Ólga meðal dagforeldra Halldóra Björk Þórarinsdóttir og Guðný Ólafsdóttir skrifa 16. júní 2023 11:30 Öll þau loforð sem Einar nefndi hafa áður verið lofuð en svikin, þ.e loforð til nýrra dagforeldra en nú á að borga stofnstyrk til þeirra sem byrja að starfa en þeir fá 250 þús við undirritun samnings og svo 750 þús þegar viðkomandi hefur starfað í eitt ár og nú spyrjum við hvaða samning er hann að vitna í? Hvað inniheldur þessi samningur og hvað segir hann um hvað skal gera fyrir þá dagforeldra sem starfað hafa jafnvel til fjöldra ára? Það eru nokkur ár síðan að við formenn félaga dagforeldra í borginni sátu í starfshópi hjá borginni og þar komu fram margar góðar tillögur fyrir alla starfandi dagforeldra bæði nýja og þá sem hafa starfað í greininni í lengri tíma. Nokkrar af þessum tillögum fóru strax í gegn meðan að aðrar voru settar í bið, ein af þessum tillögum sem voru samþykktar var stofnstyrkur. Stofnstyrkurinn var settur fyrir nýja dagforeldra og hljóðaði hann upp á 300 þús sem var frábært og svo aðstöðustyrkur sem var ætlaður þeim dagforeldrum sem voru þegar starfandi og hljóðaði hann upp á 200 þús en hann var settur í bið. En samkvæmt Einari á að hækka stofnstyrkinn um 700 þús en á sama tíma á að keyra aðstöðustyrkinn í gegn en lækka hann um 50 þús kr. Einnig kom tillaga hjá stýrihópnum um að bæta við fleirum leiguhúsnæðum um alla borg fyrir dagforeldra því ekki hafa allir sem vilja starfa sem dagforeldrar unnið heima hjá sér eins og oft getur orðið þegar tveir dagforeldrar starfa saman. Dagforeldrar áttu að sækja um húsnæði hjá borginni og öllu fögru lofað, enn erum við að bíða eftir þessum húsum og þegar við spurjum út í þetta benda allir innan borgarinnar á hvorn annan. Húsnæði á vegum borgarinnar mætti setja niður á hinum ýmsu grænu svæðum og þar sem að áður voru rólóvellir. Húsaleiga ætti að vera jöfn fyrir alla dagforeldra til að gæta mismunar á gjaldskrá því hún miðast mikið við það. Sama upphæð á per fermetra á húsnæði. Húsaleiga ætti aðeins að greiðast 11 mánuði á ári þar sem að skilt er að fara í 4 vikna frí. Taka ætti verðtryggingu á vegum Reykjavíkurborgar þar sem að leiga hækkar um 2-3þús á mánuði eins og staðan er í dag. Dæmi er að gæsluvöllur í úthverfi sé leigður út á ca 60þús og gæsluvöllur sem að er minni í fermetrum í miðbæ sé leigður út á 220þús. Þarna er strax stór munur á launum og þetta þarf að laga. Að auglýsingunum sem að borgin ætlar að nota til að trekkja að nýja dagforeldra. Þeir bjóða þessa styrki og samning og svo einnig húsnæði sem að þeir eiga að hluta til og svo frá einkaaðilum. Hann nefnir iðnaðarhúsnæði, okkur er ekki heimilt að starfa í iðnaðarhúsnæði. Við þurfum að uppfylla kröfur frá slökkviliði, heilbrigðiseftirliti og þeim reglugerðum sem að fylgja því að vera með daggæslu í heimahúsi. Það er nú ekki nema ár frá því að dagforeldra hættu sem að voru að leigja gæsluvelli og bárust borginni nokkrar fyrirspurnir vegna þeirra og var svarið nei þau verða ekki leigð aftur til dagforeldra. En þann dag í dag standa þessi hús auð en þeim var ætlað að vera partur af leikskólum í þeim hverfum. Eigum við sem höfum stundað okkar vinnu af heilum hug og oft á tíðum bjargað borginni að sætta okkur við þetta, er þetta eitthvað sem á að halda okkur sem höfum reynsluna og þekkinguna í starfi? Afhverju ætlar borgin aðeins að hækka niðurgreiðsluna þegar barnið verður 18 mánaða og eldri en ekki 12 mánaða eins og þeirra loforð um leikskólapláss hljóma? Er þetta ekki það sem við köllum mismunun þar sem þeirra loforð er leikskólapláss fyrir öll börn 12 mánaða og eldri en ef við komum ekki barninu þínu inn þá skaltu borga rúmlega helmingi meira en foreldrar þeirra barna sem komust inn. Einar nefnir að það sé mismunandi eftir hverfum hvenær börn komast inn á leikskólanna, í einu hverfinu kemst það inn t.d 14 mánaða en í öðru 20 mánaða, afhverju á að mismuna börnum eftir búsetu þegar ekki er hækkuð niðurgreiðslan fyrr en um 18 mánaða? Einnig nefnir Einar í þessu viðtali að faglegt starf byrji á leikskólunum og nú spurjum við afhverju er það því margoft höfum við dagforeldrar óskað eftir fleiri námskeiðum og jafnvel námi sem nýtist okkur í starfi en eins og fyrri daginn er fátt um svör frá borginni. Ekki erum það við sem höfum þurft að loka hjá okkur starfseminni eða takmarkað komu barnanna til okkar heilu og hálfu vikurnar vegna manneklu eða myglu? Flestir ef ekki allir dagforeldrar vinna af hugsjón að því að kenna börnunum til að takast á við lífið. Það eru margir innan okkar stéttar fagmenntaðir alveg eins og það eru margir innan leikskólanna ómenntaðir og afhverju er ekki hægt að telja okkur með í fagmenntun barnanna? Dagforeldrar kenna nefnilega börnunum að leika, taka tillit til hvor annars, taka þátt í talkennslu barnanna, við huggum þau, þurrkum tárin ásamt óteljandi faðmlögum sem styrkja þessi litlu kríli meira en margir halda. En við fögnum líka því sem að gott er og það er að það hafi verið samþykkt að halda aukin námskeið t.d. í slysavörnum á tveggja ára fresti. Okkur er það óskiljanlegt að aldrei er haft samráð við okkur dagforeldra um hvað sé hægt að gera fyrir börnin, foreldrana og okkur dagforeldranna sjálfa. Afhverju er okkur alltaf ýtt út í horn þegar verið er að ræða málefni okkar starfsgreinar og við hunsuð þegar við óskum eftir fundum og samráði? Hvers er hagurinn annarra en borgarinnar. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík Guðný Ólafsdóttir, formaður Barnavistunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Öll þau loforð sem Einar nefndi hafa áður verið lofuð en svikin, þ.e loforð til nýrra dagforeldra en nú á að borga stofnstyrk til þeirra sem byrja að starfa en þeir fá 250 þús við undirritun samnings og svo 750 þús þegar viðkomandi hefur starfað í eitt ár og nú spyrjum við hvaða samning er hann að vitna í? Hvað inniheldur þessi samningur og hvað segir hann um hvað skal gera fyrir þá dagforeldra sem starfað hafa jafnvel til fjöldra ára? Það eru nokkur ár síðan að við formenn félaga dagforeldra í borginni sátu í starfshópi hjá borginni og þar komu fram margar góðar tillögur fyrir alla starfandi dagforeldra bæði nýja og þá sem hafa starfað í greininni í lengri tíma. Nokkrar af þessum tillögum fóru strax í gegn meðan að aðrar voru settar í bið, ein af þessum tillögum sem voru samþykktar var stofnstyrkur. Stofnstyrkurinn var settur fyrir nýja dagforeldra og hljóðaði hann upp á 300 þús sem var frábært og svo aðstöðustyrkur sem var ætlaður þeim dagforeldrum sem voru þegar starfandi og hljóðaði hann upp á 200 þús en hann var settur í bið. En samkvæmt Einari á að hækka stofnstyrkinn um 700 þús en á sama tíma á að keyra aðstöðustyrkinn í gegn en lækka hann um 50 þús kr. Einnig kom tillaga hjá stýrihópnum um að bæta við fleirum leiguhúsnæðum um alla borg fyrir dagforeldra því ekki hafa allir sem vilja starfa sem dagforeldrar unnið heima hjá sér eins og oft getur orðið þegar tveir dagforeldrar starfa saman. Dagforeldrar áttu að sækja um húsnæði hjá borginni og öllu fögru lofað, enn erum við að bíða eftir þessum húsum og þegar við spurjum út í þetta benda allir innan borgarinnar á hvorn annan. Húsnæði á vegum borgarinnar mætti setja niður á hinum ýmsu grænu svæðum og þar sem að áður voru rólóvellir. Húsaleiga ætti að vera jöfn fyrir alla dagforeldra til að gæta mismunar á gjaldskrá því hún miðast mikið við það. Sama upphæð á per fermetra á húsnæði. Húsaleiga ætti aðeins að greiðast 11 mánuði á ári þar sem að skilt er að fara í 4 vikna frí. Taka ætti verðtryggingu á vegum Reykjavíkurborgar þar sem að leiga hækkar um 2-3þús á mánuði eins og staðan er í dag. Dæmi er að gæsluvöllur í úthverfi sé leigður út á ca 60þús og gæsluvöllur sem að er minni í fermetrum í miðbæ sé leigður út á 220þús. Þarna er strax stór munur á launum og þetta þarf að laga. Að auglýsingunum sem að borgin ætlar að nota til að trekkja að nýja dagforeldra. Þeir bjóða þessa styrki og samning og svo einnig húsnæði sem að þeir eiga að hluta til og svo frá einkaaðilum. Hann nefnir iðnaðarhúsnæði, okkur er ekki heimilt að starfa í iðnaðarhúsnæði. Við þurfum að uppfylla kröfur frá slökkviliði, heilbrigðiseftirliti og þeim reglugerðum sem að fylgja því að vera með daggæslu í heimahúsi. Það er nú ekki nema ár frá því að dagforeldra hættu sem að voru að leigja gæsluvelli og bárust borginni nokkrar fyrirspurnir vegna þeirra og var svarið nei þau verða ekki leigð aftur til dagforeldra. En þann dag í dag standa þessi hús auð en þeim var ætlað að vera partur af leikskólum í þeim hverfum. Eigum við sem höfum stundað okkar vinnu af heilum hug og oft á tíðum bjargað borginni að sætta okkur við þetta, er þetta eitthvað sem á að halda okkur sem höfum reynsluna og þekkinguna í starfi? Afhverju ætlar borgin aðeins að hækka niðurgreiðsluna þegar barnið verður 18 mánaða og eldri en ekki 12 mánaða eins og þeirra loforð um leikskólapláss hljóma? Er þetta ekki það sem við köllum mismunun þar sem þeirra loforð er leikskólapláss fyrir öll börn 12 mánaða og eldri en ef við komum ekki barninu þínu inn þá skaltu borga rúmlega helmingi meira en foreldrar þeirra barna sem komust inn. Einar nefnir að það sé mismunandi eftir hverfum hvenær börn komast inn á leikskólanna, í einu hverfinu kemst það inn t.d 14 mánaða en í öðru 20 mánaða, afhverju á að mismuna börnum eftir búsetu þegar ekki er hækkuð niðurgreiðslan fyrr en um 18 mánaða? Einnig nefnir Einar í þessu viðtali að faglegt starf byrji á leikskólunum og nú spurjum við afhverju er það því margoft höfum við dagforeldrar óskað eftir fleiri námskeiðum og jafnvel námi sem nýtist okkur í starfi en eins og fyrri daginn er fátt um svör frá borginni. Ekki erum það við sem höfum þurft að loka hjá okkur starfseminni eða takmarkað komu barnanna til okkar heilu og hálfu vikurnar vegna manneklu eða myglu? Flestir ef ekki allir dagforeldrar vinna af hugsjón að því að kenna börnunum til að takast á við lífið. Það eru margir innan okkar stéttar fagmenntaðir alveg eins og það eru margir innan leikskólanna ómenntaðir og afhverju er ekki hægt að telja okkur með í fagmenntun barnanna? Dagforeldrar kenna nefnilega börnunum að leika, taka tillit til hvor annars, taka þátt í talkennslu barnanna, við huggum þau, þurrkum tárin ásamt óteljandi faðmlögum sem styrkja þessi litlu kríli meira en margir halda. En við fögnum líka því sem að gott er og það er að það hafi verið samþykkt að halda aukin námskeið t.d. í slysavörnum á tveggja ára fresti. Okkur er það óskiljanlegt að aldrei er haft samráð við okkur dagforeldra um hvað sé hægt að gera fyrir börnin, foreldrana og okkur dagforeldranna sjálfa. Afhverju er okkur alltaf ýtt út í horn þegar verið er að ræða málefni okkar starfsgreinar og við hunsuð þegar við óskum eftir fundum og samráði? Hvers er hagurinn annarra en borgarinnar. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík Guðný Ólafsdóttir, formaður Barnavistunar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun