Lögmaður Stjörnugríss segir innanbúðarlýsingar ekki réttar Helena Rós Sturludóttir skrifar 20. júní 2023 13:21 Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður Stjörnugríss segir innanbúðarlýsingar frá fyrirtækinu ekki réttar að mati félagsins. Samsett mynd Svín öskra og ærast í gasklefa hjá Stjörnugrís áður en þau taka síðasta andardráttinn samkvæmt innanbúðarupplýsingum hjá fyrirtækinu. Lögmaður Stjörnugríss segir lýsingarnar ekki réttar. Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á að gasdeyfing svína verði bönnuð með lögum. Manneskja sem tengist fyrirtækinu Stjörnugrís, sem er eina af fjórum svínasláturhúsum landsins sem notar gasdeyfingu við slátrun svína, segir svínin tryllast þegar þau eru gösuð. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun staðfestir í samtali við fréttastofu að svín upplifi óþægindi í gasklefa, gasið valdi þeim stressi, þau bakki og reyni að komast úr aðstæðum. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir málið hörmulegt og ljóst að deyfing svína með koltvíoxíðgasi sé ómannúðleg og grimm. „Einnig veldur þetta gas mikilli köfnunartilfinningu hjá dýrunum það er verið að dýfa þeim ofan í alltaf meira og meira magn af gasi og þau byrja að berjast um í ofboði og á endanum þá kafna dýrin og þetta er ekki að samræmast mannúðlegri aflífun ef dýrin eru að há ákveðið dauðastríð fyrir aflífunina, við viljum ekki að aflífun dýra sé svona,“ segir Linda Karen. Í lögum um velferð dýra komi fram að aflífun þeirra eigi að vera skjót og sársaukalaus. „Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á það að deyfing svína með koltívíoxíðgasi verði stöðvuð hér á landi og verði bönnuð með lögum.“ Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Stjörnugríss, segir innanbúðarlýsingar um gösun svína hjá fyrirtækinu sem fram koma í frétt á vef Vísis ekki réttar að mati fyrirtækisins. „Viðbrögð félagsins eru auðvitað þau að meðan að boðið er upp á kjöt og fiskmeti af hvaða tagi sem er til manneldis þá er ljóst að dýrin verða aflífuð og þeim slátrað. Reglur um það hvernig á að standa að slátrun dýra þær eru settar af sérfræðingum á sviði dýravelferðar og það eina sem Stjörnugrís gerir er að fylgja þeim reglum,“ segir Sigurður Kári. Slátrun í sláturhúsum Stjörnugríss fari fram undir eftirliti opinberra aðila og þeir hafi ekki gert athugasemdir um hvernig staðið er að þessum málum hjá félaginu. Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Manneskja sem tengist fyrirtækinu Stjörnugrís, sem er eina af fjórum svínasláturhúsum landsins sem notar gasdeyfingu við slátrun svína, segir svínin tryllast þegar þau eru gösuð. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun staðfestir í samtali við fréttastofu að svín upplifi óþægindi í gasklefa, gasið valdi þeim stressi, þau bakki og reyni að komast úr aðstæðum. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir málið hörmulegt og ljóst að deyfing svína með koltvíoxíðgasi sé ómannúðleg og grimm. „Einnig veldur þetta gas mikilli köfnunartilfinningu hjá dýrunum það er verið að dýfa þeim ofan í alltaf meira og meira magn af gasi og þau byrja að berjast um í ofboði og á endanum þá kafna dýrin og þetta er ekki að samræmast mannúðlegri aflífun ef dýrin eru að há ákveðið dauðastríð fyrir aflífunina, við viljum ekki að aflífun dýra sé svona,“ segir Linda Karen. Í lögum um velferð dýra komi fram að aflífun þeirra eigi að vera skjót og sársaukalaus. „Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á það að deyfing svína með koltívíoxíðgasi verði stöðvuð hér á landi og verði bönnuð með lögum.“ Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Stjörnugríss, segir innanbúðarlýsingar um gösun svína hjá fyrirtækinu sem fram koma í frétt á vef Vísis ekki réttar að mati fyrirtækisins. „Viðbrögð félagsins eru auðvitað þau að meðan að boðið er upp á kjöt og fiskmeti af hvaða tagi sem er til manneldis þá er ljóst að dýrin verða aflífuð og þeim slátrað. Reglur um það hvernig á að standa að slátrun dýra þær eru settar af sérfræðingum á sviði dýravelferðar og það eina sem Stjörnugrís gerir er að fylgja þeim reglum,“ segir Sigurður Kári. Slátrun í sláturhúsum Stjörnugríss fari fram undir eftirliti opinberra aðila og þeir hafi ekki gert athugasemdir um hvernig staðið er að þessum málum hjá félaginu.
Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18