Kynntu fyrstu þjóðaröryggistefnu Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 12:23 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kynnti nýja þjóðaröryggisstefnu. Þá fyrstu í Þýskalandi. EPA/CLEMENS BILAN Olaf Scholz, kanslari Þýskalandi, opinberaði í dag nýja þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar sinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar setja sér stefnu sem þessa en er hann kynnti hana í morgun talaði Scholz um gerbreytt öryggisástand í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og sagði Rússland helstu ógnina sem Þýskaland stæði frammi fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætluðu að opinbera nýja þjóðaröryggisstefnu mun fyrr en því hefur verið frestað hingað til. Innrásin í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af raunverulegri hernaðargetu Þýskalands en her ríkisins hefur staðið frammi fyrir umfangsmiklum niðurskurði í gegnum árin. Scholz tilkynnti í fyrra að farið yrði í verulega aukningu fjárútláta til varnarmála. Markmið Þjóðverja er að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, eins og viðmið Atlantshafsbandalagsins segja til um, á næsta ári. Þjóðverjar hafa einnig haft áhyggjur af aukinni upplýsingaóreiðu, tölvuárásum og mögulegum efnahagsþrýstingi frá stórveldum. Scholz sagði í morgun að tryggja þyrfti styrk lýðræðislegra stofnana Þýskalands, styrk efnahagsins og samheldni þýsks samfélags. Þar að auki þurfti að tryggja aðgang Þjóðverja að nauðsynlegum hráefnum. Þýskir ráðherrar í Berlín í morgun.AP/Markus Schreiber Í frétt DW segir að innrásin í Úkraínu hafi varpað ljósi á galla á þýska hernum, sýnt hve háðir Þjóðverjar voru orðnir Rússum og opnað á spurningar um hvernig verja eigi innviði eins og olíu- og gasleiðslur. Þjóðaröryggisstefnan snýr einnig að ógnum vegna veðurfarsbreytinga og aukinnar hættu á hungursneyð, sjúkdómum, óveðrum og átökum í heiminum. AP fréttaveitan segir ekki farið djúpt í stefnumál ríkisstjórnarinnar og stendur til að gera það í framhaldinu af þjóðaröryggisstefnunni. „Rússland dagsins í dag, og í fyrirsjáanlegri framtíð, er helsta ógnin gegn friði og öryggi á Evrópu-Atlantshafssvæðinu,“ sagði Scholz í morgun. Hann sagði Þjóðverja og aðra standa frammi fyrir tímum þar sem sum ríki væru að reyna að breyta öryggisskipulagi heimsins samkvæmt þeirri sýn á heiminn. Í skjalinu segir einnig að Kína sé í senn „félagi, samkeppnisaðili og andstæðingur“ og að samkeppni milli ríkjanna hafi aukist á undanförnum árum. Þar segir þó einnig að þrátt fyrir það sé Kína félagi og ekki sé hægt að leysa mörg af helstu vandamálum heimsins án Kínverja. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína NATO Tengdar fréttir Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætluðu að opinbera nýja þjóðaröryggisstefnu mun fyrr en því hefur verið frestað hingað til. Innrásin í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af raunverulegri hernaðargetu Þýskalands en her ríkisins hefur staðið frammi fyrir umfangsmiklum niðurskurði í gegnum árin. Scholz tilkynnti í fyrra að farið yrði í verulega aukningu fjárútláta til varnarmála. Markmið Þjóðverja er að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, eins og viðmið Atlantshafsbandalagsins segja til um, á næsta ári. Þjóðverjar hafa einnig haft áhyggjur af aukinni upplýsingaóreiðu, tölvuárásum og mögulegum efnahagsþrýstingi frá stórveldum. Scholz sagði í morgun að tryggja þyrfti styrk lýðræðislegra stofnana Þýskalands, styrk efnahagsins og samheldni þýsks samfélags. Þar að auki þurfti að tryggja aðgang Þjóðverja að nauðsynlegum hráefnum. Þýskir ráðherrar í Berlín í morgun.AP/Markus Schreiber Í frétt DW segir að innrásin í Úkraínu hafi varpað ljósi á galla á þýska hernum, sýnt hve háðir Þjóðverjar voru orðnir Rússum og opnað á spurningar um hvernig verja eigi innviði eins og olíu- og gasleiðslur. Þjóðaröryggisstefnan snýr einnig að ógnum vegna veðurfarsbreytinga og aukinnar hættu á hungursneyð, sjúkdómum, óveðrum og átökum í heiminum. AP fréttaveitan segir ekki farið djúpt í stefnumál ríkisstjórnarinnar og stendur til að gera það í framhaldinu af þjóðaröryggisstefnunni. „Rússland dagsins í dag, og í fyrirsjáanlegri framtíð, er helsta ógnin gegn friði og öryggi á Evrópu-Atlantshafssvæðinu,“ sagði Scholz í morgun. Hann sagði Þjóðverja og aðra standa frammi fyrir tímum þar sem sum ríki væru að reyna að breyta öryggisskipulagi heimsins samkvæmt þeirri sýn á heiminn. Í skjalinu segir einnig að Kína sé í senn „félagi, samkeppnisaðili og andstæðingur“ og að samkeppni milli ríkjanna hafi aukist á undanförnum árum. Þar segir þó einnig að þrátt fyrir það sé Kína félagi og ekki sé hægt að leysa mörg af helstu vandamálum heimsins án Kínverja.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína NATO Tengdar fréttir Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17