Lögmaður Stjörnugríss segir innanbúðarlýsingar ekki réttar Helena Rós Sturludóttir skrifar 20. júní 2023 13:21 Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður Stjörnugríss segir innanbúðarlýsingar frá fyrirtækinu ekki réttar að mati félagsins. Samsett mynd Svín öskra og ærast í gasklefa hjá Stjörnugrís áður en þau taka síðasta andardráttinn samkvæmt innanbúðarupplýsingum hjá fyrirtækinu. Lögmaður Stjörnugríss segir lýsingarnar ekki réttar. Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á að gasdeyfing svína verði bönnuð með lögum. Manneskja sem tengist fyrirtækinu Stjörnugrís, sem er eina af fjórum svínasláturhúsum landsins sem notar gasdeyfingu við slátrun svína, segir svínin tryllast þegar þau eru gösuð. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun staðfestir í samtali við fréttastofu að svín upplifi óþægindi í gasklefa, gasið valdi þeim stressi, þau bakki og reyni að komast úr aðstæðum. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir málið hörmulegt og ljóst að deyfing svína með koltvíoxíðgasi sé ómannúðleg og grimm. „Einnig veldur þetta gas mikilli köfnunartilfinningu hjá dýrunum það er verið að dýfa þeim ofan í alltaf meira og meira magn af gasi og þau byrja að berjast um í ofboði og á endanum þá kafna dýrin og þetta er ekki að samræmast mannúðlegri aflífun ef dýrin eru að há ákveðið dauðastríð fyrir aflífunina, við viljum ekki að aflífun dýra sé svona,“ segir Linda Karen. Í lögum um velferð dýra komi fram að aflífun þeirra eigi að vera skjót og sársaukalaus. „Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á það að deyfing svína með koltívíoxíðgasi verði stöðvuð hér á landi og verði bönnuð með lögum.“ Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Stjörnugríss, segir innanbúðarlýsingar um gösun svína hjá fyrirtækinu sem fram koma í frétt á vef Vísis ekki réttar að mati fyrirtækisins. „Viðbrögð félagsins eru auðvitað þau að meðan að boðið er upp á kjöt og fiskmeti af hvaða tagi sem er til manneldis þá er ljóst að dýrin verða aflífuð og þeim slátrað. Reglur um það hvernig á að standa að slátrun dýra þær eru settar af sérfræðingum á sviði dýravelferðar og það eina sem Stjörnugrís gerir er að fylgja þeim reglum,“ segir Sigurður Kári. Slátrun í sláturhúsum Stjörnugríss fari fram undir eftirliti opinberra aðila og þeir hafi ekki gert athugasemdir um hvernig staðið er að þessum málum hjá félaginu. Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Manneskja sem tengist fyrirtækinu Stjörnugrís, sem er eina af fjórum svínasláturhúsum landsins sem notar gasdeyfingu við slátrun svína, segir svínin tryllast þegar þau eru gösuð. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun staðfestir í samtali við fréttastofu að svín upplifi óþægindi í gasklefa, gasið valdi þeim stressi, þau bakki og reyni að komast úr aðstæðum. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir málið hörmulegt og ljóst að deyfing svína með koltvíoxíðgasi sé ómannúðleg og grimm. „Einnig veldur þetta gas mikilli köfnunartilfinningu hjá dýrunum það er verið að dýfa þeim ofan í alltaf meira og meira magn af gasi og þau byrja að berjast um í ofboði og á endanum þá kafna dýrin og þetta er ekki að samræmast mannúðlegri aflífun ef dýrin eru að há ákveðið dauðastríð fyrir aflífunina, við viljum ekki að aflífun dýra sé svona,“ segir Linda Karen. Í lögum um velferð dýra komi fram að aflífun þeirra eigi að vera skjót og sársaukalaus. „Dýraverndunarsamband Íslands fer fram á það að deyfing svína með koltívíoxíðgasi verði stöðvuð hér á landi og verði bönnuð með lögum.“ Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Stjörnugríss, segir innanbúðarlýsingar um gösun svína hjá fyrirtækinu sem fram koma í frétt á vef Vísis ekki réttar að mati fyrirtækisins. „Viðbrögð félagsins eru auðvitað þau að meðan að boðið er upp á kjöt og fiskmeti af hvaða tagi sem er til manneldis þá er ljóst að dýrin verða aflífuð og þeim slátrað. Reglur um það hvernig á að standa að slátrun dýra þær eru settar af sérfræðingum á sviði dýravelferðar og það eina sem Stjörnugrís gerir er að fylgja þeim reglum,“ segir Sigurður Kári. Slátrun í sláturhúsum Stjörnugríss fari fram undir eftirliti opinberra aðila og þeir hafi ekki gert athugasemdir um hvernig staðið er að þessum málum hjá félaginu.
Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18