Best að líta á sparnaðarreikninga eins og bland í poka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júní 2023 11:01 Már segir að líkt og ef um verðbréfaviðskipti væri að ræða sé best að dreifa sparnaði sínum á sem fjölbreyttustu reikninga. Vísir/Egill Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir erfitt að svara því hvort best sé að velja sér óverðtryggða eða verðtryggða sparnaðarreikninga á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hann segir best að vera með eins fjölbreytta sparnaðarreikninga og hægt er, líkt og um bland í poka væri að ræða. Íslenskir bankar bjóða nú upp á töluverðan fjölda af sparnaðarreikningum og getur verið erfitt að festa reiður á það hvaða reikning sé best að stofna til á hverjum tíma, ekki síst á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hægt er að velja á milli óverðtryggðra og verðtryggðra reikninga og óbundinna og bundinna á misháum vöxtum. „Þetta er hin hliðin á spurningunni um það hvort betra sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa í samtali við Vísi spurður að því hvaða sparnaðarreikningur sé bestur í núverandi aðstæðum. Hann segir að árin fram að 2018 hafi verið hagstæðara að taka verðtryggð lán hafi verið litið til kostnað lána en ekki hve hratt þau eru greidd niður. Varla hafi farið framhjá neinum að mun hagstæðara hafi verið að vera með óverðtryggð lán síðustu ár sem hafi verið líkt og himnasending fyrir þá sem hafi verið með þau á föstum vöxtum. „Almennt hef ég mælt með því við fólk þegar það er að taka húsnæðislán að þessu sé skipt um það bil til helminga, það sé fyrsta viðmiðið og svo eru allskyns aðstæður sem geta komið upp, sumir vilja greiða lánið hægt og bítandi niður og er sama hvort þeir skuldi svipað í húsinu eftir fimm ár á meðan aðrir vilja greiða þau niður.“ Spurður hverskonar sparnaðarreikning fólk ætti þá að velja sér á þessum síðustu og verstu tímum segir Már: „Fólk ætti almennt að vera með bland í poka. Hafa eitthvað af þessu verðtryggt, eitthvað óverðtryggt og síðan bundna reikninga sem miðast við aðstæður hverju sinni. Þú getur fest reikninga í eitt til tvö ár og þá er peningurinn bundinn, sem er auðvitað ókostur en á móti kemur að þú ert að fá aðeins hærri vexti,“ segir Már „Ef vaxtastig hækkar þá er auðvitað súrt að vera með þetta á bundnum reikningi með fasta prósentu en ef vaxtastig lækkar þá ferðu í hina áttina og þetta fer í þveröfuga átt.“ Best að dreifa sparnaðinum Kjarni málsins sé að hafa eins marga fjölbreytta sparnaðarreikninga og kostur sé á. Spurður hvort að best sé þá að dreifa tiltekinni upphæð um hver mánaðarmót segir Már: „Það er best að dreifa upphæðinni sem þú ætlar að spara miðað við væntar þarfir. Ef þú til dæmis ert ekki að nota peninginn í segjum 12-24 mánuði, þá að öllu jöfnu er rétt að setja að minnsta kosti einhvern hluta á bundinn reikning.“ Og ef að verðbólgan myndi skyndilega rjúka niður? „Þá er gott að hafa sparnaðinn á bundnum reikningi. Ef hún rýkur upp, þá er það bara eins og það er,“ segir Már hlæjandi. Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Íslenskir bankar bjóða nú upp á töluverðan fjölda af sparnaðarreikningum og getur verið erfitt að festa reiður á það hvaða reikning sé best að stofna til á hverjum tíma, ekki síst á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hægt er að velja á milli óverðtryggðra og verðtryggðra reikninga og óbundinna og bundinna á misháum vöxtum. „Þetta er hin hliðin á spurningunni um það hvort betra sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa í samtali við Vísi spurður að því hvaða sparnaðarreikningur sé bestur í núverandi aðstæðum. Hann segir að árin fram að 2018 hafi verið hagstæðara að taka verðtryggð lán hafi verið litið til kostnað lána en ekki hve hratt þau eru greidd niður. Varla hafi farið framhjá neinum að mun hagstæðara hafi verið að vera með óverðtryggð lán síðustu ár sem hafi verið líkt og himnasending fyrir þá sem hafi verið með þau á föstum vöxtum. „Almennt hef ég mælt með því við fólk þegar það er að taka húsnæðislán að þessu sé skipt um það bil til helminga, það sé fyrsta viðmiðið og svo eru allskyns aðstæður sem geta komið upp, sumir vilja greiða lánið hægt og bítandi niður og er sama hvort þeir skuldi svipað í húsinu eftir fimm ár á meðan aðrir vilja greiða þau niður.“ Spurður hverskonar sparnaðarreikning fólk ætti þá að velja sér á þessum síðustu og verstu tímum segir Már: „Fólk ætti almennt að vera með bland í poka. Hafa eitthvað af þessu verðtryggt, eitthvað óverðtryggt og síðan bundna reikninga sem miðast við aðstæður hverju sinni. Þú getur fest reikninga í eitt til tvö ár og þá er peningurinn bundinn, sem er auðvitað ókostur en á móti kemur að þú ert að fá aðeins hærri vexti,“ segir Már „Ef vaxtastig hækkar þá er auðvitað súrt að vera með þetta á bundnum reikningi með fasta prósentu en ef vaxtastig lækkar þá ferðu í hina áttina og þetta fer í þveröfuga átt.“ Best að dreifa sparnaðinum Kjarni málsins sé að hafa eins marga fjölbreytta sparnaðarreikninga og kostur sé á. Spurður hvort að best sé þá að dreifa tiltekinni upphæð um hver mánaðarmót segir Már: „Það er best að dreifa upphæðinni sem þú ætlar að spara miðað við væntar þarfir. Ef þú til dæmis ert ekki að nota peninginn í segjum 12-24 mánuði, þá að öllu jöfnu er rétt að setja að minnsta kosti einhvern hluta á bundinn reikning.“ Og ef að verðbólgan myndi skyndilega rjúka niður? „Þá er gott að hafa sparnaðinn á bundnum reikningi. Ef hún rýkur upp, þá er það bara eins og það er,“ segir Már hlæjandi.
Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira