Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2023 07:57 Kim Jong Un ásamt dóttur sinni. Á meðan elítan lifir í vellystingum virðist sem hungursneyð sé mögulega í uppsiglingu. epa/KCNA „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ Að þessu spyr Chan Ho, einn þriggja íbúa í Norður-Kóreu sem hefur átt í leynilegum samskiptum við BBC um nokkurt skeið. Chan Ho er dulnefni. Einstaklingarnir sem BBC hefur rætt við hafa ótrúlega sögu að segja; af heilu fjölskyldunum sem svelta og harkalegum refsiaðgerðum stjórnvalda gegn öllum þeim sem voga sér að brjóta gegn settum reglum, jafnvel þótt það sé aðeins til að halda sjálfum sér og fjölskyldu sinni á lífi. Þeir segja ástandið hafa versnað til muna eftir að landamærunum var lokað í byrjun árs 2020 vegna Covid-19. Lokað var á innflutning ýmissa nauðsynja og smygl, sem hélt lífinu í mörgum fjölskyldum, varð nær ómögulegt. Áður en landamærunum var lokað seldi Myong Suk sýklalyf og önnur nauðsynleg lyf á markaðnum, sem hún hafði látið smygla fyrir sig frá Kína. Nú er nær ómögulegt að komast yfir nokkuð til að selja og Myong Suk segist hafa stanslausar áhyggjur. BBC segir hana í sömu sporum og flestar konur í Norður-Kóreu, sem hafa hingað til verið aðalfyrirvinna fjölskyldunnar þar sem mennirnir eru skikkaðir í störf sem skila nánast engu til heimilisins. Á mörkuðunum er nú nánast ekkert að fá. Þegar Covid-19 breiddist út hafði Chan Ho fyrst áhyggjur af því að deyja úr sjúkdómnum. Eftir því sem tíminn leið fór hann þó að hafa mun meiri áhyggjur af því að svelta. Í þorpinu þar sem hann býr voru kona sem var orðin óvinnufær og börnin hennar tvö fyrst til að deyja úr hungri. Svo móðir sem var dæmd til erfiðisvinnu fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum og sonur hennar. Þá var sonur vinar Chan Ho nýlega leystur undan herskyldu vegna vannæringar. Hann dó skömmu síðar. „Ég get ekki sofið þegar ég hugsa um börnin mín, að þau þurfi að lifa í þessu vonlausa helvíti,“ segir Chan Ho. Í höfuðborginni Pyongyang reynir Ji Yeon að aðstoða þá sem minna mega sín, jafnvel þótt hún þurfi sjálf að berjast fyrir því að halda fjölskyldu sinni á lífi. Hún segir betlurum hafa fjölgað og þegar hún athugar með þá sem liggja í götunni reynast flestir þeirra látnir. Einn daginn bankaði hún á dyr nágrannafjölskyldunnar, til að færa þeim vatn. Ekkert svar. Þegar yfirvöld fóru inn þremur dögum síðar kom í ljós að allir voru látnir; höfðu soltið til dauða. Aftökur eru daglegt brauð en þrátt fyrir stöðugan áróður stjórnvalda og sambandsleysið við umheiminn virðist unga fólkið hafa sínar efasemdir. „Við ólumst upp við gjafir frá ríkinu en undir Kim Jong Un hefur fólk ekki fengið neitt,“ segir Ryu Hyun Woo, fyrrverandi diplómati sem flúði árið 2019. „Unga fólkið spyr sig nú að því hvað stjórnvöld hafi gert fyrir það.“ Prófessorinn Andrei Lankov, sem hefur rannsakað Norður-Kóreu í 40 ár, segir hins vegar áhyggjuefni hversu vel stjórnvöldum hefur tekist að sá vantrausti meðal íbúa í garð hvors annars. „Ef fólk treystir ekki hvort öðru er ómögulegt fyrir andstöðu að dafna,“ segir hann. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Norður-Kórea Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Að þessu spyr Chan Ho, einn þriggja íbúa í Norður-Kóreu sem hefur átt í leynilegum samskiptum við BBC um nokkurt skeið. Chan Ho er dulnefni. Einstaklingarnir sem BBC hefur rætt við hafa ótrúlega sögu að segja; af heilu fjölskyldunum sem svelta og harkalegum refsiaðgerðum stjórnvalda gegn öllum þeim sem voga sér að brjóta gegn settum reglum, jafnvel þótt það sé aðeins til að halda sjálfum sér og fjölskyldu sinni á lífi. Þeir segja ástandið hafa versnað til muna eftir að landamærunum var lokað í byrjun árs 2020 vegna Covid-19. Lokað var á innflutning ýmissa nauðsynja og smygl, sem hélt lífinu í mörgum fjölskyldum, varð nær ómögulegt. Áður en landamærunum var lokað seldi Myong Suk sýklalyf og önnur nauðsynleg lyf á markaðnum, sem hún hafði látið smygla fyrir sig frá Kína. Nú er nær ómögulegt að komast yfir nokkuð til að selja og Myong Suk segist hafa stanslausar áhyggjur. BBC segir hana í sömu sporum og flestar konur í Norður-Kóreu, sem hafa hingað til verið aðalfyrirvinna fjölskyldunnar þar sem mennirnir eru skikkaðir í störf sem skila nánast engu til heimilisins. Á mörkuðunum er nú nánast ekkert að fá. Þegar Covid-19 breiddist út hafði Chan Ho fyrst áhyggjur af því að deyja úr sjúkdómnum. Eftir því sem tíminn leið fór hann þó að hafa mun meiri áhyggjur af því að svelta. Í þorpinu þar sem hann býr voru kona sem var orðin óvinnufær og börnin hennar tvö fyrst til að deyja úr hungri. Svo móðir sem var dæmd til erfiðisvinnu fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum og sonur hennar. Þá var sonur vinar Chan Ho nýlega leystur undan herskyldu vegna vannæringar. Hann dó skömmu síðar. „Ég get ekki sofið þegar ég hugsa um börnin mín, að þau þurfi að lifa í þessu vonlausa helvíti,“ segir Chan Ho. Í höfuðborginni Pyongyang reynir Ji Yeon að aðstoða þá sem minna mega sín, jafnvel þótt hún þurfi sjálf að berjast fyrir því að halda fjölskyldu sinni á lífi. Hún segir betlurum hafa fjölgað og þegar hún athugar með þá sem liggja í götunni reynast flestir þeirra látnir. Einn daginn bankaði hún á dyr nágrannafjölskyldunnar, til að færa þeim vatn. Ekkert svar. Þegar yfirvöld fóru inn þremur dögum síðar kom í ljós að allir voru látnir; höfðu soltið til dauða. Aftökur eru daglegt brauð en þrátt fyrir stöðugan áróður stjórnvalda og sambandsleysið við umheiminn virðist unga fólkið hafa sínar efasemdir. „Við ólumst upp við gjafir frá ríkinu en undir Kim Jong Un hefur fólk ekki fengið neitt,“ segir Ryu Hyun Woo, fyrrverandi diplómati sem flúði árið 2019. „Unga fólkið spyr sig nú að því hvað stjórnvöld hafi gert fyrir það.“ Prófessorinn Andrei Lankov, sem hefur rannsakað Norður-Kóreu í 40 ár, segir hins vegar áhyggjuefni hversu vel stjórnvöldum hefur tekist að sá vantrausti meðal íbúa í garð hvors annars. „Ef fólk treystir ekki hvort öðru er ómögulegt fyrir andstöðu að dafna,“ segir hann. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Norður-Kórea Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira