Samfylkingin telur samgönguáætlun ekki full fjármagnaða Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2023 13:59 Öll gjaldtaka á umferðina er í endurskoðun vegna orkuskiptanna. Í jarðgangaáætlun er reiknað með að gjaldtaka verði tekin upp í öllum jaðgöngum. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis segir ný framlagða samgönguáætlun ekki full fjármagnaða og hefur áhyggjur af efndum um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri um 80 milljarða uppsöfnuð viðhaldsskuld á þjóðvegum landsins sem skynsamlegt væri að ráðast í sem fyrst. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun til fimmtán ára og jarðgangaáætlun til 30 ára í gær, þar sem áætlað er að 909 milljarðar fari í framkvæmdir í samgöngumálum fram til ársins 2038. Þórunn Sveinbjarnardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd segir verðug verkefni í áætluninni. „En þau eru til mjög langs tíma og fjármögnun er alsendis óráðin. Sérstaklega fyrstu fjögur til fimm árin. Þannig að eitt er að gera áætlun og annað er að fjármagna hana,“ segir Þórunn. Þá hafi hún áhyggjur af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuframkvæmdum, meðal annars í samhengi við loftslagsmálin. Í fljótu bragði væri lítil áhersla á þær framkvæmdir sem þyrfti að skoða betur. Innviðaráðherra hefur sagt að uppfæra þyrfti samgöngusáttmálann vegna verðlags og breyttra áherslna í sumum verkefnanna. Þórunn tekur undir að uppfæra þurfi flest vegna verðlagsbreytinga. Þórunn Sveinbjarnardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd.Vísir/Vilhelm „En það er auðvitað þannig að þorri okkar býr höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorni landsins. Vegaframkvæmdir og samgönguframkvæmdir þar eru alveg jafn mikilvægar og samgönguframkvæmdir annar staðar. Mér þykir áherslan á betri samgöngur á höfuðborgarsvæðinu ekki nógu skýr,“ segir Þórunn. Þá væri uppsöfnuð 80 milljarða viðhaldsskuld í vegakerfinu sem væri best að ráðast í sem fyrst. Hins vegar virtist ekkert stórt eiga að gerast í þeim efnum á yfirstandandi kjörtímabili. Í jarðgangaáætlun er tíu göngum forgangsraðað og fjögur önnur sett í nánari skoðun. Áætlað er að þau fari mörg eða öll í samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila og tekin verði upp gjaldtaka í öllum göngum samhliða endurskoðun gjalda á umferðina almennt sem nú stendur yfir. Þórunn segir Samfylkinguna almennt ekki á móti veggjöldum þar sem þau eigi við. Þessi mál verði að skoða heilstætt. „Við verðum að vita hvar við ætlum að afla vegagjalda og hvers vegna. Þá þarf það að ganga jafnt yfir alls staðar. Hvað varðar jarðgangaáformin þá eru þau mikil og mörg en það hefur eiginlega ekkert gerst á þessu kjörtímabili í þeim málum. Ég á eftir að sjá að þetta gangi allt eftir miðað við kostnaðinn og þessar miklu áætlanir,“segir Þórunn. Samkvæmt samgönguáætlun á meðal annars að klára stækkun flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Vísir/Vilhelm Í samgönguáætluninni er gert ráð fyrir átaki til að ljúka stækkun flugstöðvar á Akureyrarflugvelli, uppbyggingu flughlaðs og lagningu akbrautar á Egilsstaðaflugvelli og byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Þetta verði fjármagnað með varaflugvallagjaldi sem samþykkt var á vorþingi. „Það er greinilega mikil áhersla lögð á þessa flugstöð við Reykjavíkurflugvöll. En auðvitað er varaflugvallagjaldið upptaka á gamalli skattlagningu. Það voru engar deilur um það í þinginu," segir Þórunn. Varaflugvellir væru hins vegar skilgreindir af flugrekendum sem veldu þá, hvort sem þeir væru í Kanada eða Skotlandi. „En ég held að þetta snúist miklu frekar um að við höfum innanlandsflugvelli sem geta sinnt hlurverki sínu," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir sem reiknar með miklum umræðum um samgöngu- og jarðgangaáætlanir á haustþingi. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samfylkingin Vegagerð Tengdar fréttir Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. 13. júní 2023 11:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun til fimmtán ára og jarðgangaáætlun til 30 ára í gær, þar sem áætlað er að 909 milljarðar fari í framkvæmdir í samgöngumálum fram til ársins 2038. Þórunn Sveinbjarnardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd segir verðug verkefni í áætluninni. „En þau eru til mjög langs tíma og fjármögnun er alsendis óráðin. Sérstaklega fyrstu fjögur til fimm árin. Þannig að eitt er að gera áætlun og annað er að fjármagna hana,“ segir Þórunn. Þá hafi hún áhyggjur af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuframkvæmdum, meðal annars í samhengi við loftslagsmálin. Í fljótu bragði væri lítil áhersla á þær framkvæmdir sem þyrfti að skoða betur. Innviðaráðherra hefur sagt að uppfæra þyrfti samgöngusáttmálann vegna verðlags og breyttra áherslna í sumum verkefnanna. Þórunn tekur undir að uppfæra þurfi flest vegna verðlagsbreytinga. Þórunn Sveinbjarnardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd.Vísir/Vilhelm „En það er auðvitað þannig að þorri okkar býr höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorni landsins. Vegaframkvæmdir og samgönguframkvæmdir þar eru alveg jafn mikilvægar og samgönguframkvæmdir annar staðar. Mér þykir áherslan á betri samgöngur á höfuðborgarsvæðinu ekki nógu skýr,“ segir Þórunn. Þá væri uppsöfnuð 80 milljarða viðhaldsskuld í vegakerfinu sem væri best að ráðast í sem fyrst. Hins vegar virtist ekkert stórt eiga að gerast í þeim efnum á yfirstandandi kjörtímabili. Í jarðgangaáætlun er tíu göngum forgangsraðað og fjögur önnur sett í nánari skoðun. Áætlað er að þau fari mörg eða öll í samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila og tekin verði upp gjaldtaka í öllum göngum samhliða endurskoðun gjalda á umferðina almennt sem nú stendur yfir. Þórunn segir Samfylkinguna almennt ekki á móti veggjöldum þar sem þau eigi við. Þessi mál verði að skoða heilstætt. „Við verðum að vita hvar við ætlum að afla vegagjalda og hvers vegna. Þá þarf það að ganga jafnt yfir alls staðar. Hvað varðar jarðgangaáformin þá eru þau mikil og mörg en það hefur eiginlega ekkert gerst á þessu kjörtímabili í þeim málum. Ég á eftir að sjá að þetta gangi allt eftir miðað við kostnaðinn og þessar miklu áætlanir,“segir Þórunn. Samkvæmt samgönguáætlun á meðal annars að klára stækkun flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Vísir/Vilhelm Í samgönguáætluninni er gert ráð fyrir átaki til að ljúka stækkun flugstöðvar á Akureyrarflugvelli, uppbyggingu flughlaðs og lagningu akbrautar á Egilsstaðaflugvelli og byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Þetta verði fjármagnað með varaflugvallagjaldi sem samþykkt var á vorþingi. „Það er greinilega mikil áhersla lögð á þessa flugstöð við Reykjavíkurflugvöll. En auðvitað er varaflugvallagjaldið upptaka á gamalli skattlagningu. Það voru engar deilur um það í þinginu," segir Þórunn. Varaflugvellir væru hins vegar skilgreindir af flugrekendum sem veldu þá, hvort sem þeir væru í Kanada eða Skotlandi. „En ég held að þetta snúist miklu frekar um að við höfum innanlandsflugvelli sem geta sinnt hlurverki sínu," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir sem reiknar með miklum umræðum um samgöngu- og jarðgangaáætlanir á haustþingi.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samfylkingin Vegagerð Tengdar fréttir Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. 13. júní 2023 11:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05
909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. 13. júní 2023 11:30