Er rammaáætlun hin nýja Grágás náttúrunnar? Gerður Stefánsdóttir skrifar 15. júní 2023 07:31 Dagurinn 14. júní verður lengi í minnum hafður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dagurinn þegar meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar. Var náttúra og landslag þar að engu höfð. Framkvæmd þessi hefur vofað yfir sveitarfélaginu um langan tíma, eða í yfir 20 ár. Því miður er ekki hægt að halda því fram að ferlið byggi á ásættanlegum og faglegum forsendum. Þar má lengi grafa. Úr ranni meirihluta sveitarstjórnar hefur ítrekað komið fram á undanförnum mánuðum, meðal annars í opinberri umræðu, að meirihlutinn telji sig bundinn af því að Alþingi hafi samþykkt Hvammsvirkjun í orkunýtingarflokk árið 2015. Sá skilningur meirihlutans byggir á því að samkvæmt lögum um rammaáætlun eru verndar- og orkunýtingaráætlanir bindandi við gerð skipulagsáætlana. Svo virðist sem meirihlutinn telji að þar með sé sveitarfélag bundið af því að veita fyrir virkjuninni framkvæmdaleyfi. Slíkt væri með ólíkindum, rammaáætlun yfirskrifar með engu móti aðra þá málsmeðferð sem nauðsynlegt er að liggi fyrir. Á tímum Grágásar var hún eina lögbókin en svo er ekki nú. Það er alveg skýrt í rammaáætlunarlögum að sveitarstjórnum er ekki skylt að veita framkvæmdaleyfi. Slíkt virtist að minnsta kosti gerlegt í málflutningi oddvita meirihlutans þegar hann endurtekið í viðtölum sagt „óvíst að stjórn sveitarfélagsins samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun” ef enginn fjárhagslegur ávinningur væri af orkuvinnslunni fyrir sveitarfélagið m.a. í Bændablaðinu í febrúar 2023. Fjármunir virðast þó í höfn. Meirihluti sveitarstjórnar hallar sér nú að makalausum rammasamningi frá 2008 sem Landsvirkjun gerði við fyrri sveitarstjórn vegna virkjana í neðri Þjórsá. Um þennan samning var meðal annars fjallað um í fréttaskýringaþættinum Kveik fyrir skemmstu. Þann 2. júní síðast liðinn undirritaði sveitarstjóri samkomulag við Landsvirkjun um kostnaðaruppgjör samningsins frá 2008. Tæpar 70 milljónir skulu greiddar Skeiða- og Gnúpverjahreppi í síðasta lagi 16. júní, tveimur dögum eftir að framkvæmdaleyfi yrði gefið út. Sveitarstjóri undirritar þennan samning án formlegs umboðs sveitarstjórnar. Að þeim sem til þekkja hlýtur að læðast sá grunur að þessi samningur hafi verið gerður til þess að koma til móts við kröfu meirihluta sveitarstjórnar um fjármuni til sveitarfélagsinu til handa. Þetta ferli allt er afskaplega undarlegur gjörningur og ekki í samræmi við faglegt verklag og nútíma vinnubrögð svo ekki sé tekið dýpra í árina tekið. Eins og þeir vita sem vilja. Ákvörðun um hvort veita á framkvæmdaleyfi ræðst af fjölda margslunginna laga sem öll þurfa að falla að einum ranni. Má þar nefna lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana, lög um stjórn vatnamála, lög um framkvæmdaleyfi og svo mætti lengi áfram telja. Hvar er stefna stjórnvalda um nýtingu náttúruauðlinda? Ég tel mál til komið að stjórnvöld setji sér skýra stefnu um í hvers konar verkefni fórna á náttúruperlum landsins í. Eðlilegt væri að stjórnvöld gerðu kröfu um að um vistvæn, sjálfbær verkefni væri að ræða sem þjónuðu skýrum loftslagsmarkmiðum í samræmi við metnaðarfulla stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum og alþjóðasamninga sem við sem þjóðin höfum undirgengist. Skoði menn þau verkefni sem eru til staðar sem og þau sem eru í farvatninu hlýtur að sækja að þeim hrollur. Mörg hver seint teljast umhverfisvænir kostir eins og Snæbjörn Guðmundsson hefur bent á í umfjöllun sinni um bitcoinvinnslu hér á landi. Sama er upp á teningnum ef skoðuð eru þau verkefni sem hafa verið í ferli hjá Skipulagsstofnun. Þegar við í sveitafélaginu höfum spurt í hvað nota á orkuna, m.a. á íbúafundi hér í sveit, fengum við snubbótt svar: orkuskiptin. Eins mikilvæg og orkuskiptin eru er það hugtak sem er óspart misnotað á vogarskálar þó allt annað sé upp á teningnum í raun. Það ætti að vera skýrt hlutverk stjórnvalda að setja skýra stefnu um hvaða verkefni orkuauðlindir okkar eru notaðar áður en hraðlest virkjana fer á fullt skrið þar sem engu er skeytt um náttúruna. Stefna okkar með okkar náttúruperlur á að vera til fyrirmyndar og byggja á heildstæðri framtíðarsýn okkur og afkomendum okkar til heilla. Það liggur á! Höfundur er líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnsaflsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Dagurinn 14. júní verður lengi í minnum hafður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dagurinn þegar meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar. Var náttúra og landslag þar að engu höfð. Framkvæmd þessi hefur vofað yfir sveitarfélaginu um langan tíma, eða í yfir 20 ár. Því miður er ekki hægt að halda því fram að ferlið byggi á ásættanlegum og faglegum forsendum. Þar má lengi grafa. Úr ranni meirihluta sveitarstjórnar hefur ítrekað komið fram á undanförnum mánuðum, meðal annars í opinberri umræðu, að meirihlutinn telji sig bundinn af því að Alþingi hafi samþykkt Hvammsvirkjun í orkunýtingarflokk árið 2015. Sá skilningur meirihlutans byggir á því að samkvæmt lögum um rammaáætlun eru verndar- og orkunýtingaráætlanir bindandi við gerð skipulagsáætlana. Svo virðist sem meirihlutinn telji að þar með sé sveitarfélag bundið af því að veita fyrir virkjuninni framkvæmdaleyfi. Slíkt væri með ólíkindum, rammaáætlun yfirskrifar með engu móti aðra þá málsmeðferð sem nauðsynlegt er að liggi fyrir. Á tímum Grágásar var hún eina lögbókin en svo er ekki nú. Það er alveg skýrt í rammaáætlunarlögum að sveitarstjórnum er ekki skylt að veita framkvæmdaleyfi. Slíkt virtist að minnsta kosti gerlegt í málflutningi oddvita meirihlutans þegar hann endurtekið í viðtölum sagt „óvíst að stjórn sveitarfélagsins samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun” ef enginn fjárhagslegur ávinningur væri af orkuvinnslunni fyrir sveitarfélagið m.a. í Bændablaðinu í febrúar 2023. Fjármunir virðast þó í höfn. Meirihluti sveitarstjórnar hallar sér nú að makalausum rammasamningi frá 2008 sem Landsvirkjun gerði við fyrri sveitarstjórn vegna virkjana í neðri Þjórsá. Um þennan samning var meðal annars fjallað um í fréttaskýringaþættinum Kveik fyrir skemmstu. Þann 2. júní síðast liðinn undirritaði sveitarstjóri samkomulag við Landsvirkjun um kostnaðaruppgjör samningsins frá 2008. Tæpar 70 milljónir skulu greiddar Skeiða- og Gnúpverjahreppi í síðasta lagi 16. júní, tveimur dögum eftir að framkvæmdaleyfi yrði gefið út. Sveitarstjóri undirritar þennan samning án formlegs umboðs sveitarstjórnar. Að þeim sem til þekkja hlýtur að læðast sá grunur að þessi samningur hafi verið gerður til þess að koma til móts við kröfu meirihluta sveitarstjórnar um fjármuni til sveitarfélagsinu til handa. Þetta ferli allt er afskaplega undarlegur gjörningur og ekki í samræmi við faglegt verklag og nútíma vinnubrögð svo ekki sé tekið dýpra í árina tekið. Eins og þeir vita sem vilja. Ákvörðun um hvort veita á framkvæmdaleyfi ræðst af fjölda margslunginna laga sem öll þurfa að falla að einum ranni. Má þar nefna lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana, lög um stjórn vatnamála, lög um framkvæmdaleyfi og svo mætti lengi áfram telja. Hvar er stefna stjórnvalda um nýtingu náttúruauðlinda? Ég tel mál til komið að stjórnvöld setji sér skýra stefnu um í hvers konar verkefni fórna á náttúruperlum landsins í. Eðlilegt væri að stjórnvöld gerðu kröfu um að um vistvæn, sjálfbær verkefni væri að ræða sem þjónuðu skýrum loftslagsmarkmiðum í samræmi við metnaðarfulla stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum og alþjóðasamninga sem við sem þjóðin höfum undirgengist. Skoði menn þau verkefni sem eru til staðar sem og þau sem eru í farvatninu hlýtur að sækja að þeim hrollur. Mörg hver seint teljast umhverfisvænir kostir eins og Snæbjörn Guðmundsson hefur bent á í umfjöllun sinni um bitcoinvinnslu hér á landi. Sama er upp á teningnum ef skoðuð eru þau verkefni sem hafa verið í ferli hjá Skipulagsstofnun. Þegar við í sveitafélaginu höfum spurt í hvað nota á orkuna, m.a. á íbúafundi hér í sveit, fengum við snubbótt svar: orkuskiptin. Eins mikilvæg og orkuskiptin eru er það hugtak sem er óspart misnotað á vogarskálar þó allt annað sé upp á teningnum í raun. Það ætti að vera skýrt hlutverk stjórnvalda að setja skýra stefnu um hvaða verkefni orkuauðlindir okkar eru notaðar áður en hraðlest virkjana fer á fullt skrið þar sem engu er skeytt um náttúruna. Stefna okkar með okkar náttúruperlur á að vera til fyrirmyndar og byggja á heildstæðri framtíðarsýn okkur og afkomendum okkar til heilla. Það liggur á! Höfundur er líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun