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá lýðræðis-og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar og Eiríks Búa Halldórssonar, verkefnastjóra verkefnisins Hverfið mitt, þar sem þau hrósa happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Fundurinn blörraður Eiríkur Búi varpaði samskiptunum óvart upp á skjá á meðan fundi stóð en fundurinn var sýndur í beinni á Youtube. Síðan þá virðist fundurinn hafa verið tekinn út og síðan birtur aftur þar sem hluti hans hefur nú verið blörraður. Ekki náðist í Guðnýju vegna málsins og þá benti Eiríkur Búi á yfirmann sinn, Önnu Kristínu vegna málsins. „Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt. Láttu eins og þetta komi þér ekki við,“ segir Guðný við kollega sinn þegar þau ræða hvernig þau eigi að takast á við spurningar um dagvistunarmál. Samskiptin hafa vakið mikla athygli meðal foreldra leikskólabarna í Laugardal sem finnst lítið úr sér og vandanum gert. „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað,“ sagði Eiríkur í spjallinu. Þá sagði Guðný honum að vera harður við íbúana. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“ Í framhaldinu svaraði Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum íbúðaráðinu vegna málsins. „Kæfði þetta,“ svaraði Eiríkur Búi. Spyr hvort lýðræðisstefna borgarinnar sé upp á punt Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, gerir samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann „Hverfið mitt“ vera gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni og segir það um árabil hafa verið smjörklípuverkefni sem að margra mati hafi tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustu borgarinnar sem Steinar fullyrðir að sé víðast hvar í molum. „Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið?“ Steinar Ingi spyr hvort hugsast geti að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt. „Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau?“
Leikskólar Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira