Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins Arnar Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 10:00 Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins ÁTVR sem rekur 52 útibú sem að eigin sögn hafa það meginhlutverk að torvelda aðgengi að söluvörunni og fagnar því væntanlega samdrætti í sölu á síðasta ári. Stofnunin hefur sjálf sagt að skilríkjaeftirlit sé stærsta einstaka atriðið innan ramma samfélagslegrar ábyrgðar sem þá jafnframt er meginástæða þess að hið opinbera reki stofnunina gegn grundvallarsjónarmiðum frjálsrar samkeppni. Á þeim mælikvarða fær stofnunin þó árlega falleinkunn frá sér sjálfri með eigin rannsóknum en ekkert sjálfstætt eftirlit er með starfseminni eins og fram kom í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mist á Alþingi. Engu að síður heldur stofnunin því fram að engum öðrum sé treystandi til að tryggja að unglingum sé ekki selt áfengi eða yfir höfuð að stunda siðlega viðskiptahætti. Í sömu veru gagnrýnir Bjarkey Olsen þingmaður að ,,selja brennivín á netinu og vita ekkert hvar það lendir….” „Valið stendur um hvort halda eigi í áfengisstefnu sem fylgt hefur verið hér á landi í áratugi og stuðlað hefur að auknu heilbrigði íslenskra ungmenna, minni áfengisneyslu og betri lýðheilsu og almannaheill eða leggja áfengisstefnuna til hliðar og gefa smásölu áfengis alfarið frjálsa. Í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið,“ Ofangreint er áhugavert þar sem einkaaðlar eins og Sante nota rafræn auðkenni frá hinu opinbera sem augljóslega stendur stofnuninni til boða og tryggir að markmiðum er náð í 100% tilfella við sölu á áfengi og tóbaki. Stofnunin hefur engu að síður ekki séð ástæðu til að kæra sjálfa sig til lögreglu heldur látið nægja að kæra þá sem standa sig 100% á þessu sviði. Staðreynd málsins er að ríkisforsjárhyggjusinnar sem trúa á kosti einokunarverslunar eru jafn blindir á veruleikann eins og þeir eru staðfastir í trúnni á hinn ábyrgðarlausa embættismann. Höfundur er eigandi Santewines SAS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins ÁTVR sem rekur 52 útibú sem að eigin sögn hafa það meginhlutverk að torvelda aðgengi að söluvörunni og fagnar því væntanlega samdrætti í sölu á síðasta ári. Stofnunin hefur sjálf sagt að skilríkjaeftirlit sé stærsta einstaka atriðið innan ramma samfélagslegrar ábyrgðar sem þá jafnframt er meginástæða þess að hið opinbera reki stofnunina gegn grundvallarsjónarmiðum frjálsrar samkeppni. Á þeim mælikvarða fær stofnunin þó árlega falleinkunn frá sér sjálfri með eigin rannsóknum en ekkert sjálfstætt eftirlit er með starfseminni eins og fram kom í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mist á Alþingi. Engu að síður heldur stofnunin því fram að engum öðrum sé treystandi til að tryggja að unglingum sé ekki selt áfengi eða yfir höfuð að stunda siðlega viðskiptahætti. Í sömu veru gagnrýnir Bjarkey Olsen þingmaður að ,,selja brennivín á netinu og vita ekkert hvar það lendir….” „Valið stendur um hvort halda eigi í áfengisstefnu sem fylgt hefur verið hér á landi í áratugi og stuðlað hefur að auknu heilbrigði íslenskra ungmenna, minni áfengisneyslu og betri lýðheilsu og almannaheill eða leggja áfengisstefnuna til hliðar og gefa smásölu áfengis alfarið frjálsa. Í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið,“ Ofangreint er áhugavert þar sem einkaaðlar eins og Sante nota rafræn auðkenni frá hinu opinbera sem augljóslega stendur stofnuninni til boða og tryggir að markmiðum er náð í 100% tilfella við sölu á áfengi og tóbaki. Stofnunin hefur engu að síður ekki séð ástæðu til að kæra sjálfa sig til lögreglu heldur látið nægja að kæra þá sem standa sig 100% á þessu sviði. Staðreynd málsins er að ríkisforsjárhyggjusinnar sem trúa á kosti einokunarverslunar eru jafn blindir á veruleikann eins og þeir eru staðfastir í trúnni á hinn ábyrgðarlausa embættismann. Höfundur er eigandi Santewines SAS.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar