Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2023 11:43 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu á síðasta ári nam 7,8 prósentum, sem er hæsta hlutfall síðan árið 2018, þegar hann nam 8,2 prósentum og hafði þá aldrei verið hærri. Þá nam hlutdeild ferðaþjónustu í heildarvinnustundum 8,3 í fyrra, og hefur sömuleiðis ekki verið hærri síðan 2018, þegar hlutfallið var 9,8 prósent. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir viðspyrnu ferðaþjónustunnar sterka. Góð teikn séu á lofti nánast hvar sem litið er. „Til dæmis á neyslu ferðamanna á landinu, sem er sú mesta sem við höfum séð, á breytilegu verðlagi. Og það á ári þar sem við erum með færri ferðamenn en áður, sem segir okkur það að verðmætin sem hver ferðamaður er að skilja eftir eru meiri en áður. Sem er líka það sem við viljum sjá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Útlit sé fyrir að árið í ár verði stærra en árin fyrir faraldur. „Það náttúrulega eru ansi margar breytur sem þarf að rannsaka betur til þess að við áttum okkur betur og getum spáð betur um framíðina, en það lítur út fyrir það að þessi þróun muni halda áfram.“ En er Ísland þá að nálgast hámarksafkastagetu í ferðaþjónustu? „Allar spurningar um það hvað við getum tekið á móti mörgum eru mjög afstæðar.“ Þar skipti meðal annars máli hvar ferðamennirnir halda sig, hvort þeir séu allir nálægt höfuðborgarsvæðinu eða dreifist um landið. Vel hafi gengið að byggja upp innviði og stefnan sé ekki að fylla landið af ferðamönnum þar til þolmörkum verði náð. „Markmiðið núna hlýtur að vera að ná stöðugleika í sjálfbærri atvinnugrein sem gefur af sér gríðarlegar fjárhæðir inn í þjóðarbúið og byggir upp samfélagið fyrir okkur öll. Það er markmiðið,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu á síðasta ári nam 7,8 prósentum, sem er hæsta hlutfall síðan árið 2018, þegar hann nam 8,2 prósentum og hafði þá aldrei verið hærri. Þá nam hlutdeild ferðaþjónustu í heildarvinnustundum 8,3 í fyrra, og hefur sömuleiðis ekki verið hærri síðan 2018, þegar hlutfallið var 9,8 prósent. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir viðspyrnu ferðaþjónustunnar sterka. Góð teikn séu á lofti nánast hvar sem litið er. „Til dæmis á neyslu ferðamanna á landinu, sem er sú mesta sem við höfum séð, á breytilegu verðlagi. Og það á ári þar sem við erum með færri ferðamenn en áður, sem segir okkur það að verðmætin sem hver ferðamaður er að skilja eftir eru meiri en áður. Sem er líka það sem við viljum sjá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Útlit sé fyrir að árið í ár verði stærra en árin fyrir faraldur. „Það náttúrulega eru ansi margar breytur sem þarf að rannsaka betur til þess að við áttum okkur betur og getum spáð betur um framíðina, en það lítur út fyrir það að þessi þróun muni halda áfram.“ En er Ísland þá að nálgast hámarksafkastagetu í ferðaþjónustu? „Allar spurningar um það hvað við getum tekið á móti mörgum eru mjög afstæðar.“ Þar skipti meðal annars máli hvar ferðamennirnir halda sig, hvort þeir séu allir nálægt höfuðborgarsvæðinu eða dreifist um landið. Vel hafi gengið að byggja upp innviði og stefnan sé ekki að fylla landið af ferðamönnum þar til þolmörkum verði náð. „Markmiðið núna hlýtur að vera að ná stöðugleika í sjálfbærri atvinnugrein sem gefur af sér gríðarlegar fjárhæðir inn í þjóðarbúið og byggir upp samfélagið fyrir okkur öll. Það er markmiðið,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06