Af hvölum og kvölum Steingrímur Benediktsson skrifar 15. júní 2023 08:00 Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum. Það sem ætti að vekja athygli við lesturinn er að aflífun á þessum 50 – 60 tonna þungu dýrum gengur yfirleitt fljótt. Auðvitað er þarna verið að veiða villt dýr í óhaminni náttúru og við veiðar í slíkum aðstæðum verða óhjákvæmilega slys. Umræða um skýrsluna hefur enda beinst mest að tveimur tilfellum þar sem vissulega tókst illa til. Hugsanlega má skýra þessi tilfelli með einhverjum hætti og bæta úr. Þegar gögn frá fyrri vertíðum eru skoðuð, kemur nefnilega í ljós að yfirleitt hefur aflífun hvalanna gengið hratt fyrir sig. Við umfjöllun um hvalveiðar mætti einnig hafa eftirfarandi í huga: Ísland er eyja langt úti í N-Atlandshafi. Undan ströndum landsins mætast kaldir og hlýir hafstraumar. Þeir mynda lífrænan suðupott sem er undirstaða gríðarlegs lífríkis. Það stendur undir stofnum fiska og sjávarspendýra sem eru mjög stórir miðað við það sem þekkist víðast í heimshöfunum. Þessar aðstæður eru framandi flestum öðrum jarðarbúum og þá einnig aðferðir við veiðar og verkun. Lengst af lifðu Íslendingar af því sem hafið gaf. Vissulega var það mest fiskur, þar sem við réðum ekki yfir fjármagni, tækni eða aðstöðu til að nýta stærri skepnur eins og hvali. Þetta breyttist um miðja síðustu öld og til varð atvinnugrein sem byggði á veiðum stórhvela. Það er margstaðfest að hvalveiðar Íslendinga eru algerlega sjálfbærar. Veiðarnar eru fjarri því að vera sú rányrkja sem tíðkaðist hér við land og víðar, fyrr á tímum þegar afurðir hvala komu til dæmis í stað jarðolíu og plasts. Nú er það kjötið sem er aðalafurðin. Fæst það staðfest ef gluggað er í erlenda fjölmiðla að markaður er fyrir hvalkjöt í Japan. Hvalveiðar eru því sjálfstæð og sjálfbær atvinnugrein sem geta veitt um 150 vel launuð störf á hverri vertíð og dregið um leið gjaldeyri í þjóðarbúið. Hvalveiðar gefa einnig af sér þekkingu. Hvalveiðimenn hafa fengið skammir fyrir að veiða sjaldgæfa blendinga steypi- og langreyða. Óvíst er að þessir blendingar væru þekktir nema af því að þeir voru veiddir! Vísindamenn hafa líka unnið í kringum veiðarnar og í Hvalstöðinni við rannsóknir á vistfræði, erfðafræði og líffæra- og lífeðlisfræði hvala og skilað vísindalegum fróðleik sem aðeins er hægt að ná með því að skoða skepnurnar. Að endingu má nefna að tækni og vinnubrögð við veiðar og vinnslu stórhvela er merkileg. Hvalbátarnir eru gufuknúnir og eins spil og sagir á skurðarplani. Lifir þar tækni sem var ráðandi við að knýja vélar alveg frá iðnbyltingu og vinnubrögð og verkfæri sem notuð eru við að flensa hvalina eru einstæð. Að leggja af hvalveiðar er misráðið. Þar með hyrfi sjálfbær og sögulega merkileg atvinnugrein sem gefur samfélaginu tekjur, varðveitir verkkunnáttu og er í raun hluti af menningu veiðisamfélags við heimskautsbaug. Höfundur er líffræðikennari og hefur einnig unnið hjá Hval hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum. Það sem ætti að vekja athygli við lesturinn er að aflífun á þessum 50 – 60 tonna þungu dýrum gengur yfirleitt fljótt. Auðvitað er þarna verið að veiða villt dýr í óhaminni náttúru og við veiðar í slíkum aðstæðum verða óhjákvæmilega slys. Umræða um skýrsluna hefur enda beinst mest að tveimur tilfellum þar sem vissulega tókst illa til. Hugsanlega má skýra þessi tilfelli með einhverjum hætti og bæta úr. Þegar gögn frá fyrri vertíðum eru skoðuð, kemur nefnilega í ljós að yfirleitt hefur aflífun hvalanna gengið hratt fyrir sig. Við umfjöllun um hvalveiðar mætti einnig hafa eftirfarandi í huga: Ísland er eyja langt úti í N-Atlandshafi. Undan ströndum landsins mætast kaldir og hlýir hafstraumar. Þeir mynda lífrænan suðupott sem er undirstaða gríðarlegs lífríkis. Það stendur undir stofnum fiska og sjávarspendýra sem eru mjög stórir miðað við það sem þekkist víðast í heimshöfunum. Þessar aðstæður eru framandi flestum öðrum jarðarbúum og þá einnig aðferðir við veiðar og verkun. Lengst af lifðu Íslendingar af því sem hafið gaf. Vissulega var það mest fiskur, þar sem við réðum ekki yfir fjármagni, tækni eða aðstöðu til að nýta stærri skepnur eins og hvali. Þetta breyttist um miðja síðustu öld og til varð atvinnugrein sem byggði á veiðum stórhvela. Það er margstaðfest að hvalveiðar Íslendinga eru algerlega sjálfbærar. Veiðarnar eru fjarri því að vera sú rányrkja sem tíðkaðist hér við land og víðar, fyrr á tímum þegar afurðir hvala komu til dæmis í stað jarðolíu og plasts. Nú er það kjötið sem er aðalafurðin. Fæst það staðfest ef gluggað er í erlenda fjölmiðla að markaður er fyrir hvalkjöt í Japan. Hvalveiðar eru því sjálfstæð og sjálfbær atvinnugrein sem geta veitt um 150 vel launuð störf á hverri vertíð og dregið um leið gjaldeyri í þjóðarbúið. Hvalveiðar gefa einnig af sér þekkingu. Hvalveiðimenn hafa fengið skammir fyrir að veiða sjaldgæfa blendinga steypi- og langreyða. Óvíst er að þessir blendingar væru þekktir nema af því að þeir voru veiddir! Vísindamenn hafa líka unnið í kringum veiðarnar og í Hvalstöðinni við rannsóknir á vistfræði, erfðafræði og líffæra- og lífeðlisfræði hvala og skilað vísindalegum fróðleik sem aðeins er hægt að ná með því að skoða skepnurnar. Að endingu má nefna að tækni og vinnubrögð við veiðar og vinnslu stórhvela er merkileg. Hvalbátarnir eru gufuknúnir og eins spil og sagir á skurðarplani. Lifir þar tækni sem var ráðandi við að knýja vélar alveg frá iðnbyltingu og vinnubrögð og verkfæri sem notuð eru við að flensa hvalina eru einstæð. Að leggja af hvalveiðar er misráðið. Þar með hyrfi sjálfbær og sögulega merkileg atvinnugrein sem gefur samfélaginu tekjur, varðveitir verkkunnáttu og er í raun hluti af menningu veiðisamfélags við heimskautsbaug. Höfundur er líffræðikennari og hefur einnig unnið hjá Hval hf.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun