„Nú er ég bara dottinn í það“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2023 22:41 Brynjar Níelsson veit ekki hvað tekur við nú þegar hann þarf að hverfa frá störfum í dómsmálaráðuneyti. Hann er samt sem áður léttur í lund. vísir/vilhelm „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. „Ég er bara kominn í algjört frí, búið að reka mig og allt,“ segir Brynjar eftir að hafa tekið átján holur á Hamarsvelli rétt utan við Borgarnes í góðra vina hópi í kvöld. „Mín staða fellur bara sjálfkrafa niður við það að Jón fari. Maður þarf því að fara að finna sér eitthvað að gera.“ Og hvað á að gera? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég ætla bara að njóta lífsins í rólegheitum í sumar, ef það kemur einhvern tímann sumar. Það er ekki víst.“ Tilkynnt var um ráðherraskiptin í Valhöll í dag. Jón Gunnarsson segist þakklátur fyrir sinn tíma í ráðuneytinu en hefur oft talað um að slæmt sé að hætta „í miðri á,“ eins og hann hefur orðað það. „Það er ekkert gaman að fara úr hálfkláruðu verki en menn bara lifa með því, pólitíkin er bara svona. Það eru engin leiðindi í okkur,“ segir Brynjar sem telur góðan árangur hafa náðst á þeim átján mánuðum sem Jón var dómsmálaráðherra. „Auðvitað var engin hrifning hjá pólitískum andstæðingum með okkur. Enda vorum við ekki til að gleðja þá,“ heldur Brynjar áfram. „Það hefur verið mjög góður andi, gott samstarf við starfsfólkið, allir um borð. Ótrúlega skemmtilegur tími þar sem allir voru saman og tilbúnir að vinna verkin. Menn unnu bara ótrúlega vel og hratt, sem maður átti ekki endilega von á miðað við tímann. Venjulega koma menn engu í verk á átján mánuðum en við fórum á fleygiferð strax og náðum alveg ótrúlegum árangri að mínu mati. En svo geta menn deilt um það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tímamót Tengdar fréttir Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Kristrún sjálfkjörin en varaformanns- og ritaraslagur enn mögulegur „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
„Ég er bara kominn í algjört frí, búið að reka mig og allt,“ segir Brynjar eftir að hafa tekið átján holur á Hamarsvelli rétt utan við Borgarnes í góðra vina hópi í kvöld. „Mín staða fellur bara sjálfkrafa niður við það að Jón fari. Maður þarf því að fara að finna sér eitthvað að gera.“ Og hvað á að gera? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég ætla bara að njóta lífsins í rólegheitum í sumar, ef það kemur einhvern tímann sumar. Það er ekki víst.“ Tilkynnt var um ráðherraskiptin í Valhöll í dag. Jón Gunnarsson segist þakklátur fyrir sinn tíma í ráðuneytinu en hefur oft talað um að slæmt sé að hætta „í miðri á,“ eins og hann hefur orðað það. „Það er ekkert gaman að fara úr hálfkláruðu verki en menn bara lifa með því, pólitíkin er bara svona. Það eru engin leiðindi í okkur,“ segir Brynjar sem telur góðan árangur hafa náðst á þeim átján mánuðum sem Jón var dómsmálaráðherra. „Auðvitað var engin hrifning hjá pólitískum andstæðingum með okkur. Enda vorum við ekki til að gleðja þá,“ heldur Brynjar áfram. „Það hefur verið mjög góður andi, gott samstarf við starfsfólkið, allir um borð. Ótrúlega skemmtilegur tími þar sem allir voru saman og tilbúnir að vinna verkin. Menn unnu bara ótrúlega vel og hratt, sem maður átti ekki endilega von á miðað við tímann. Venjulega koma menn engu í verk á átján mánuðum en við fórum á fleygiferð strax og náðum alveg ótrúlegum árangri að mínu mati. En svo geta menn deilt um það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tímamót Tengdar fréttir Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Kristrún sjálfkjörin en varaformanns- og ritaraslagur enn mögulegur „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49