Spotify segir upp hlaðvarpssamningnum við Harry og Meghan Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2023 07:50 Harry og Meghan eru með allskonar járn í eldinum. EPA Spotify hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harry og Meghan. Síðustu misserin hefur parið framleitt hlaðvarpið Archetypes fyrir streymisveituna. Sagt er frá þessu í sameiginlegri yfirlýsingu frá Spotify og félagi þeirra Harry og Meghan þar sem þau hafi sammælst um halda „hvort í sína áttina“. BBC segir frá því að Spotify hafi ákveðið að ráðast ekki í framleiðslu á annarri þáttaröð af Archetypes, en alls hafa verið framleiddir tólf þættir síðan í ágúst 2022. Samningurinn var gerður síðla árs 2020 og var á sínum tíma metinn á 25 milljónir bandaríkjadala, um 3,5 milljarðar króna. Var þá stefnt að því að framleiða nokkrar þáttaraðir, en nú er ljóst að einungis verður um eina að ræða. Samningurinn við Spotify var einn af nokkrum viðskiptasamningum sem Harry og Meghan gerðu eftir að þau létu af konunglegum skyldum og fluttust til Bandaríkjanna. Í þáttunum Archetypes ræddi Meghan meðal annars við heimsfrægar konur á borð við tennisstjörnuna Serena Williams og söngkonuna Mariah Carey um þær staðalímyndir sem konur þurfa að búa við. Harry og Meghan segjast stolt af hlaðvarpsþáttunum, en þættirnir unnu meðal annars til verðlauna sem besta hlaðvarp ársins á People's Choice Award í Los Angeles í desember. Fréttirnar nú koma eftir að stjórnendur Spotify tilkynntu um að tvö hundruð manns í hlaðvarpdeild fyrirtækisins yrði sagt upp. Harry og Meghan Spotify Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan nærri því að lenda í stórslysi Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, segjast hafa verið nálægt því að lenda í stórslysi í gær vegna ljósmyndara sem veittu þeim eftirför í New York þar sem þau yfirgáfu verðlaunahátíð. 17. maí 2023 14:35 Segist ekki hafa verið Meghan Markle í dulargervi Velska tónskáldið Sir Karl Jenkins neitar því að hann hafi verið Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex í dulargervi við krýningu Karls Bretakonungs síðastliðna helgi, í bráðfyndnu myndbandi þar sem hann útskýrir klæðnað sinn. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan. 10. maí 2023 23:49 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sagt er frá þessu í sameiginlegri yfirlýsingu frá Spotify og félagi þeirra Harry og Meghan þar sem þau hafi sammælst um halda „hvort í sína áttina“. BBC segir frá því að Spotify hafi ákveðið að ráðast ekki í framleiðslu á annarri þáttaröð af Archetypes, en alls hafa verið framleiddir tólf þættir síðan í ágúst 2022. Samningurinn var gerður síðla árs 2020 og var á sínum tíma metinn á 25 milljónir bandaríkjadala, um 3,5 milljarðar króna. Var þá stefnt að því að framleiða nokkrar þáttaraðir, en nú er ljóst að einungis verður um eina að ræða. Samningurinn við Spotify var einn af nokkrum viðskiptasamningum sem Harry og Meghan gerðu eftir að þau létu af konunglegum skyldum og fluttust til Bandaríkjanna. Í þáttunum Archetypes ræddi Meghan meðal annars við heimsfrægar konur á borð við tennisstjörnuna Serena Williams og söngkonuna Mariah Carey um þær staðalímyndir sem konur þurfa að búa við. Harry og Meghan segjast stolt af hlaðvarpsþáttunum, en þættirnir unnu meðal annars til verðlauna sem besta hlaðvarp ársins á People's Choice Award í Los Angeles í desember. Fréttirnar nú koma eftir að stjórnendur Spotify tilkynntu um að tvö hundruð manns í hlaðvarpdeild fyrirtækisins yrði sagt upp.
Harry og Meghan Spotify Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan nærri því að lenda í stórslysi Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, segjast hafa verið nálægt því að lenda í stórslysi í gær vegna ljósmyndara sem veittu þeim eftirför í New York þar sem þau yfirgáfu verðlaunahátíð. 17. maí 2023 14:35 Segist ekki hafa verið Meghan Markle í dulargervi Velska tónskáldið Sir Karl Jenkins neitar því að hann hafi verið Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex í dulargervi við krýningu Karls Bretakonungs síðastliðna helgi, í bráðfyndnu myndbandi þar sem hann útskýrir klæðnað sinn. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan. 10. maí 2023 23:49 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Harry og Meghan nærri því að lenda í stórslysi Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, segjast hafa verið nálægt því að lenda í stórslysi í gær vegna ljósmyndara sem veittu þeim eftirför í New York þar sem þau yfirgáfu verðlaunahátíð. 17. maí 2023 14:35
Segist ekki hafa verið Meghan Markle í dulargervi Velska tónskáldið Sir Karl Jenkins neitar því að hann hafi verið Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex í dulargervi við krýningu Karls Bretakonungs síðastliðna helgi, í bráðfyndnu myndbandi þar sem hann útskýrir klæðnað sinn. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan. 10. maí 2023 23:49